Innlent

Sam­göngu­á­ætlun og smá­hýsi fyrir heimilis­lausa til um­ræðu í Víg­línunni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Á Alþingi er nú lagt kapp við að ljúka þeim málum sem til stendur að klára fyrir sumarfrí. Það hefur aftur á móti gengið hægt að ljúka umræðu um samgönguáætlun en þingmenn Miðflokksins hafa verið sakaðir um málþóf vegna andstöðu sinnar við borgarlínu. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, verður gestur Elínar Margrétar Böðvarsdóttur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þau ræða þessi stóru mál er varða samgöngur sem stefnan er að klára áður en Alþingi fer í sumarfrí, málefni Reykjavíkurflugvallar og ýmislegt fleira í þættinum.

Þá verður Svala Jóhannsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar sem er skaðaminnkunarúrræði á vegum Rauða krossins, gestur í seinni hluta þáttarins. Í hópi þess fólks sem leitar til Frú Ragnheiðar eru einstaklingar sem búa við heimilisleysi, en erfiðlega hefur gengið að finna staðsetningu undir smáhýsi sem til stendur að reisa í borginni. Þessi mál og fleiri er varða þennan viðkvæma hóp verða tekin fyrir í þættinum.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.