Reiði vegna viðtals um landamæraefirlitsbíl: „Ekki ætlunin hjá lögreglunni að tiltaka tvö þjóðerni“ Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 14:09 Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Tryggvi Páll Landamæralit lögreglunnar beinist að öllum þjóðernum sem lögreglunni er skylt að hafa eftirlit með að sögn Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Mikil umræða hefur skapast um frétt á vef Ríkisútvarpsins þar sem fjallað var um eftirlitið og sérstaklega tilgreint eftirlit með Albönum og Rúmenum. Í fréttinni var farið yfir tilkomu sérhannaðs bíls sem sinnir landamæraeftirliti og hvernig hann verður nýttur. Þá kemur einnig fram að frá því að bíllinn hafi verið tekinn í notkun um miðjan maí hafi um það bil hundrað manns verið teknir til athugunar, en aðeins átta reyndust vera hér ólöglega. Halla segir lögregluþjóninn sem var til viðtals hafa talið upp fleiri ríki en þessi tvö hafi verið tekin sem dæmi. Þetta séu vissulega þjóðerni sem eftirlit er haft með en þau hafi „afskipti af miklu fleirum“. „Hann taldi upp fullt af þriðja ríkis borgurum en fréttamaðurinn velur að setja tvo sem dæmi, en það eru bara miklu fleiri sem eru í þessu innra eftirliti þótt það komi ekki fram í fréttinni. Það var ekki ætlunin hjá lögreglunni að tiltaka einhver tvö þjóðerni,“ segir Halla Bergþóra í samtali við Vísi. „Þetta er verkefni lögreglu, að hafa eftirlit með útlendingum, og þetta innra eftirlit er skylda okkar vegna Schengen-reglna. Þetta er hluti af því.“ Hún segir bílinn aðallega hugsaðan til þess að sinna landamæraeftirliti og auðvelda framkvæmdina. Nefnir hún þar til að mynda eftirlit á Reykjavíkurflugvelli og eftirlit með skemmtiferðaskipum, sem verði „aðalstarf“ bílsins. „Svo getur hann líka nýst í innra landamæraeftirliti. Þetta er bara samkvæmt Schengen-reglunum.“ „Afhjúpandi fyrir ömurlega stefnu stjórnvalda í garð útlendinga“ Umrædd frétt hefur vakið mikla reiði á samfélagsmiðlum, þá sérstaklega orðalagið og það að fólk sé „tekið upp í bílinn“ til þess að athuga hvort það sé hér löglega. Þannig sé fólk valið eftir útliti sínu og þannig athugað hvort þau séu Íslendingar eða ekki, sem sé svokallað racial profiling. Í viðtalinu kemur einnig fram að ekki hafi verið unnt að senda fólk úr landi vegna kórónuveirufaraldursins, en við afléttingu ferðatakmarkana verði „hnippt í þá“ og þeim „ýtt út“. Djöfull er þetta viðbjóðslegt og afhjúpandi fyrir ömurlega stefnu stjórnvalda í garð útlendinga:„Ég vænti þess að við munum finna fleiri,“Eins stöðvi lögreglan „bíla með Albönum eða Rúmenum.”„Þá hnippum við í þá og ýtum þeim út.“https://t.co/VD6Jlwiq8l— 🌏🌹 óskar steinn 🌹🌍 (@oskasteinn) June 13, 2020 Það er svo ógeðslegt að skynja tilhlökkunina hjá lögreglu í þessari frétt. pic.twitter.com/B7ALolc1iH— Heiður Anna (@heiduranna) June 13, 2020 Þetta er svo ómanneskjulegt að mér blöskrar pic.twitter.com/2tLIM3bBef— Girl Boss Bríet (@thvengur) June 13, 2020 Þetta er fullkomlega eðlilegt. Engin tímaskekkja hér 😃 bara verið að framfylgja lögum. Vá muniði þegar löggan gerði tiktok dansinn 🤗 pic.twitter.com/rAVeBks5at— Jökull Baldursson (@jokullbald) June 13, 2020 Eins stöðvi lögreglan „bíla með Albönum eða Rúmenum. Þá athugum við hvort þeir séu þeir sem þeir segjast vera,“ segir Jóhann. Sorry en er þetta ekki racial profiling?Viðbjóðurhttps://t.co/sHjV0nFOIH— AronKenobi (@aronkenobi) June 13, 2020 Hellað viðtal á RÚV við yfirmann hjá löggunni þar sem hann lýsir því óhugnanlega hreinskilnislega hvernig löggan dregur fólk í dilka eftir þjóðerni, stundar racial profiling, þvert á alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist https://t.co/DsDSEazhEk pic.twitter.com/Cm3YMiSL4N— Jóhann Páll (@JPJohannsson) June 13, 2020 Skil núna af hverju stjórnvöld voga sér ekki að gagnrýna BNA, við erum með eigin ICE https://t.co/4G1yBpBDIM— Isabel (@islandsbel) June 13, 2020 Alveg þokkalega ömurlegt að íslenska lögreglan™ sé að stunda virkilega gróft racial profiling, en á sama tíma þykjast vera á móti rasisma... https://t.co/4vCu5bLK7f— snorri🌹 (@thrahyggja) June 13, 2020 talandi um kerfisbundinn rasisma... https://t.co/fTxvjlEQBH— Eygló Hilmarsdóttir (@eyglohilmars) June 13, 2020 Lögreglan Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Landamæralit lögreglunnar beinist að öllum þjóðernum sem lögreglunni er skylt að hafa eftirlit með að sögn Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Mikil umræða hefur skapast um frétt á vef Ríkisútvarpsins þar sem fjallað var um eftirlitið og sérstaklega tilgreint eftirlit með Albönum og Rúmenum. Í fréttinni var farið yfir tilkomu sérhannaðs bíls sem sinnir landamæraeftirliti og hvernig hann verður nýttur. Þá kemur einnig fram að frá því að bíllinn hafi verið tekinn í notkun um miðjan maí hafi um það bil hundrað manns verið teknir til athugunar, en aðeins átta reyndust vera hér ólöglega. Halla segir lögregluþjóninn sem var til viðtals hafa talið upp fleiri ríki en þessi tvö hafi verið tekin sem dæmi. Þetta séu vissulega þjóðerni sem eftirlit er haft með en þau hafi „afskipti af miklu fleirum“. „Hann taldi upp fullt af þriðja ríkis borgurum en fréttamaðurinn velur að setja tvo sem dæmi, en það eru bara miklu fleiri sem eru í þessu innra eftirliti þótt það komi ekki fram í fréttinni. Það var ekki ætlunin hjá lögreglunni að tiltaka einhver tvö þjóðerni,“ segir Halla Bergþóra í samtali við Vísi. „Þetta er verkefni lögreglu, að hafa eftirlit með útlendingum, og þetta innra eftirlit er skylda okkar vegna Schengen-reglna. Þetta er hluti af því.“ Hún segir bílinn aðallega hugsaðan til þess að sinna landamæraeftirliti og auðvelda framkvæmdina. Nefnir hún þar til að mynda eftirlit á Reykjavíkurflugvelli og eftirlit með skemmtiferðaskipum, sem verði „aðalstarf“ bílsins. „Svo getur hann líka nýst í innra landamæraeftirliti. Þetta er bara samkvæmt Schengen-reglunum.“ „Afhjúpandi fyrir ömurlega stefnu stjórnvalda í garð útlendinga“ Umrædd frétt hefur vakið mikla reiði á samfélagsmiðlum, þá sérstaklega orðalagið og það að fólk sé „tekið upp í bílinn“ til þess að athuga hvort það sé hér löglega. Þannig sé fólk valið eftir útliti sínu og þannig athugað hvort þau séu Íslendingar eða ekki, sem sé svokallað racial profiling. Í viðtalinu kemur einnig fram að ekki hafi verið unnt að senda fólk úr landi vegna kórónuveirufaraldursins, en við afléttingu ferðatakmarkana verði „hnippt í þá“ og þeim „ýtt út“. Djöfull er þetta viðbjóðslegt og afhjúpandi fyrir ömurlega stefnu stjórnvalda í garð útlendinga:„Ég vænti þess að við munum finna fleiri,“Eins stöðvi lögreglan „bíla með Albönum eða Rúmenum.”„Þá hnippum við í þá og ýtum þeim út.“https://t.co/VD6Jlwiq8l— 🌏🌹 óskar steinn 🌹🌍 (@oskasteinn) June 13, 2020 Það er svo ógeðslegt að skynja tilhlökkunina hjá lögreglu í þessari frétt. pic.twitter.com/B7ALolc1iH— Heiður Anna (@heiduranna) June 13, 2020 Þetta er svo ómanneskjulegt að mér blöskrar pic.twitter.com/2tLIM3bBef— Girl Boss Bríet (@thvengur) June 13, 2020 Þetta er fullkomlega eðlilegt. Engin tímaskekkja hér 😃 bara verið að framfylgja lögum. Vá muniði þegar löggan gerði tiktok dansinn 🤗 pic.twitter.com/rAVeBks5at— Jökull Baldursson (@jokullbald) June 13, 2020 Eins stöðvi lögreglan „bíla með Albönum eða Rúmenum. Þá athugum við hvort þeir séu þeir sem þeir segjast vera,“ segir Jóhann. Sorry en er þetta ekki racial profiling?Viðbjóðurhttps://t.co/sHjV0nFOIH— AronKenobi (@aronkenobi) June 13, 2020 Hellað viðtal á RÚV við yfirmann hjá löggunni þar sem hann lýsir því óhugnanlega hreinskilnislega hvernig löggan dregur fólk í dilka eftir þjóðerni, stundar racial profiling, þvert á alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist https://t.co/DsDSEazhEk pic.twitter.com/Cm3YMiSL4N— Jóhann Páll (@JPJohannsson) June 13, 2020 Skil núna af hverju stjórnvöld voga sér ekki að gagnrýna BNA, við erum með eigin ICE https://t.co/4G1yBpBDIM— Isabel (@islandsbel) June 13, 2020 Alveg þokkalega ömurlegt að íslenska lögreglan™ sé að stunda virkilega gróft racial profiling, en á sama tíma þykjast vera á móti rasisma... https://t.co/4vCu5bLK7f— snorri🌹 (@thrahyggja) June 13, 2020 talandi um kerfisbundinn rasisma... https://t.co/fTxvjlEQBH— Eygló Hilmarsdóttir (@eyglohilmars) June 13, 2020
Lögreglan Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira