Þreyttar á að bíða eftir nýrri stjórnarskrá og taka málin í sínar hendur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júní 2020 11:49 Konurnar gengu fylktu liði að Alþingishúsinu í hádeginu. Aðsend Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá mun í dag, á kvenréttindadaginn, fylkja liði í Mæðragarðinum við Lækjargötu og heiðra nýju stjórnarskrána. Í dag ýtti félagið úr vör undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Eins gaf félagið út kynningarmyndband um hina nýju stjórnarskrá í dag. Í samtali við Vísi segir Helga Baldvins Bjargardóttir, forman Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá, að þær 13.500 konur sem félagið telur séu orðnar þreyttar á að bíða. „Við ætlum bara að taka málin í okkar eigin hendur. Við erum að skipuleggja okkur út um allt land. Ætlum að gera eitthvað skemmtilegt og vekja athygli á því að það á eftir að lögfesta nýju stjórnarskrána, sem þjóðin kaus um í atkvæðagreiðslu árið 2012,“ segir Helga. Hún segir konur á Íslandi vera að vakna til vitundar um kraft sinn og þær telji stjórnarskrána byggja á kvenlegum gildum á borð við sjálfstæði, jafnrétti og valddreifingu. Frá fundi félagsins í hádeginu.Aðsend „Sitjandi valdhöfum gengur mjög illa að dreifa valdinu og takmarka vald sitt sjálfir. Við ætlum bara að koma og hjálpa þeim.“ Helga gerir ráð fyrir að rúmlega hundrað konur í samtökunum komi saman nú klukkan 12 í Mæðragarðinum við Lækjargötu. Þaðan verður haldið sem leið liggur á Austurvöll þar sem sungin verða lög til heiðurs hinni nýju, ólögfestu stjórnarskrá. Í dag ýttu samtökin úr vör undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti stjórnarskrána sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október 2012. Hér má nálgast söfnunina, en þegar þetta er skrifað hafa tæplega 600 manns sett nafn sitt á listann. Þá birtu samtökin í dag sérstakt kynningarmyndband um nýju stjórnarskrána, ferlið á bak við hana og ástæður þess að hún hefur ekki enn verið lögfest. Myndbandið má sjá hér að neðan. https://listar.island.is/Stydjum/nyjustjornarskrana Kæru Íslendingar, nú er kominn tími til að Alþingi virði...Posted by Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá on Friday, 19 June 2020 Fréttin hefur verið uppfærð. Stjórnarskrá Kvenréttindadagurinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá mun í dag, á kvenréttindadaginn, fylkja liði í Mæðragarðinum við Lækjargötu og heiðra nýju stjórnarskrána. Í dag ýtti félagið úr vör undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Eins gaf félagið út kynningarmyndband um hina nýju stjórnarskrá í dag. Í samtali við Vísi segir Helga Baldvins Bjargardóttir, forman Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá, að þær 13.500 konur sem félagið telur séu orðnar þreyttar á að bíða. „Við ætlum bara að taka málin í okkar eigin hendur. Við erum að skipuleggja okkur út um allt land. Ætlum að gera eitthvað skemmtilegt og vekja athygli á því að það á eftir að lögfesta nýju stjórnarskrána, sem þjóðin kaus um í atkvæðagreiðslu árið 2012,“ segir Helga. Hún segir konur á Íslandi vera að vakna til vitundar um kraft sinn og þær telji stjórnarskrána byggja á kvenlegum gildum á borð við sjálfstæði, jafnrétti og valddreifingu. Frá fundi félagsins í hádeginu.Aðsend „Sitjandi valdhöfum gengur mjög illa að dreifa valdinu og takmarka vald sitt sjálfir. Við ætlum bara að koma og hjálpa þeim.“ Helga gerir ráð fyrir að rúmlega hundrað konur í samtökunum komi saman nú klukkan 12 í Mæðragarðinum við Lækjargötu. Þaðan verður haldið sem leið liggur á Austurvöll þar sem sungin verða lög til heiðurs hinni nýju, ólögfestu stjórnarskrá. Í dag ýttu samtökin úr vör undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti stjórnarskrána sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október 2012. Hér má nálgast söfnunina, en þegar þetta er skrifað hafa tæplega 600 manns sett nafn sitt á listann. Þá birtu samtökin í dag sérstakt kynningarmyndband um nýju stjórnarskrána, ferlið á bak við hana og ástæður þess að hún hefur ekki enn verið lögfest. Myndbandið má sjá hér að neðan. https://listar.island.is/Stydjum/nyjustjornarskrana Kæru Íslendingar, nú er kominn tími til að Alþingi virði...Posted by Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá on Friday, 19 June 2020 Fréttin hefur verið uppfærð.
Stjórnarskrá Kvenréttindadagurinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira