Innlent

Komin heim eftir langa fjar­veru: „Ég er ekki búin að sjá börnin mín síðan á jólunum“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kristín var mjög fegin að vera loksins komin heim.
Kristín var mjög fegin að vera loksins komin heim. Vísir/Frikki

Kristín Hannesdóttir var á meðal þeirra farþega sem komu til landsins með fyrsta millilandafluginu sem lenti hér á landi eftir að skimun hófst á Keflavíkurflugvelli. Hún segist fegin að vera komin til Íslands, þar sem hún hafi ekki hitt börnin sín síðan á jólunum.

Fréttastofa náði tali af Kristínu í morgun þar sem hún var nýkomin út úr flugstöðinni. Þar sagðist hún hafa komið til landsins í gegn um London.

„Þar áður var ég í Bandaríkjunum og Argentínu, þar sem ég fékk Covid.“

Kristín segist hafa beðið færis á að komast til Íslands síðan í mars á þessu ári.

„Ég er ekki búin að sjá börnin mín síðan á jólunum, þannig að ég er mjög spennt að vera komin,“ segir Kristín sem segist ekki hafa leitast eftir því að koma til landsins með vöruflugi. Hún segir það þó mjög góða tilfinningu að vera komin heim.

„Ég alveg ógeðslega spennt,“ segir Kristín. Hún segir að það fyrsta sem hún geri þegar hún hitti börnin verði að knúsa þau og kyssa. Þá segist hún spennt fyrir því að þurfa ekki að vera með grímu og hanska öllum stundum.

Eins segir Kristín það hafa verið afar erfitt að vera svo lengi að heiman á þessum tímum.

„Ég er búin að vera í Bandaríkjunum þar sem voru mótmæli og óeirðir og ég er bara mjög spennt að vera komin heim.“


Tengdar fréttir

Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun

Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London.

Skimun gengið vel en einum snúið við til London

Yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Einum var snúið við á Keflavíkurflugvelli, en hann uppfyllti ekki skilyrði til að fara yfir landamærin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×