Enski boltinn

Segir að Gomes verði ekki í vand­ræðum með að spila gegn Liver­pool: Byrjar hann á kostnað Gylfa?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi Sigurðsson með fyrirliðabandið.
Gylfi Sigurðsson með fyrirliðabandið. vísir/getty

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, hefur greint frá því að Andre Gomes verð klár í slgainn á sunnudaginn er Everton mætir grönnum sínum í Liverpool er enski úrvalsdeildin fer aftur af stað.

Gomes var frá í þrjá mánuði eftir að hafa ökklabrotnað þann 3. nóvember en hann var mættur aftur á völlinn fyrir kórónuveiruhléið er hann byrjaði leikina gegn Manchester United og Chelsea.

Tapi Man. City gegn Arsenal í kvöld getur Liverpool tryggt sér titilinn á sunnudaginn er þeir fara í heimsókn til gesta sinna.

„Andre Gomes er að æfa með liðinu svo hann verður ekki í vandræðum á sunnudaginn. Líkamlega standið á liðinu er gott og við munum sjá hvernig Yerri Mina og Fabian Delph verða. Mina fer í skoðun á morgun og við munum einnig skoða Delph,“ sagði Ítalinn, Ancelotti.

„Þeir eru tæpir fyrir leikinn á sunnudaginn. Ef þeir spila ekki þá, þá vonum við að þeir verði með okkur í leiknum gegn Norwich. Við vitum að við erum að spila mikilvægan leik á sunnudaginn svo við erum 100% einbeittir á það.“

Fróðlegt verður að sjá hvort Gylfi Þór Sigurðsson verði með Gomes á miðjunni en miklar líkur eru á því að Gomes verði á miðri miðjunni. Gylfi hefur verið í náðinni hjá Ancelotti og byrjað all flesta leikina undir stjórn Ítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×