Íslenski boltinn

Nýliðar Fjölnis fá framherja frá Víking

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Örvar mun leika í gulu í sumar.
Örvar mun leika í gulu í sumar. Vísir

Nýliðar Fjölnis í Pepsi Max deild karla hafa sótt liðsstyrk úr Víking. Hinn 21 árs gamli Örvar Eggertsson hefur ákveðið að flytja sig um set og spila með Grafarvogsliðinu í sumar. Þetta kom fram á Twitter-síðu Fjölnis fyrr í dag.

Þó Fjölnir sé búið að tilkynna félagaskiptin á enn eftir að staðfesta þau á vefsíðu knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Reikna má með því að þau verði gengin í gegn áður en Fjölnir spilar við Stjörnuna þann 21. júní næstkomandi.

Á síðustu leiktíð lék Örvar tólf leiki með Víkingum og skoraði í þeim eitt mark. Alls hefur hann leikið 36 leiki í efstu deild og skorað tvö mörk. Þá hefur hann skorað tvö mörk í átta leikjum í Mjólkurbikarnum.

Fjölnir náði óvæntu jafntefli í Víkinni í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar en liðinu hefur ekki verið spáð góðu gengi í sumar. Íþróttadeild Vísis spáði Fjölni 11. sæti í sumar og þar með falli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×