Íhuga skaðabótamál gegn borginni vegna stuðningsfulltrúans Sylvía Hall og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 12. júní 2020 17:03 Landsréttur fjallaði um kæru lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag en komst ekki að niðurstöðu. vísir/vilhelm Landsréttur dæmdi Guðmund Ellert Björnsson í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur börnum á miðvikudag. Guðmundur Ellert starfaði á þeim tíma sem brotin voru framin sem stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur. Brotin sem hann var ákærður fyrir tengdust þó ekki þeim störfum. Landsréttur sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjaness þar sem hann var sýknaður í júlí 2018. Guðmundur var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum sem og nauðganir, en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi. Þá voru brot hans gegn tveimur brotaþolum ítrekuð og stóðu yfir í langan tíma. Í dómi Landsréttar segir að hann hafi í öllum tilvikum nýtt sér yfirburðastöðu sína sem fullorðinn einstaklingur og voru brotin alvarleg, beindust gegn mikilvægum hagsmunum og voru til þess fallin að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Sævar Þór Jónsson, lögmaður brotaþola, segir það vera til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn borginni vegna málsins.Vísir Sævar Þór Jónsson, lögmaður brotaþola segir að um afar erfiða þrautagöngu hafi verið að ræða. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað en lögmaðurinn skoðar nú hvort kröfur verði sóttar til borgarinnar. Skoða þurfi hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir skaðann ef gripið hefði verið fyrr í taumana. Lögregla og Barnaverndarnefnd hafa viðurkennt mistök og beðist afsökunar að sögn Sævars. Málið vakti mikla athygli þegar það kom fyrst upp meðal annars vegna þess að Guðmundur var ekki handtekinn fyrr en mörgum mánuðum eftir að lögreglu barst kæra á hendur hans haustið 2017. Hann var handtekinn í janúar 2018 en á þeim tíma sem leið þar á milli starfaði hann áfram með börnum. Guðmundur hafði áður verið tilkynntur fyrir brot af svipuðu meiði árið 2008. Hann starfaði um árabil með börnum hjá Barnavernd Reykjavíkur. Í kjölfar þess að ákærur á hendur honum bárust breytti Barnavernd Reykjavíkur verkferlum sínum og bauð fyrrverandi skjólstæðingum mannsins í viðtal til að ganga úr skugga um hvort þeir hefðu orðið fyrir ofbeldi af hendi hans eða vissu af ofbeldi hans gegn öðrum. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að Guðmundur hafi verið sakfelldur fyrir brot gegn fjórum börnum en hann var sakfelldur fyrir brot gegn þremur börnum. Dómsmál Barnavernd Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
Landsréttur dæmdi Guðmund Ellert Björnsson í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur börnum á miðvikudag. Guðmundur Ellert starfaði á þeim tíma sem brotin voru framin sem stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur. Brotin sem hann var ákærður fyrir tengdust þó ekki þeim störfum. Landsréttur sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjaness þar sem hann var sýknaður í júlí 2018. Guðmundur var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum sem og nauðganir, en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi. Þá voru brot hans gegn tveimur brotaþolum ítrekuð og stóðu yfir í langan tíma. Í dómi Landsréttar segir að hann hafi í öllum tilvikum nýtt sér yfirburðastöðu sína sem fullorðinn einstaklingur og voru brotin alvarleg, beindust gegn mikilvægum hagsmunum og voru til þess fallin að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Sævar Þór Jónsson, lögmaður brotaþola, segir það vera til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn borginni vegna málsins.Vísir Sævar Þór Jónsson, lögmaður brotaþola segir að um afar erfiða þrautagöngu hafi verið að ræða. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað en lögmaðurinn skoðar nú hvort kröfur verði sóttar til borgarinnar. Skoða þurfi hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir skaðann ef gripið hefði verið fyrr í taumana. Lögregla og Barnaverndarnefnd hafa viðurkennt mistök og beðist afsökunar að sögn Sævars. Málið vakti mikla athygli þegar það kom fyrst upp meðal annars vegna þess að Guðmundur var ekki handtekinn fyrr en mörgum mánuðum eftir að lögreglu barst kæra á hendur hans haustið 2017. Hann var handtekinn í janúar 2018 en á þeim tíma sem leið þar á milli starfaði hann áfram með börnum. Guðmundur hafði áður verið tilkynntur fyrir brot af svipuðu meiði árið 2008. Hann starfaði um árabil með börnum hjá Barnavernd Reykjavíkur. Í kjölfar þess að ákærur á hendur honum bárust breytti Barnavernd Reykjavíkur verkferlum sínum og bauð fyrrverandi skjólstæðingum mannsins í viðtal til að ganga úr skugga um hvort þeir hefðu orðið fyrir ofbeldi af hendi hans eða vissu af ofbeldi hans gegn öðrum. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að Guðmundur hafi verið sakfelldur fyrir brot gegn fjórum börnum en hann var sakfelldur fyrir brot gegn þremur börnum.
Dómsmál Barnavernd Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48