Sex vistaðir í fangageymslu í nótt Sylvía Hall skrifar 21. júní 2020 07:16 Sex voru vistaðir í fangageymslu í nótt. Vísir/vilhelm Alls voru 97 mál skráð í dagbók lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan fimm í morgun. Þar af voru 26 útköll vegna hávaða og skemmtana í heimahúsum. Sex voru vistaðir í fangageymslu að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Á sjötta tímanum í gær var lögregla kölluð að Fiskislóð vegna manns sem hafði stolið úr verslun. Viðkomandi hafði reynt að stela osti en var stöðvaður þegar hann var að yfirgefa verslunina. Útskýringar mannsins voru þær að osturinn væri of dýr. Skömmu síðar, eða rétt fyrir klukkan sex, voru tvö tilfelli þar sem lögregla var kölluð til vegna ölvaðra manna á Laugavegi. Í fyrra skipti var um tvo menn að ræða, en allir þrír voru handteknir vegna ástands og vistaðir í fangageymslu. Um áttaleytið barst lögreglu svo tilkynning eftir að rafmagnshlaupahjóli var ekið á níu ára stúlku með þeim afleiðingum að hún fékk áverka á fæti. Tvær konur höfðu verið að keyra um á sitthvoru hjólinu og önnur þeirra ók á á stúlkuna með fyrrgreindum afleiðingum. Þegar búið var að hringja á neyðarlínu létu konurnar sig hverfa en sjúkrabíll mætti á vettvang og hlúði að stúlkunni, sem var þó óbrotin. Málið er í rannsókn. Á níunda tímanum var tilkynnt um þjófnað úr verslun við Laugaveg þegar ölvaður maður gekk inn í verslunina, tók með sér peysu og gæru og gekk út. Lögreglan fann manninn og þýfið skömmu síðar, en þurfti svo aftur að hafa afskipti af honum tæplega klukkutíma síðar þegar hann var aftur gripinn við það að stela úr annarri verslun. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Klukkan hálf eitt í nótt hafði lögregla afskipti af ölvuðum manni sem ók vespu við Suðurlandsbraut. Maðurinn var ekki með nein skilríki meðferðis og gat illa gert grein fyrir sér, en hann er grunaður um ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda og var vistaður í fangageymslu. Á tólfta tímanum barst svo tilkynning vegna hunds sem hafði bitið konu í Hafnarfirði. Konan náði að hrista hundinn af sér að því er fram kemur í dagbók lögreglu, en eigandi hundsins kom skömmu síðar og sótti hann. Læknisskoðun leiddi í ljós að bitið olli ekki neinum skaða. Lögreglumál Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Alls voru 97 mál skráð í dagbók lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan fimm í morgun. Þar af voru 26 útköll vegna hávaða og skemmtana í heimahúsum. Sex voru vistaðir í fangageymslu að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Á sjötta tímanum í gær var lögregla kölluð að Fiskislóð vegna manns sem hafði stolið úr verslun. Viðkomandi hafði reynt að stela osti en var stöðvaður þegar hann var að yfirgefa verslunina. Útskýringar mannsins voru þær að osturinn væri of dýr. Skömmu síðar, eða rétt fyrir klukkan sex, voru tvö tilfelli þar sem lögregla var kölluð til vegna ölvaðra manna á Laugavegi. Í fyrra skipti var um tvo menn að ræða, en allir þrír voru handteknir vegna ástands og vistaðir í fangageymslu. Um áttaleytið barst lögreglu svo tilkynning eftir að rafmagnshlaupahjóli var ekið á níu ára stúlku með þeim afleiðingum að hún fékk áverka á fæti. Tvær konur höfðu verið að keyra um á sitthvoru hjólinu og önnur þeirra ók á á stúlkuna með fyrrgreindum afleiðingum. Þegar búið var að hringja á neyðarlínu létu konurnar sig hverfa en sjúkrabíll mætti á vettvang og hlúði að stúlkunni, sem var þó óbrotin. Málið er í rannsókn. Á níunda tímanum var tilkynnt um þjófnað úr verslun við Laugaveg þegar ölvaður maður gekk inn í verslunina, tók með sér peysu og gæru og gekk út. Lögreglan fann manninn og þýfið skömmu síðar, en þurfti svo aftur að hafa afskipti af honum tæplega klukkutíma síðar þegar hann var aftur gripinn við það að stela úr annarri verslun. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Klukkan hálf eitt í nótt hafði lögregla afskipti af ölvuðum manni sem ók vespu við Suðurlandsbraut. Maðurinn var ekki með nein skilríki meðferðis og gat illa gert grein fyrir sér, en hann er grunaður um ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda og var vistaður í fangageymslu. Á tólfta tímanum barst svo tilkynning vegna hunds sem hafði bitið konu í Hafnarfirði. Konan náði að hrista hundinn af sér að því er fram kemur í dagbók lögreglu, en eigandi hundsins kom skömmu síðar og sótti hann. Læknisskoðun leiddi í ljós að bitið olli ekki neinum skaða.
Lögreglumál Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira