Innlent

Stefnt að því að ferðagjöfin verði aðgengileg í dag

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hægt verður að hlaða niður smáforriti til að nýta ferðagjöfina.
Hægt verður að hlaða niður smáforriti til að nýta ferðagjöfina. Vísir/Vilhelm

Stefnt er að því að ferðagjöfin - stafrænt gjafabréf til að verja í ferðaþjónustu innanlands verði aðgengileg í dag. Verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu hvetur landsmenn til að nýta gjöfina.

Ferðagjöfin er stafrænt gjafabréf að andvirði 5.000 kr og er hún liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar.

Þannig er markmiðið að efla íslenska ferðaþjónustu og hvetja um leið landsmenn til að ferðast um landið.

Stefnt er að því að ferðagjöfin verði aðgengileg í dag.

„Við erum að stefna að því að ferðagjöfin fari í loftið í dag eða á morgun. Við erum að leggja lokahönd á smá tæknilega útfærslu og svo fer hún í loftið og þá geta notendur byrjað að nota gjöfina,“ sagði Guðný Hrafnkelsdóttir, verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu.

Allir þeir sem eru með lögheimili á Íslandi, íslenska kennitölu og fæddir árið 2002 eða fyrr fá ferðagjöf og hvetur Guðný alla til að nýta sér gjöfina. Hana má nýta hjá skilgreindum fyrirtækjum innan ferðaþjónustunnar sem hafa skráð sig til þátttöku. En yfirlit fyrirtækja má sjá hér.

Til að nýta ferðagjöfina skráir notandinn sig inn á island.is með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.

„Þar býðst honum að sækja app sem kallast ferðagjöf sem er mjög þægilegt. Ef þú átt snjallsíma þá ert þú alltaf með ferðagjöfina í vasanum. Ef þú vilt ekki sækja appið eða átt ekki snjalltæki þá er einnig hægt að nálgast kóða á island.is og getur notað hann til að bóka á netinu,“ sagði Guðný.


Tengdar fréttir

Vonast til að klára frumvarp um ferðagjöf í vikunni

Vonast er til þess að það takist að ljúka afgreiðslu frumvarps um ferðagjöf til landsmanna í þessari viku. Fulltrúar stjórnarandstöðu í atvinnuveganefnd segja málið af hinu góða en hefðu viljað sjá ýmislegt betur gert.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.