Fagnaðarfundir þegar ástvinir hittust í Leifsstöð eftir langa bið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. júní 2020 18:42 Þeir voru ófáir fagnaðarfundirnir á Keflavíkurflugvelli í morgun. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Landamæri Íslands voru formlega opnuð ferðamönnum í dag og urðu fagnaðarfundirnir á Keflavíkurflugvelli. Skimun gekk vel en einum Bandaríkjamanni var vísað úr landi. Fyrsta flugvél lenti í morgun og meðal farþega var móðir sem hafði ekki hitt börnin sín síðan á jólunum. Átta flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í dag og með þeim komu rúmlega 600 farþegar. „Klukkan er tuttugu mínútur í tólf og það eru tvær flugvélar lentar hér á Keflavíkurflugvelli. Von er á sex vélum til viðbótar í dag. Hér sjáum við farþega streyma út og allir bera þeir andlitsgrímur.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum.Vísir/Baldur Skimun á farþegum gekk heilt yfir vel í dag. „Fólk sýnir þessu mikinn skilning þetta tekur auðvitað smá tíma. Hluti þeirra farþega sem komu í morgun voru ekki búnir að skrá sig fyrirfram sem tafði þeirra för,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Þeir sem höfðu forskráð sig þurftu einungis að bíða í um tvær mínútur. Hafa einhverjir valið að fara frekar í sóttkí en að fara í sýnatöku? „Enginn ennþá,“ sagði Víðir. Allir farþegar þurftu að bera andlitsgrímurELISABET INGA Einum Bandaríkjamanni var þó vísað úr landi þar sem hann uppfyllti ekki kröfur til að fara yfir landamærin. Var hann sendur til Bretlands með sömu vél og hann kom. Hefur ekki séð börnin sín síðan á jólunum Kristín Hannesdóttir var á meðal þeirra farþega sem komu til landsins með fyrsta millilandafluginu í morgun. „Ég er ekki búin a sjá börnin mín síðan á jólunum þannig ég er mjög spennt,“ sagði Kristín. Hvernig er tilfinningin að vera komin heim? „Rosalega góð. Ég er alveg ótrúlega spennt,“ sagði Kristín. Hvað er það fyrsta sem þú ætlar að gera þegar þú hittir börnin? „Knúsa þau og koma við þau og þurfa ekki að vera með grímu og hanska,“ sagði Kristín. Starfsmaður flugvallarins er feginn að sjá líf á vellinum. „Það kom okkur á óvart hvað það var mikið að gera á fyrstu vélunum þannig að við kvörtum ekki. Bara gaman að fá þetta af stað aftur. ,“ sagði Kristján Helgi Olsen Ævarsson. Hvað er fólk helst að kaupa? „Það er áfengið það klikkar aldrei. Fólk verður að nýta tollinn,“ sagði Kristján. Ófáir fagnaðarfundir fóru fram á Keflavíkurflugvelli í dag þegar ástvinir hittust eftir langa bið. Auður Þráinsdóttir hefur verið nánast innilokuð á Ítalíu í tvo mánuði. „Ég nennti reyndar ekki að fara aftur í sóttkví. Ég er búin að vera alveg lokuð inni í tvo mánuði þannig að við bara komum núna. Það er bara yndislegt,“ sagði Auður Þráinsdóttir. Hvernig er tilfinningin að vera komin heim til Íslands? „Bara æðisleg alltaf gott að koma heim,“ sagði Auður. Gott að geta gengið um án andlitsgrímu Ragnar er búsettur Í London. Þar er flest allt enn lokað og enginn fer neitt án þess að bera andlitsgrímu. Þannig þú ert feginn að koma hingað og geta tekið af þér grímuna? „Algjörlega, er það ekki,“ sagði Ragnar Ingi Arnarsson. Þú fórst í skimun? „Já þeir tóku tvö sýni. Þeir tóku úr koki og nefi. Það var ekkert frábærlega þægilegt að taka úr nefinu. Það var eins og verið væri að pota alveg upp í auga. En þetta fylgir þessu,“ sagði Ragnar. Hér ætlar hann að njóta sumarsins. „Ætli ég fari ekki í Bláa lónið, það er víst afsláttur þar heyri ég,“ sagði Ragnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11 Skimun gengið vel en einum snúið við til London Yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Einum var snúið við á Keflavíkurflugvelli, en hann uppfyllti ekki skilyrði til að fara yfir landamærin. 15. júní 2020 12:36 Skimun gengið vel en einum snúið við til London Yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Einum var snúið við á Keflavíkurflugvelli, en hann uppfyllti ekki skilyrði til að fara yfir landamærin. 15. júní 2020 12:36 Komin heim eftir langa fjarveru: „Ég er ekki búin að sjá börnin mín síðan á jólunum“ Kristín Hannesdóttir var á meðal þeirra farþega sem komu til landsins með flugi Wizz air frá London, en það var fyrsta flugið sem lenti hér á landi eftir að skimun hófst á Keflavíkurflugvelli. 15. júní 2020 13:31 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Landamæri Íslands voru formlega opnuð ferðamönnum í dag og urðu fagnaðarfundirnir á Keflavíkurflugvelli. Skimun gekk vel en einum Bandaríkjamanni var vísað úr landi. Fyrsta flugvél lenti í morgun og meðal farþega var móðir sem hafði ekki hitt börnin sín síðan á jólunum. Átta flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í dag og með þeim komu rúmlega 600 farþegar. „Klukkan er tuttugu mínútur í tólf og það eru tvær flugvélar lentar hér á Keflavíkurflugvelli. Von er á sex vélum til viðbótar í dag. Hér sjáum við farþega streyma út og allir bera þeir andlitsgrímur.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum.Vísir/Baldur Skimun á farþegum gekk heilt yfir vel í dag. „Fólk sýnir þessu mikinn skilning þetta tekur auðvitað smá tíma. Hluti þeirra farþega sem komu í morgun voru ekki búnir að skrá sig fyrirfram sem tafði þeirra för,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Þeir sem höfðu forskráð sig þurftu einungis að bíða í um tvær mínútur. Hafa einhverjir valið að fara frekar í sóttkí en að fara í sýnatöku? „Enginn ennþá,“ sagði Víðir. Allir farþegar þurftu að bera andlitsgrímurELISABET INGA Einum Bandaríkjamanni var þó vísað úr landi þar sem hann uppfyllti ekki kröfur til að fara yfir landamærin. Var hann sendur til Bretlands með sömu vél og hann kom. Hefur ekki séð börnin sín síðan á jólunum Kristín Hannesdóttir var á meðal þeirra farþega sem komu til landsins með fyrsta millilandafluginu í morgun. „Ég er ekki búin a sjá börnin mín síðan á jólunum þannig ég er mjög spennt,“ sagði Kristín. Hvernig er tilfinningin að vera komin heim? „Rosalega góð. Ég er alveg ótrúlega spennt,“ sagði Kristín. Hvað er það fyrsta sem þú ætlar að gera þegar þú hittir börnin? „Knúsa þau og koma við þau og þurfa ekki að vera með grímu og hanska,“ sagði Kristín. Starfsmaður flugvallarins er feginn að sjá líf á vellinum. „Það kom okkur á óvart hvað það var mikið að gera á fyrstu vélunum þannig að við kvörtum ekki. Bara gaman að fá þetta af stað aftur. ,“ sagði Kristján Helgi Olsen Ævarsson. Hvað er fólk helst að kaupa? „Það er áfengið það klikkar aldrei. Fólk verður að nýta tollinn,“ sagði Kristján. Ófáir fagnaðarfundir fóru fram á Keflavíkurflugvelli í dag þegar ástvinir hittust eftir langa bið. Auður Þráinsdóttir hefur verið nánast innilokuð á Ítalíu í tvo mánuði. „Ég nennti reyndar ekki að fara aftur í sóttkví. Ég er búin að vera alveg lokuð inni í tvo mánuði þannig að við bara komum núna. Það er bara yndislegt,“ sagði Auður Þráinsdóttir. Hvernig er tilfinningin að vera komin heim til Íslands? „Bara æðisleg alltaf gott að koma heim,“ sagði Auður. Gott að geta gengið um án andlitsgrímu Ragnar er búsettur Í London. Þar er flest allt enn lokað og enginn fer neitt án þess að bera andlitsgrímu. Þannig þú ert feginn að koma hingað og geta tekið af þér grímuna? „Algjörlega, er það ekki,“ sagði Ragnar Ingi Arnarsson. Þú fórst í skimun? „Já þeir tóku tvö sýni. Þeir tóku úr koki og nefi. Það var ekkert frábærlega þægilegt að taka úr nefinu. Það var eins og verið væri að pota alveg upp í auga. En þetta fylgir þessu,“ sagði Ragnar. Hér ætlar hann að njóta sumarsins. „Ætli ég fari ekki í Bláa lónið, það er víst afsláttur þar heyri ég,“ sagði Ragnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11 Skimun gengið vel en einum snúið við til London Yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Einum var snúið við á Keflavíkurflugvelli, en hann uppfyllti ekki skilyrði til að fara yfir landamærin. 15. júní 2020 12:36 Skimun gengið vel en einum snúið við til London Yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Einum var snúið við á Keflavíkurflugvelli, en hann uppfyllti ekki skilyrði til að fara yfir landamærin. 15. júní 2020 12:36 Komin heim eftir langa fjarveru: „Ég er ekki búin að sjá börnin mín síðan á jólunum“ Kristín Hannesdóttir var á meðal þeirra farþega sem komu til landsins með flugi Wizz air frá London, en það var fyrsta flugið sem lenti hér á landi eftir að skimun hófst á Keflavíkurflugvelli. 15. júní 2020 13:31 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11
Skimun gengið vel en einum snúið við til London Yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Einum var snúið við á Keflavíkurflugvelli, en hann uppfyllti ekki skilyrði til að fara yfir landamærin. 15. júní 2020 12:36
Skimun gengið vel en einum snúið við til London Yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Einum var snúið við á Keflavíkurflugvelli, en hann uppfyllti ekki skilyrði til að fara yfir landamærin. 15. júní 2020 12:36
Komin heim eftir langa fjarveru: „Ég er ekki búin að sjá börnin mín síðan á jólunum“ Kristín Hannesdóttir var á meðal þeirra farþega sem komu til landsins með flugi Wizz air frá London, en það var fyrsta flugið sem lenti hér á landi eftir að skimun hófst á Keflavíkurflugvelli. 15. júní 2020 13:31