Úlfarnir sóttu dýrmæt þrjú stig í Meistaradeildarbaráttunni

Leikmenn Wolves fagna marki
Leikmenn Wolves fagna marki vísir/getty

West Ham United tók á móti Wolverhampton Wanderers á Ólympíuleikvanginum í London í 30. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. West Ham er í bullandi fallbaráttu en Úlfarnir eru að berjast um Meistaradeildarsæti.

Úlfarnir voru mun betri aðilinn í leiknum, en fyrsta markið kom ekki fyrr en á 73. mínútu, þegar markaóði Mexíkaninn Raúl Jimenez kom Wolves yfir. 

Ungi Portúgalinn Pedro Neto gulltryggði svo stigin þrjú fyrir Úlfanna á 84. mínútu, lokatölur 2-0.

Með sigrinum lyftu Úlfarnir sér upp í 6. sæti, tveimur stigum frá Chelsea í 4. sætinu, á meðan West Ham sitja í 17. sæti og aðeins einu marki frá fallsæti. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira