Fótbolti

2. deild: Kórdrengir og nýr þjálfari Njarðvíkur með sigur í frumraun

Ísak Hallmundarson skrifar
Kórdrengir ætla sér stóra hluti.
Kórdrengir ætla sér stóra hluti. mynd/heimasíða kórdrengja

Fimm leikir fóru fram í 2. deild karla í dag. Kórdrengir þreyttu frumraun sína í deildinni og unnu sannfærandi 3-0 útisigur á Víði. Aaron Robert Spear skoraði tvö mörk og gamla kempan Albert Brynjar Ingason skoraði eitt markanna. Öll mörkin komu í fyrri hálfleiknum.

Njarðvík sem féllu úr 1. deild í fyrra unnu góðan 3-1 sigur á Völsungi á heimavelli. Staðan var jöfn í hálfleik, 1-1, en Stefán Birgir Jóhannesson og Atli Freyr Ottesen skoruðu sitthvork markið fyrir Njarðvíkinga í seinni hálfleik og sáu til þess að þeir unnu 3-1 sigur. Mikael Nikulásson, hlaðvarpsstjarna í Dr. Football, var að stýra Njarðvík í sínum fyrsta deildarleik.

Haukar unnu Fjarðabyggð 2-1 á Ásvöllum, ÍR vann 1-0 sigur á KF í Seljahverfinu og Dalvík/Reynir og Þróttur V. gerðu 1-1 jafntefli fyrir norðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×