Atli Viðar um frestunina í Víkinni: „Sorglegt að þeir geri þetta í dag“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júní 2020 07:30 Davíð Örn Atlason í leik í Víkinni á síðustu leiktíð. vísir/bára Atli Viðar Björnsson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna, segir ákvörðun Víkinga sorglega en þeir ákváðu að fresta leik sínum við Fjölni um einn dag þegar fjórir dagar voru í leikinn. Tilkynnt var um það í gær að leikur Víkingur og Fjölnis fer fram á mánudagskvöldið en ekki sunnudag og við sama tilefni var leikur FH og HK færður síðar um kvöldið. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkinga, sagði í samtali við Vísi í gær að þetta væri svo Víkingar kæmu fleira fólki á völlinn en það hefur legið lengi fyrir ekki að einungis 200 hefðu mátt vera í hverju hólfi á sunnudag svo ákvörðunin kom á óvart. „Mér finnst þetta óskiljanlegt að þetta sé að gerast í dag. Þetta var í umræðunni fyrir 2-3 vikum síðan þegar þríeykið tilkynnti að það væri farið upp í 50 manns á þessum degi. Þá hefði ákvörðunin átt að liggja fyrir á tveimur eða þremur dögum hvort að ætti að gera þetta eða ekki,“ sagði Atli Viðar um ákvörðunina. Markahrókurinn hélt áfram. „Bara fyrir þjálfaranna. Þú ert að undirbúa liðið í heila viku. Nú eru fjórir dagar í leik og þú ert búinn að tilkynna hvernig þú ætlar að gera þetta. Nú kemur einn auka dagur. Mér finnst þetta rosalega sorglegt að þeir geri þetta í dag og allt að því vanvirðing við allt.“ Annar spekingur þáttarins í gær, Tómas Ingi Tómasson, notaði það orð sem hefur líklega verið hvað mest notað að undanförnu til að lýsa stöðunni. „Mér finnst þetta fordæmalaust,“ sagði Tómas Ingi í léttum tón. „Ég ætla að nota þetta orð í hverjum einasta þætti en þetta er rosalega skrýtið. Ég bjóst við að öllu yrði seinkað til fimmtánda. Það er eina vitið, því þá komast nógu margir á alla velli.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-upphitun: Víkingur - Fjölnir frestað Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Atli Viðar Björnsson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna, segir ákvörðun Víkinga sorglega en þeir ákváðu að fresta leik sínum við Fjölni um einn dag þegar fjórir dagar voru í leikinn. Tilkynnt var um það í gær að leikur Víkingur og Fjölnis fer fram á mánudagskvöldið en ekki sunnudag og við sama tilefni var leikur FH og HK færður síðar um kvöldið. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkinga, sagði í samtali við Vísi í gær að þetta væri svo Víkingar kæmu fleira fólki á völlinn en það hefur legið lengi fyrir ekki að einungis 200 hefðu mátt vera í hverju hólfi á sunnudag svo ákvörðunin kom á óvart. „Mér finnst þetta óskiljanlegt að þetta sé að gerast í dag. Þetta var í umræðunni fyrir 2-3 vikum síðan þegar þríeykið tilkynnti að það væri farið upp í 50 manns á þessum degi. Þá hefði ákvörðunin átt að liggja fyrir á tveimur eða þremur dögum hvort að ætti að gera þetta eða ekki,“ sagði Atli Viðar um ákvörðunina. Markahrókurinn hélt áfram. „Bara fyrir þjálfaranna. Þú ert að undirbúa liðið í heila viku. Nú eru fjórir dagar í leik og þú ert búinn að tilkynna hvernig þú ætlar að gera þetta. Nú kemur einn auka dagur. Mér finnst þetta rosalega sorglegt að þeir geri þetta í dag og allt að því vanvirðing við allt.“ Annar spekingur þáttarins í gær, Tómas Ingi Tómasson, notaði það orð sem hefur líklega verið hvað mest notað að undanförnu til að lýsa stöðunni. „Mér finnst þetta fordæmalaust,“ sagði Tómas Ingi í léttum tón. „Ég ætla að nota þetta orð í hverjum einasta þætti en þetta er rosalega skrýtið. Ég bjóst við að öllu yrði seinkað til fimmtánda. Það er eina vitið, því þá komast nógu margir á alla velli.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-upphitun: Víkingur - Fjölnir frestað
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira