Aron Einar og Heimir ræddu ótrúlegt jafntefli Íslands og Portúgal á EM fyrir fjórum árum | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2020 11:00 Íslenska landsliðið komst verulega undir skinnið á Cristiano Ronaldo á þessum degi fyrir fjórum árum. Vísir/Getty Fyrir fjórum árum gerðu Ísland og Portúgal 1-1 jafntefli í fyrsta leik íslenska karlalandsliðsins á stórmóti í fótbolta. Ísland fór alla leið í 8-liða úrslit þar sem liðið tapaði 5-2 gegn Frakklandi á meðan Portúgal stóð uppi sem Evrópumeistari. Knattspyrnusamband Evrópu hefur birt skemmtilegt myndband í tilefni þessa merka leiks en þar eru svipmyndir úr leiknum ásamt ásamt viðtölum við Aron Einar Gunnarsson, Heimi Hallgrímsson og Nani - markaskorara Portúgals í leiknum. Sjá má myndbandið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Það var mikil spenna enda vorum við að undirbúa okkur – á þeim tíma – fyrir stærsta leik í sögu Íslands,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, um tilfinningu leikmanna fyrir leikinn sem fram fór í Saint-Etienne. Aron Einar fagnar eftir ótrúlegan sigur á Englandi á EM í Frakklandi.vísir/vilhelm „Það var lítill fugl sem hvíslaði að manni að mögulega væri Portúgal of stór biti fyrir okkur svo ég held að mikið að fólki hafi óttast að við myndum tapa stórt,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þáverandi þjálfara liðsins, um sína tilfinningu í aðdraganda leiksins. „Við byrjuðum leikinn nokkuð vel og fengum ágætis færi ásamt því að við héldum þeim í skefjum. Við vorum mjög vel undirbúnir fyrir þennan leik enda vissum við hversu mikil ógn stafaði af þessu portúgalska liði,“ sagði Aron Einar jafnframt. Einnig var rætt við Nani – fyrrum leikmann Manchester United – en hann var sáttur með byrjun sína á mótinu. Þó leikurinn hafi ekki farið eins og Portúgalir höfðu ætlast til þá fór mótið í sögubækurnar hjá Portúgal þar sem liðið stóð uppi sem sigurvegari eftir 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleik. „Þetta stig gaf okkur mikið sjálfstraust og við gátum byggt á því. Þetta var líklega mikilvægasti leikurinn okkar á öllu mótinu þar sem við höfðum aldrei áður verið á stórmóti og vissum ekki hversu sterkir við værum á því sviði,“ sagði Heimir að lokum. Klippa: Upprifjun: Ísland - Portúgal á EM 2016 Fótbolti Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Fyrir fjórum árum gerðu Ísland og Portúgal 1-1 jafntefli í fyrsta leik íslenska karlalandsliðsins á stórmóti í fótbolta. Ísland fór alla leið í 8-liða úrslit þar sem liðið tapaði 5-2 gegn Frakklandi á meðan Portúgal stóð uppi sem Evrópumeistari. Knattspyrnusamband Evrópu hefur birt skemmtilegt myndband í tilefni þessa merka leiks en þar eru svipmyndir úr leiknum ásamt ásamt viðtölum við Aron Einar Gunnarsson, Heimi Hallgrímsson og Nani - markaskorara Portúgals í leiknum. Sjá má myndbandið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Það var mikil spenna enda vorum við að undirbúa okkur – á þeim tíma – fyrir stærsta leik í sögu Íslands,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, um tilfinningu leikmanna fyrir leikinn sem fram fór í Saint-Etienne. Aron Einar fagnar eftir ótrúlegan sigur á Englandi á EM í Frakklandi.vísir/vilhelm „Það var lítill fugl sem hvíslaði að manni að mögulega væri Portúgal of stór biti fyrir okkur svo ég held að mikið að fólki hafi óttast að við myndum tapa stórt,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þáverandi þjálfara liðsins, um sína tilfinningu í aðdraganda leiksins. „Við byrjuðum leikinn nokkuð vel og fengum ágætis færi ásamt því að við héldum þeim í skefjum. Við vorum mjög vel undirbúnir fyrir þennan leik enda vissum við hversu mikil ógn stafaði af þessu portúgalska liði,“ sagði Aron Einar jafnframt. Einnig var rætt við Nani – fyrrum leikmann Manchester United – en hann var sáttur með byrjun sína á mótinu. Þó leikurinn hafi ekki farið eins og Portúgalir höfðu ætlast til þá fór mótið í sögubækurnar hjá Portúgal þar sem liðið stóð uppi sem sigurvegari eftir 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleik. „Þetta stig gaf okkur mikið sjálfstraust og við gátum byggt á því. Þetta var líklega mikilvægasti leikurinn okkar á öllu mótinu þar sem við höfðum aldrei áður verið á stórmóti og vissum ekki hversu sterkir við værum á því sviði,“ sagði Heimir að lokum. Klippa: Upprifjun: Ísland - Portúgal á EM 2016
Fótbolti Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira