Innlent

Gætu þurft að beita hörðum aðgerðum gegn þeim sem hlýða ekki fyrirmælum vegna skimana á landamærum

Andri Eysteinsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundinum í dag.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundinum í dag. Lögreglan

Vettvangsprófanir verða gerðar á næstu dögum í tengslum við undirbúning fyrir skimun fyrir COVID-19 á landamærum. Það væri lögreglumál og gæti þurft að beita hörðum aðgerðum gegn þeim sem neita að hlíta fyrirmælum yfirvalda og þeim reglum sem gilda þegar komið er til landsins.

Farþegum sem koma til landsins eftir 15. júní verður líkt og kunnugt er gefinn kostur á að fara í sýnatöku vegna COVID-19 í staðinn fyrir 14 daga sóttkví. Undirbúningur fyrir skimun á landamærum er í fullum gangi en aðeins rétt rúm vika er til stefnu. Undirbúningi miðar vel áfram að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

„Núna næstu viku fara fram vettvangsprófanir og menn munu kanna alla ferla á Keflavíkurflugvelli. Útfærslan verður á landsvísu svo þetta verðru líka útfært með heilsugæslu Austurlands hvað varðar Norrænu.

Menn munu reyna að vera eins vel undirbúnir og mögulegt er þegar að því kemur.

Farþegum ber skylda til að fylla út forskráningarform áður en komið er til landsins þar sem meðal annars skal skrá dvalartíma og dvalarstað. Þá er farþegum gerð grein fyrir því að við komuna til landsins beri þeim að velja milli þess að sæta tveggja vikna sóttkví eða fara í sýnatöku. En hvert er ferlið varðandi þá, sem kjósa að fara ekki í sýnatöku en hugsanlega munu ekki hlýta fyrirmælum um sóttkví, ef upp koma slík tilfelli?

Ég get nú kannski ekki alveg svarað því nákvæmlega, það er þá bara lögrelgumál ef menn neita að fara eftir öllu. Ferðamönnum á að vera þetta ljóst áður en þeir koma. Það er spurningin hvað menn gera í framhaldi af því, það gæti þurft að beita hörðum aðgerðum á þá einstaklinga sem neita að hlýða fyrirmælum yfirvalda og lögreglu á landamærum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×