Innlent

Á­kæra gefin út á hendur manni sem sakaður er um að bera sig fyrir framan börn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Héraðssaksóknari
Héraðssaksóknari Vísir/Vilhelm

Ákæra hefur verið gefin út á hendur karlmanni sem sakaður er um að hafa ítrekað berað sig og stundað sjálfsfróun úti í glugga á heimili sínu á meðan börn leika sér á leikvelli fyrir framan íbúðina sem staðsett er í Rimahverfi í Grafarvogi. Þetta hefur mbl.is fengið staðfest hjá embætti héraðssaksóknara.

Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 8. júní síðastliðinn en foreldrar barnanna í hverfinu eru ráðþrota vegna málsins. Hann býr á jarðhæð í fjölbýlishúsi og er leikvöllur beint fyrir framan gluggann hans.

Maðurinn fékk árið 2011 dóm fyrir blygðunarsemisbrot fyrir að hafa staðið í glugganum í fráhnepptri skyrtu einni fata og strokið á sér getnaðarliminn í augsýn barna og fullorðins fólks. Þá fékk hann tveggja mánaða dóm árið 2014 fyrir að hafa sært blygðunarkennd níu ára barns fyrir samskonar athæfi. Þá hefur maðurinn margoft verið tilkynntur til lögreglu.

Maðurinn var nýlega tilkynntur til lögreglu fyrir að hafa snert sig í glugganum ber að neðan og á meðan horft á börn sem voru að leik. Fréttastofa Vísis hefur óskað eftir ákærunni á hendur manninum.

Þá hafa á annað hundrað foreldrar barna í Grafarvogi ritað undir bréf til dómsmálaráðherra, barnamálaráðherra og annarra yfirvalda þar sem óskað var eftir samráði og tafarlausum aðgerðum til að vernda börn í Rimahverfi gegn kynferðislegri áreitni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×