Stefnt að því að ferðagjöfin verði aðgengileg í dag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júní 2020 12:15 Hægt verður að hlaða niður smáforriti til að nýta ferðagjöfina. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að ferðagjöfin - stafrænt gjafabréf til að verja í ferðaþjónustu innanlands verði aðgengileg í dag. Verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu hvetur landsmenn til að nýta gjöfina. Ferðagjöfin er stafrænt gjafabréf að andvirði 5.000 kr og er hún liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Þannig er markmiðið að efla íslenska ferðaþjónustu og hvetja um leið landsmenn til að ferðast um landið. Stefnt er að því að ferðagjöfin verði aðgengileg í dag. „Við erum að stefna að því að ferðagjöfin fari í loftið í dag eða á morgun. Við erum að leggja lokahönd á smá tæknilega útfærslu og svo fer hún í loftið og þá geta notendur byrjað að nota gjöfina,“ sagði Guðný Hrafnkelsdóttir, verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu. Allir þeir sem eru með lögheimili á Íslandi, íslenska kennitölu og fæddir árið 2002 eða fyrr fá ferðagjöf og hvetur Guðný alla til að nýta sér gjöfina. Hana má nýta hjá skilgreindum fyrirtækjum innan ferðaþjónustunnar sem hafa skráð sig til þátttöku. En yfirlit fyrirtækja má sjá hér. Til að nýta ferðagjöfina skráir notandinn sig inn á island.is með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. „Þar býðst honum að sækja app sem kallast ferðagjöf sem er mjög þægilegt. Ef þú átt snjallsíma þá ert þú alltaf með ferðagjöfina í vasanum. Ef þú vilt ekki sækja appið eða átt ekki snjalltæki þá er einnig hægt að nálgast kóða á island.is og getur notað hann til að bóka á netinu,“ sagði Guðný. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vonast til að klára frumvarp um ferðagjöf í vikunni Vonast er til þess að það takist að ljúka afgreiðslu frumvarps um ferðagjöf til landsmanna í þessari viku. Fulltrúar stjórnarandstöðu í atvinnuveganefnd segja málið af hinu góða en hefðu viljað sjá ýmislegt betur gert. 8. júní 2020 13:37 Telur ferðagjöfina geta eflt innanlandsmarkað ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að 5.000 króna ferðagjöfin sem kynnt var á fundi í morgun geti eflt innanlandsmarkað ferðaþjónustunnar inn í næstu ár. 26. maí 2020 21:31 Allt það helsta um fyrirkomulag Ferðagjafarinnar Hægt verður að skipta ferðagjöf stjórnvalda niður og nýta hana innan fjölbreyttrar flóru ferðaþjónustufyrirtækja með sérstöku smáforriti sem hannað var til verksins. 26. maí 2020 10:53 Hægt verði að greiða með allt að 15 gjafabréfum Gjafabréfið sem hvetja á Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar er farið að taka á sig mynd. 22. maí 2020 15:35 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Stefnt er að því að ferðagjöfin - stafrænt gjafabréf til að verja í ferðaþjónustu innanlands verði aðgengileg í dag. Verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu hvetur landsmenn til að nýta gjöfina. Ferðagjöfin er stafrænt gjafabréf að andvirði 5.000 kr og er hún liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Þannig er markmiðið að efla íslenska ferðaþjónustu og hvetja um leið landsmenn til að ferðast um landið. Stefnt er að því að ferðagjöfin verði aðgengileg í dag. „Við erum að stefna að því að ferðagjöfin fari í loftið í dag eða á morgun. Við erum að leggja lokahönd á smá tæknilega útfærslu og svo fer hún í loftið og þá geta notendur byrjað að nota gjöfina,“ sagði Guðný Hrafnkelsdóttir, verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu. Allir þeir sem eru með lögheimili á Íslandi, íslenska kennitölu og fæddir árið 2002 eða fyrr fá ferðagjöf og hvetur Guðný alla til að nýta sér gjöfina. Hana má nýta hjá skilgreindum fyrirtækjum innan ferðaþjónustunnar sem hafa skráð sig til þátttöku. En yfirlit fyrirtækja má sjá hér. Til að nýta ferðagjöfina skráir notandinn sig inn á island.is með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. „Þar býðst honum að sækja app sem kallast ferðagjöf sem er mjög þægilegt. Ef þú átt snjallsíma þá ert þú alltaf með ferðagjöfina í vasanum. Ef þú vilt ekki sækja appið eða átt ekki snjalltæki þá er einnig hægt að nálgast kóða á island.is og getur notað hann til að bóka á netinu,“ sagði Guðný.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vonast til að klára frumvarp um ferðagjöf í vikunni Vonast er til þess að það takist að ljúka afgreiðslu frumvarps um ferðagjöf til landsmanna í þessari viku. Fulltrúar stjórnarandstöðu í atvinnuveganefnd segja málið af hinu góða en hefðu viljað sjá ýmislegt betur gert. 8. júní 2020 13:37 Telur ferðagjöfina geta eflt innanlandsmarkað ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að 5.000 króna ferðagjöfin sem kynnt var á fundi í morgun geti eflt innanlandsmarkað ferðaþjónustunnar inn í næstu ár. 26. maí 2020 21:31 Allt það helsta um fyrirkomulag Ferðagjafarinnar Hægt verður að skipta ferðagjöf stjórnvalda niður og nýta hana innan fjölbreyttrar flóru ferðaþjónustufyrirtækja með sérstöku smáforriti sem hannað var til verksins. 26. maí 2020 10:53 Hægt verði að greiða með allt að 15 gjafabréfum Gjafabréfið sem hvetja á Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar er farið að taka á sig mynd. 22. maí 2020 15:35 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Vonast til að klára frumvarp um ferðagjöf í vikunni Vonast er til þess að það takist að ljúka afgreiðslu frumvarps um ferðagjöf til landsmanna í þessari viku. Fulltrúar stjórnarandstöðu í atvinnuveganefnd segja málið af hinu góða en hefðu viljað sjá ýmislegt betur gert. 8. júní 2020 13:37
Telur ferðagjöfina geta eflt innanlandsmarkað ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að 5.000 króna ferðagjöfin sem kynnt var á fundi í morgun geti eflt innanlandsmarkað ferðaþjónustunnar inn í næstu ár. 26. maí 2020 21:31
Allt það helsta um fyrirkomulag Ferðagjafarinnar Hægt verður að skipta ferðagjöf stjórnvalda niður og nýta hana innan fjölbreyttrar flóru ferðaþjónustufyrirtækja með sérstöku smáforriti sem hannað var til verksins. 26. maí 2020 10:53
Hægt verði að greiða með allt að 15 gjafabréfum Gjafabréfið sem hvetja á Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar er farið að taka á sig mynd. 22. maí 2020 15:35