Tvíræður texti og grafísk tilvísun í hálendi Íslands Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. júní 2020 07:00 Hönnun Rögnu Ragnarsdóttir fyrir 66Norður kallast Ragna rok. Mynd/66Norður Hönnuðirinn og listakonan Ragna Ragnarsdóttir sýnir á HönnunarMars í ár sérstaka húfu sem hönnuð var í samstarfi við 66°Norður. Húfan nefnist einfaldlega Ragna rok. Stefna 66°Norður er að gera sérstaka útgáfu af húfukollunni árlega í samstarfi við íslenska hönnuði á HönnunarMars, en hingað til hefur verið unnið með Þórunni Árnadóttur, Or Type og Hildi Yeoman. „Ég var svolítið að vinna með það sem ég hef verið að vinna með í minni hönnun,“ segir Ragna í samtali við Vísi. Hún vildi búa til fallegt landslag í litum sem henni fannst passa saman. „Ég vildi athuga hvernig væri hægt að gera það með textíl, því hef aldrei unnið með textíl áður. Þetta er því öðruvísi en ég er vön að gera.“ Hægt er að nota húfurnar með og án broti.Mynd/66Norður Ragna Rok húfan er tilvísun í fyrri verk hönnuðarins Rögnu Ragnarsdóttur þar sem hún vinnur með lagskipta liti. Útkoman á húfunni er landslag sem á svipstundu getur farið „út í veður og vind“. Á framhlið húfunnar er grafísk tilvísun í hálendi Íslands, en sé henni snúið við þá koma í ljós orðin „Út í veður og vind.“ Húfan verður til sýnis og sölu í völdum verslunum 66°Norður á meðan HönnnunarMars stendur. „Út í veður og vind er fyrir mér hvetjandi, að fara út í veður og vind, sama hvernig veðrið er. Svo getur þetta líka verið að allt er farið út í veður og vind. Það er pínu skemmtilegt.“ Húfuna hannaði Ragna á methraða fyrr á árinu en svo var HönnunarMars frestað fram í júní. Hún er þó ánægð með að hafa verið að vinna þetta með þessum hætti. „Samstarfið var hratt og gekk vel. Ef ég er með pressu þá vinn ég best.“ Húfurnar hennar Rögnu koma í tveimur litum. Ef brotið fer niður kemur í ljós textinn.Mynd/66Norður Ragna er einnig sjálf með sýningu á HönnunarMars á ljósaskúlptúrum. Áhugasamir geta kynnt sér hönnun hennar betur á Instagram en sýningin opnar í næstu viku. „Þetta eru ljós sem ég er búin að vinna að ótrúlega lengi. Rosalega nýtt, ég hef ekki verið að gera ljós áður.“ Ragna segir að það sé ýmislegt tæknilegt sem maður brenni sig á en ferlið hafi verið lærdómsríkt. „Ég valdi einföld form og einfalda liti, þetta er mjög ferskt miðað við það sem ég hef verið að gera.“ HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars. Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir Pappírsblóm Rúnu sýnd á HönnunarMars Í gær opnaði sýningin Pappírsblóm í Hönnunarsafni Íslands. Rúna Þorkelsdóttir er myndlistarkona, bókagerðarmaður og stofnandi bókabúðarinnar Boekie Woekie í Amsterdam sem gerðist óvænt munsturhönnuður fyrir eitt virtasta tískuhús heim, Comme des Garçons. 18. júní 2020 10:00 Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00 HönnunarMars með breyttu sniði í júní Ekkert opnunarhóf verður á HönnunarMars í ár og viðburðunum DesignTalks, DesignDiplomacy og DesignMatch hefur verið frestað til ársins 2021. 27. maí 2020 08:45 Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Hönnuðirinn og listakonan Ragna Ragnarsdóttir sýnir á HönnunarMars í ár sérstaka húfu sem hönnuð var í samstarfi við 66°Norður. Húfan nefnist einfaldlega Ragna rok. Stefna 66°Norður er að gera sérstaka útgáfu af húfukollunni árlega í samstarfi við íslenska hönnuði á HönnunarMars, en hingað til hefur verið unnið með Þórunni Árnadóttur, Or Type og Hildi Yeoman. „Ég var svolítið að vinna með það sem ég hef verið að vinna með í minni hönnun,“ segir Ragna í samtali við Vísi. Hún vildi búa til fallegt landslag í litum sem henni fannst passa saman. „Ég vildi athuga hvernig væri hægt að gera það með textíl, því hef aldrei unnið með textíl áður. Þetta er því öðruvísi en ég er vön að gera.“ Hægt er að nota húfurnar með og án broti.Mynd/66Norður Ragna Rok húfan er tilvísun í fyrri verk hönnuðarins Rögnu Ragnarsdóttur þar sem hún vinnur með lagskipta liti. Útkoman á húfunni er landslag sem á svipstundu getur farið „út í veður og vind“. Á framhlið húfunnar er grafísk tilvísun í hálendi Íslands, en sé henni snúið við þá koma í ljós orðin „Út í veður og vind.“ Húfan verður til sýnis og sölu í völdum verslunum 66°Norður á meðan HönnnunarMars stendur. „Út í veður og vind er fyrir mér hvetjandi, að fara út í veður og vind, sama hvernig veðrið er. Svo getur þetta líka verið að allt er farið út í veður og vind. Það er pínu skemmtilegt.“ Húfuna hannaði Ragna á methraða fyrr á árinu en svo var HönnunarMars frestað fram í júní. Hún er þó ánægð með að hafa verið að vinna þetta með þessum hætti. „Samstarfið var hratt og gekk vel. Ef ég er með pressu þá vinn ég best.“ Húfurnar hennar Rögnu koma í tveimur litum. Ef brotið fer niður kemur í ljós textinn.Mynd/66Norður Ragna er einnig sjálf með sýningu á HönnunarMars á ljósaskúlptúrum. Áhugasamir geta kynnt sér hönnun hennar betur á Instagram en sýningin opnar í næstu viku. „Þetta eru ljós sem ég er búin að vinna að ótrúlega lengi. Rosalega nýtt, ég hef ekki verið að gera ljós áður.“ Ragna segir að það sé ýmislegt tæknilegt sem maður brenni sig á en ferlið hafi verið lærdómsríkt. „Ég valdi einföld form og einfalda liti, þetta er mjög ferskt miðað við það sem ég hef verið að gera.“ HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir Pappírsblóm Rúnu sýnd á HönnunarMars Í gær opnaði sýningin Pappírsblóm í Hönnunarsafni Íslands. Rúna Þorkelsdóttir er myndlistarkona, bókagerðarmaður og stofnandi bókabúðarinnar Boekie Woekie í Amsterdam sem gerðist óvænt munsturhönnuður fyrir eitt virtasta tískuhús heim, Comme des Garçons. 18. júní 2020 10:00 Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00 HönnunarMars með breyttu sniði í júní Ekkert opnunarhóf verður á HönnunarMars í ár og viðburðunum DesignTalks, DesignDiplomacy og DesignMatch hefur verið frestað til ársins 2021. 27. maí 2020 08:45 Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Pappírsblóm Rúnu sýnd á HönnunarMars Í gær opnaði sýningin Pappírsblóm í Hönnunarsafni Íslands. Rúna Þorkelsdóttir er myndlistarkona, bókagerðarmaður og stofnandi bókabúðarinnar Boekie Woekie í Amsterdam sem gerðist óvænt munsturhönnuður fyrir eitt virtasta tískuhús heim, Comme des Garçons. 18. júní 2020 10:00
Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00
HönnunarMars með breyttu sniði í júní Ekkert opnunarhóf verður á HönnunarMars í ár og viðburðunum DesignTalks, DesignDiplomacy og DesignMatch hefur verið frestað til ársins 2021. 27. maí 2020 08:45