Skimun gengið vel en einum snúið við til London Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2020 12:36 Einn Bandaríkjamaður sem kom með flugi Wizz air frá London var sendur til baka með sömu vél. Vísir/Frikki Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Enginn farþega úr þeim tveimur vélum sem komu hingað til lands í dag hafnaði sýnatöku. Einum Bandaríkjamanni var þó vísað úr landi og sendur til Bretlands með sömu vél og hann kom. „Þetta gekk bara vel. Það voru svona sirka 30 manns í hvorri vél sem voru ekki búnir að forskrá sig, og gátu klárað það á vellinum í svona stöndum eða símunum sínum,“ segir Sigurgeir í samtali við Vísi. Sjá einnig: Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Hann segir engan farþega vélanna tveggja hafa hafnað sýnatöku og valið frekar að fara í sóttkví. Einum Bandaríkjamanni var þó vísað frá, þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði þess að fá að koma inn í landið. Hann var farþegi fyrstu vélarinnar sem lenti hér í morgun. „Það var einn sem kom með Wizz air, frá London Luton, og hann uppfyllti ekki kröfur til að fara yfir landamærin. Það var ekkert varðandi sýnatöku eða neitt slíkt,“ segir Sigurgeir. Íbúar ríkja sem ekki eru í Schengen-svæðinu mega ekki koma til Íslands nema hafa dvalarleyfi eða aðra lögmæta ástæðu til þess að koma, og helgast það af ferðatakmörkunum sem settar voru á í Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins, að sögn Sigurgeirs. Maðurinn er farinn aftur til London, með sömu vél og hann kom. Sigurgeir er yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.Mynd/Aðsend Tímamæla sýnatökurnar eftir á Sigurgeir segir allt ferlið hafa gengið smurt og engin röð hafi myndast við sýnatökuhliðin. „Farþegar tóku þessu vel og þetta gekk allt vel. Samvinna heilbrigðisstarfsfólks og annara var mjög góð.“ Gert er ráð fyrir að hver sýnataka taki um tvær til tvær og hálfa mínútu, en Sigurgeir segir að sýnatökur dagsins verði tímamældar með hjálp myndavélabúnaðar á svæðinu. „Þetta eru tíu sýnatökubásar, tveir starfsmenn í hverjum og þeir voru allir opnir.“ Næsta flug hingað til lands er flug Icelandair frá Ósló. Gert er ráð fyrir að sú vél lendi klukkan 14:45. Hér má nálgast nánari upplýsingar um komuflug á Keflavíkurflugvöll. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11 Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Enginn farþega úr þeim tveimur vélum sem komu hingað til lands í dag hafnaði sýnatöku. Einum Bandaríkjamanni var þó vísað úr landi og sendur til Bretlands með sömu vél og hann kom. „Þetta gekk bara vel. Það voru svona sirka 30 manns í hvorri vél sem voru ekki búnir að forskrá sig, og gátu klárað það á vellinum í svona stöndum eða símunum sínum,“ segir Sigurgeir í samtali við Vísi. Sjá einnig: Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Hann segir engan farþega vélanna tveggja hafa hafnað sýnatöku og valið frekar að fara í sóttkví. Einum Bandaríkjamanni var þó vísað frá, þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði þess að fá að koma inn í landið. Hann var farþegi fyrstu vélarinnar sem lenti hér í morgun. „Það var einn sem kom með Wizz air, frá London Luton, og hann uppfyllti ekki kröfur til að fara yfir landamærin. Það var ekkert varðandi sýnatöku eða neitt slíkt,“ segir Sigurgeir. Íbúar ríkja sem ekki eru í Schengen-svæðinu mega ekki koma til Íslands nema hafa dvalarleyfi eða aðra lögmæta ástæðu til þess að koma, og helgast það af ferðatakmörkunum sem settar voru á í Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins, að sögn Sigurgeirs. Maðurinn er farinn aftur til London, með sömu vél og hann kom. Sigurgeir er yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.Mynd/Aðsend Tímamæla sýnatökurnar eftir á Sigurgeir segir allt ferlið hafa gengið smurt og engin röð hafi myndast við sýnatökuhliðin. „Farþegar tóku þessu vel og þetta gekk allt vel. Samvinna heilbrigðisstarfsfólks og annara var mjög góð.“ Gert er ráð fyrir að hver sýnataka taki um tvær til tvær og hálfa mínútu, en Sigurgeir segir að sýnatökur dagsins verði tímamældar með hjálp myndavélabúnaðar á svæðinu. „Þetta eru tíu sýnatökubásar, tveir starfsmenn í hverjum og þeir voru allir opnir.“ Næsta flug hingað til lands er flug Icelandair frá Ósló. Gert er ráð fyrir að sú vél lendi klukkan 14:45. Hér má nálgast nánari upplýsingar um komuflug á Keflavíkurflugvöll.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11 Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11
Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00