Innlent

Allir þurfa að vera með andlitsgrímur

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi við blaðamenn í dag um skimunina sem hefst á mánudaginn.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi við blaðamenn í dag um skimunina sem hefst á mánudaginn. Vísir/Baldur

Dómsmálaráðherra segir að fleiri ferðamenn virðist vera væntanlegir til landsins næstu tvær vikurnar en búist var við. Allir farþegar sem koma til Íslands þurfa að vera með andlitsgrímur á leið til landsins og í Leifsstöð.

Frá og með mánudeginum geta ferðamenn innan Schengen svæðisins komið til Íslands. Einhver bið er þó á því að ferðamenn utan svæðisins fái að koma til landsins. 

„Við stefnum að byrja að skima einhver ríki utan Schengen 1. júlí. Það er auðvitað bara margir þættir sem þarf að hafa inni í þeirri mynd. Það er bæði skimunargeta okkar dagsdaglega. Það virðast nú vera að koma fleiri kannski en við bjuggumst við núna fyrstu tvær vikurnar eftir 15. júní. Það er líka hvað til dæmis eins og Bandaríkjamenn ætla að gera sem við erum kannski auðvitað að horfa mest til sem þjóð sem ferðast talsvert hingað til lands,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kynnti nýja reglu sem tekur gildi í Leifsstöð frá og með mánudeginum „Samkvæmt leiðbeiningum Sóttvarnarstofnunar Evrópu og Flugöryggisráðs Evrópu þá munu farþegar til Íslands verða beðnir um að vera með andlitsgrímur á ferð sinni til landsins og innan Leifsstöðvar.“

Ælta að prófa að skima farþega um borð í Norrænu

Nú er verið að útfæra skimanir á farþegum sem koma með Norrænu en þegar sumaráætlun tekur gildi stoppar ferjan aðeins í tvær og hálfa klukkustund á Seyðisfirði. 

„Á mánudaginn fer hópur frá Reykjavík til Egilsstaða þar sem að fleiri heilbrigðisstarfsmenn verða sóttir. Fljúga til Færeyja og sigla svo með ferjunni heim og gera prufu á þessu verkefni að taka sýnin um borð um ferjunni á leiðinni heim. Sem gæti verið lausnin fyrir okkur til að geta afgreitt þetta allt á góðum tíma,“ segir Víðir.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×