Innlent

Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Landsréttur
Landsréttur FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. RÚV greinir frá því í kvöld að maðurinn hafi verið dæmdur í Landsrétti fyrir þrjú af þessum fimm brotum og að dómurinn verði birtur á morgun á vef Landsréttar.

Málið kom upp í janúar 2018 og vakti meðal annars athygli vegna þess að maðurinn var ekki handtekinn fyrr en mörgum mánuðum eftir að lögreglu barst kæra í málinu. Hann var kærður til lögreglu haustið 2017 en þar til hann var handtekinn hélt hann áfram að vinna með börnum.

Maðurinn hafði verið tilkynntur fyrir brot af svipuðu meiði áður árið 2008. Hann var þá árið 2018 ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og nauðganir en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi.

Stuðningsfulltrúinn starfaði um árabil með börnum hjá Barnavernd Reykjavíkur. Meint brot hans beindust ekki að börnum sem hann starfaði með heldur sem hann kynntist í gegnum fjölskyldu eða vini.

Í kjölfar málsins breytti Barnavernd Reykjavíkur verkferlum sínum og bauð fyrrverandi skjólstæðingum mannsins í viðtal til að ganga úr skugga um hvort þeir hefðu orðið fyrir ofbeldi af hendi mannsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.