Vonast til að klára frumvarp um ferðagjöf í vikunni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júní 2020 13:37 Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er framsögumaður málsins í atvinnuveganefnd. Vísir/Vilhelm Vonast er til þess að það takist að ljúka afgreiðslu frumvarps um ferðagjöf til landsmanna í þessari viku. Fulltrúar stjórnarandstöðu í atvinnuveganefnd segja málið af hinu góða en hefðu viljað sjá ýmislegt betur gert. Búið er að gera ráð fyrir einum og hálfum milljarði í hina svokölluðu ferðagjöf til landsmanna sem ætlað er að örva innlenda eftirspurn eftir ferðaþjónustu. Ferðagjöfin er í formi fimm þúsund króna stafrænnar inneignar til einstaklinga sem fæddir eru árið 2002 eða fyrr og eru með íslenska kennitölu. Þróað hefur verið smáforrit sem fólk þarf að sækja til að ráðstafa inneigninni. Þess var vænst að ferðagjöfin yrði virkjuð snemma í júní. Nú eru tvær vikur síðan mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi og síðan þá hefur málið verið til umfjöllunar í atvinnuveganefnd. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er framsögumaður málsins í nefndinni. Hann segir að verið sé að ganga frá nefndaráliti. „Við tökum umræðuna væntanlega á morgun í þingsal um ferðagjöfina, aðra umræðu, þar sem verður farið í gegnum meirihlutaálitið og tekin umræða,“ segir Njáll Trausti. „Tæknilega lausnin á þannig lagað að vera tilbúin þannig að þetta á að geta gengið hratt fyrir sig núna þegar þetta er komið í gegnum þingið og ég vonast til jafnvel að við förum þá langt með að bara klára þetta í þessari viku úr þinginu,“ segir Njáll Trausti. Þingfundir eru boðaðir í dag og á morgun en miðvikudag, fimmtudag og föstudag verða að óbreyttu engir þingfundir heldur nefndadagar á Alþingi. Fulltrúar minnihlutans í atvinnuveganefnd sem fréttastofa hefur rætt við segja málið vera af hinu góða. Píratar, Samfylkingin og Miðflokkurinn hefðu viljað sjá að hugað væri betur að barnafjölskyldum og að miðað yrði við lægri aldur en 18 ára. Þá leggja Píratar áherslu á að gætt verði sérstaklega að persónuverndarsjónarmiðum og hafa sett spurningamerki við það hvort umsjón og hönnun á appinu hefði þurft að fara í útboð en forritið hefur verið þróað í samstarfi við frumkvöðlafyrirtækið Yay. Miðflokkurinn hefði viljað sjá hærri upphæð og gerir einnig athugasemd við orðalagið sem stjórnvöld vilji nota með því að kalla þetta ferðagjöf svo fátt eitt sé nefnt. Njáll Trausti kveðst ekki eiga von á að frumvarpið taki miklum breytingum milli umræðna. „Þetta er einfalt mál þannig lagað en það voru margir þræðir í því sem þurfti að rekja aðeins,“ segir Njáll Trausti og nefnir persónuverndarsjónarmið sem dæmi. „En það tekur efnislega þannig lagað ekki miklum breytingum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Sjá meira
Vonast er til þess að það takist að ljúka afgreiðslu frumvarps um ferðagjöf til landsmanna í þessari viku. Fulltrúar stjórnarandstöðu í atvinnuveganefnd segja málið af hinu góða en hefðu viljað sjá ýmislegt betur gert. Búið er að gera ráð fyrir einum og hálfum milljarði í hina svokölluðu ferðagjöf til landsmanna sem ætlað er að örva innlenda eftirspurn eftir ferðaþjónustu. Ferðagjöfin er í formi fimm þúsund króna stafrænnar inneignar til einstaklinga sem fæddir eru árið 2002 eða fyrr og eru með íslenska kennitölu. Þróað hefur verið smáforrit sem fólk þarf að sækja til að ráðstafa inneigninni. Þess var vænst að ferðagjöfin yrði virkjuð snemma í júní. Nú eru tvær vikur síðan mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi og síðan þá hefur málið verið til umfjöllunar í atvinnuveganefnd. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er framsögumaður málsins í nefndinni. Hann segir að verið sé að ganga frá nefndaráliti. „Við tökum umræðuna væntanlega á morgun í þingsal um ferðagjöfina, aðra umræðu, þar sem verður farið í gegnum meirihlutaálitið og tekin umræða,“ segir Njáll Trausti. „Tæknilega lausnin á þannig lagað að vera tilbúin þannig að þetta á að geta gengið hratt fyrir sig núna þegar þetta er komið í gegnum þingið og ég vonast til jafnvel að við förum þá langt með að bara klára þetta í þessari viku úr þinginu,“ segir Njáll Trausti. Þingfundir eru boðaðir í dag og á morgun en miðvikudag, fimmtudag og föstudag verða að óbreyttu engir þingfundir heldur nefndadagar á Alþingi. Fulltrúar minnihlutans í atvinnuveganefnd sem fréttastofa hefur rætt við segja málið vera af hinu góða. Píratar, Samfylkingin og Miðflokkurinn hefðu viljað sjá að hugað væri betur að barnafjölskyldum og að miðað yrði við lægri aldur en 18 ára. Þá leggja Píratar áherslu á að gætt verði sérstaklega að persónuverndarsjónarmiðum og hafa sett spurningamerki við það hvort umsjón og hönnun á appinu hefði þurft að fara í útboð en forritið hefur verið þróað í samstarfi við frumkvöðlafyrirtækið Yay. Miðflokkurinn hefði viljað sjá hærri upphæð og gerir einnig athugasemd við orðalagið sem stjórnvöld vilji nota með því að kalla þetta ferðagjöf svo fátt eitt sé nefnt. Njáll Trausti kveðst ekki eiga von á að frumvarpið taki miklum breytingum milli umræðna. „Þetta er einfalt mál þannig lagað en það voru margir þræðir í því sem þurfti að rekja aðeins,“ segir Njáll Trausti og nefnir persónuverndarsjónarmið sem dæmi. „En það tekur efnislega þannig lagað ekki miklum breytingum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Sjá meira