Aron Einar og Heimir ræddu ótrúlegt jafntefli Íslands og Portúgal á EM fyrir fjórum árum | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2020 11:00 Íslenska landsliðið komst verulega undir skinnið á Cristiano Ronaldo á þessum degi fyrir fjórum árum. Vísir/Getty Fyrir fjórum árum gerðu Ísland og Portúgal 1-1 jafntefli í fyrsta leik íslenska karlalandsliðsins á stórmóti í fótbolta. Ísland fór alla leið í 8-liða úrslit þar sem liðið tapaði 5-2 gegn Frakklandi á meðan Portúgal stóð uppi sem Evrópumeistari. Knattspyrnusamband Evrópu hefur birt skemmtilegt myndband í tilefni þessa merka leiks en þar eru svipmyndir úr leiknum ásamt ásamt viðtölum við Aron Einar Gunnarsson, Heimi Hallgrímsson og Nani - markaskorara Portúgals í leiknum. Sjá má myndbandið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Það var mikil spenna enda vorum við að undirbúa okkur – á þeim tíma – fyrir stærsta leik í sögu Íslands,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, um tilfinningu leikmanna fyrir leikinn sem fram fór í Saint-Etienne. Aron Einar fagnar eftir ótrúlegan sigur á Englandi á EM í Frakklandi.vísir/vilhelm „Það var lítill fugl sem hvíslaði að manni að mögulega væri Portúgal of stór biti fyrir okkur svo ég held að mikið að fólki hafi óttast að við myndum tapa stórt,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þáverandi þjálfara liðsins, um sína tilfinningu í aðdraganda leiksins. „Við byrjuðum leikinn nokkuð vel og fengum ágætis færi ásamt því að við héldum þeim í skefjum. Við vorum mjög vel undirbúnir fyrir þennan leik enda vissum við hversu mikil ógn stafaði af þessu portúgalska liði,“ sagði Aron Einar jafnframt. Einnig var rætt við Nani – fyrrum leikmann Manchester United – en hann var sáttur með byrjun sína á mótinu. Þó leikurinn hafi ekki farið eins og Portúgalir höfðu ætlast til þá fór mótið í sögubækurnar hjá Portúgal þar sem liðið stóð uppi sem sigurvegari eftir 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleik. „Þetta stig gaf okkur mikið sjálfstraust og við gátum byggt á því. Þetta var líklega mikilvægasti leikurinn okkar á öllu mótinu þar sem við höfðum aldrei áður verið á stórmóti og vissum ekki hversu sterkir við værum á því sviði,“ sagði Heimir að lokum. Klippa: Upprifjun: Ísland - Portúgal á EM 2016 Fótbolti Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Sjá meira
Fyrir fjórum árum gerðu Ísland og Portúgal 1-1 jafntefli í fyrsta leik íslenska karlalandsliðsins á stórmóti í fótbolta. Ísland fór alla leið í 8-liða úrslit þar sem liðið tapaði 5-2 gegn Frakklandi á meðan Portúgal stóð uppi sem Evrópumeistari. Knattspyrnusamband Evrópu hefur birt skemmtilegt myndband í tilefni þessa merka leiks en þar eru svipmyndir úr leiknum ásamt ásamt viðtölum við Aron Einar Gunnarsson, Heimi Hallgrímsson og Nani - markaskorara Portúgals í leiknum. Sjá má myndbandið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Það var mikil spenna enda vorum við að undirbúa okkur – á þeim tíma – fyrir stærsta leik í sögu Íslands,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, um tilfinningu leikmanna fyrir leikinn sem fram fór í Saint-Etienne. Aron Einar fagnar eftir ótrúlegan sigur á Englandi á EM í Frakklandi.vísir/vilhelm „Það var lítill fugl sem hvíslaði að manni að mögulega væri Portúgal of stór biti fyrir okkur svo ég held að mikið að fólki hafi óttast að við myndum tapa stórt,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þáverandi þjálfara liðsins, um sína tilfinningu í aðdraganda leiksins. „Við byrjuðum leikinn nokkuð vel og fengum ágætis færi ásamt því að við héldum þeim í skefjum. Við vorum mjög vel undirbúnir fyrir þennan leik enda vissum við hversu mikil ógn stafaði af þessu portúgalska liði,“ sagði Aron Einar jafnframt. Einnig var rætt við Nani – fyrrum leikmann Manchester United – en hann var sáttur með byrjun sína á mótinu. Þó leikurinn hafi ekki farið eins og Portúgalir höfðu ætlast til þá fór mótið í sögubækurnar hjá Portúgal þar sem liðið stóð uppi sem sigurvegari eftir 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleik. „Þetta stig gaf okkur mikið sjálfstraust og við gátum byggt á því. Þetta var líklega mikilvægasti leikurinn okkar á öllu mótinu þar sem við höfðum aldrei áður verið á stórmóti og vissum ekki hversu sterkir við værum á því sviði,“ sagði Heimir að lokum. Klippa: Upprifjun: Ísland - Portúgal á EM 2016
Fótbolti Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Sjá meira