Brunaeftirlitsmenn neita að láta flytja sig hreppaflutningum norður á Sauðárkrók Jakob Bjarnar skrifar 10. júní 2020 10:30 Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra er ekki í miklu uppáhaldi meðal slökkviliðsmanna nú þessi dægrin. visir/vilhelm Til stendur að flytja einingu innan Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) sem sinnir skipulagningu brunaeftirlits norður á Sauðárkrók. Sex menn, sem búa yfir sérþekkingu á brunamálum og starfa í deildinni eru allir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Enginn þeirra ætlar að flytja búferlum til Sauðárkróks sem þeim er ætlað að gera. Veruleg ólga er vegna málsins og hefur Magnús Smári Smárason formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna þungar áhyggjur af því að þarna sé að fara fyrir lítið mannauður og sérþekking í mikilvægum málaflokki. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra tilkynnti þann 28. maí 2020 að hann vilji ráðast í margþættar aðgerðir til þess að efla umgjörð brunamála og brunavarna á Íslandi. Með þessu segist hann vera að bregðast við ábendingum í nýrri skýrslu um málaflokkinn. Heimildarmenn Vísis nefna flestir að málinu svipi til þess þegar til stóð að flytja Fiskistofu til Akureyrar og mikil styr stóð um. Málinu lauk með því að ráðherra rann á rassinn með flutninginn á þeirri stofnun norður. Stofnunin er þar staðsett en starfsmönnum var ekki gert að flytja. Ein aðgerðanna felst í að fjölga starfsmönnum sem sinna brunavörnum, en þær heyra undir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) eftir sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar um síðustu áramót. Breytingarnar fela einnig í sér að sú eining sem sinnir skipulagningu brunaeftirlits mun færast til innan stofnunarinnar og verður framvegis hýst á starfsstöð HMS á Sauðárkróki. Pólitísk ákvörðun en tæplega fagleg Í dag starfa innan þessarar deildar sex einstaklingar sem búa og starfa allir hér í Reykjavík. Þeim hefur verið boðið að flytja norður en að öðrum kosti verður staða þeirra lögð niður hér í Reykjavík. Enginn þessara starfsmanna ætlar sé að fara norður. Sem setur allt málið í uppnám. Þeir sem Vísir hefur rætt við segja þetta pólitíska ákvörðun, þá í þeirri meiningu að Ásmundur Einar vilji flytja þessa deild heim í hérað, í sitt kjördæmi. Og þó sú staða hefði verið uppi að allir sex starfsmenn deildarinnar vildu fara norður, þá eru áhöld um hvort þar sé aðstaða til að hýsa starfsemina. Magnús Smári hefur af því þungar áhyggjur að með þeim mönnum sem nú stefnir í að hætti hjá stofnuninni hverfi mikil þekking sem hægara er sagt en gert að vinna upp. Magnús Smári hjá Landsambandinu segir þetta verulegt áhyggjuefni. Málaflokkurinn hafi verið í nokkrum ólestri þar til Davíð Sigurður Snorrason verkfræðingur var ráðinn til að hafa umsjá með starfinu. „Hann kom af krafti inn í þetta starf. Undir þessari stofnun er rekinn Brunamálaskólinn sem sér um alla þjálfun og menntun slökkviliðsmanna. Bæði atvinnuslökkviliðsmönnum og þeirra sem sinna þessu í hlutastarfi. Það hefur verið lengi viðurkennt að það þyrfti að efla þann skóla og færa til nútímans. Við vorum komnir á gott ról í því með Davíð,“ segir Magnús. Mikið starf sagt fara í vaskinn Magnús segir stöðuna sem upp er komin verulegt áhyggjuefni og segir það helst minna á Fiskistofumálið sem mikið var fjallað um á sínum tíma, sem ráðherra vildi flytja til Akureyrar en varð að bakka með á sínum tíma eftir mikil mótmæli. Eldur á Hvaleyrarbraut Hafnarfirði árið 2018. Enginn þeirra sex sem ætlað er að fara norður til Sauðárkróks hyggst flytja þangað búferlum.visir/vilhelm „Þetta er pólitísk ákvörðun sem er tekin. Við höfum áhyggjur af því að missa mannauðinn. Dýrmætur og sérstaklega má nefna Davíð Snorrason í því samhengi. Hefur tekið fast á málefnum sem snúa að okkur. Við höfum átt mjög gott samstarf við hann.“ Magnús lýsir hinu mikla starfi sem hefur verið unnið að undanförnu í því sem snýr að stefnumótun og undirbúningi. „Búið að rífa mótorinn í sundur og menn eru rétt byrjaðir að setja hann saman, en nú eiga þeir að fara frá og einhverir aðrir að setja hann saman. Ég hef áhyggjur af að öll sú undirbúningsvinna sem við höfum lagt í muni glatast við þetta. Þessi færsla er gerð á tíma sem væri betur nýttur til að koma hlutum í framkvæmd. Með flutning Fiskistofu og slíkt, reynslan sýnir að það tekur tíma fyrir svona stofnun að finna mannauð. Og ég veit ekki hvernig er með húsnæði og mannskap með þekkingu á Sauðárkróki.“ Vísir ræddi jafnframt við Davíð Snorrason sem kaus á þessu stigi máls að tjá sig ekki um málið nema hann sagði: „Ég er allaveganna ekki að fara norður.“ Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Slökkvilið Byggðamál Skagafjörður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Til stendur að flytja einingu innan Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) sem sinnir skipulagningu brunaeftirlits norður á Sauðárkrók. Sex menn, sem búa yfir sérþekkingu á brunamálum og starfa í deildinni eru allir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Enginn þeirra ætlar að flytja búferlum til Sauðárkróks sem þeim er ætlað að gera. Veruleg ólga er vegna málsins og hefur Magnús Smári Smárason formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna þungar áhyggjur af því að þarna sé að fara fyrir lítið mannauður og sérþekking í mikilvægum málaflokki. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra tilkynnti þann 28. maí 2020 að hann vilji ráðast í margþættar aðgerðir til þess að efla umgjörð brunamála og brunavarna á Íslandi. Með þessu segist hann vera að bregðast við ábendingum í nýrri skýrslu um málaflokkinn. Heimildarmenn Vísis nefna flestir að málinu svipi til þess þegar til stóð að flytja Fiskistofu til Akureyrar og mikil styr stóð um. Málinu lauk með því að ráðherra rann á rassinn með flutninginn á þeirri stofnun norður. Stofnunin er þar staðsett en starfsmönnum var ekki gert að flytja. Ein aðgerðanna felst í að fjölga starfsmönnum sem sinna brunavörnum, en þær heyra undir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) eftir sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar um síðustu áramót. Breytingarnar fela einnig í sér að sú eining sem sinnir skipulagningu brunaeftirlits mun færast til innan stofnunarinnar og verður framvegis hýst á starfsstöð HMS á Sauðárkróki. Pólitísk ákvörðun en tæplega fagleg Í dag starfa innan þessarar deildar sex einstaklingar sem búa og starfa allir hér í Reykjavík. Þeim hefur verið boðið að flytja norður en að öðrum kosti verður staða þeirra lögð niður hér í Reykjavík. Enginn þessara starfsmanna ætlar sé að fara norður. Sem setur allt málið í uppnám. Þeir sem Vísir hefur rætt við segja þetta pólitíska ákvörðun, þá í þeirri meiningu að Ásmundur Einar vilji flytja þessa deild heim í hérað, í sitt kjördæmi. Og þó sú staða hefði verið uppi að allir sex starfsmenn deildarinnar vildu fara norður, þá eru áhöld um hvort þar sé aðstaða til að hýsa starfsemina. Magnús Smári hefur af því þungar áhyggjur að með þeim mönnum sem nú stefnir í að hætti hjá stofnuninni hverfi mikil þekking sem hægara er sagt en gert að vinna upp. Magnús Smári hjá Landsambandinu segir þetta verulegt áhyggjuefni. Málaflokkurinn hafi verið í nokkrum ólestri þar til Davíð Sigurður Snorrason verkfræðingur var ráðinn til að hafa umsjá með starfinu. „Hann kom af krafti inn í þetta starf. Undir þessari stofnun er rekinn Brunamálaskólinn sem sér um alla þjálfun og menntun slökkviliðsmanna. Bæði atvinnuslökkviliðsmönnum og þeirra sem sinna þessu í hlutastarfi. Það hefur verið lengi viðurkennt að það þyrfti að efla þann skóla og færa til nútímans. Við vorum komnir á gott ról í því með Davíð,“ segir Magnús. Mikið starf sagt fara í vaskinn Magnús segir stöðuna sem upp er komin verulegt áhyggjuefni og segir það helst minna á Fiskistofumálið sem mikið var fjallað um á sínum tíma, sem ráðherra vildi flytja til Akureyrar en varð að bakka með á sínum tíma eftir mikil mótmæli. Eldur á Hvaleyrarbraut Hafnarfirði árið 2018. Enginn þeirra sex sem ætlað er að fara norður til Sauðárkróks hyggst flytja þangað búferlum.visir/vilhelm „Þetta er pólitísk ákvörðun sem er tekin. Við höfum áhyggjur af því að missa mannauðinn. Dýrmætur og sérstaklega má nefna Davíð Snorrason í því samhengi. Hefur tekið fast á málefnum sem snúa að okkur. Við höfum átt mjög gott samstarf við hann.“ Magnús lýsir hinu mikla starfi sem hefur verið unnið að undanförnu í því sem snýr að stefnumótun og undirbúningi. „Búið að rífa mótorinn í sundur og menn eru rétt byrjaðir að setja hann saman, en nú eiga þeir að fara frá og einhverir aðrir að setja hann saman. Ég hef áhyggjur af að öll sú undirbúningsvinna sem við höfum lagt í muni glatast við þetta. Þessi færsla er gerð á tíma sem væri betur nýttur til að koma hlutum í framkvæmd. Með flutning Fiskistofu og slíkt, reynslan sýnir að það tekur tíma fyrir svona stofnun að finna mannauð. Og ég veit ekki hvernig er með húsnæði og mannskap með þekkingu á Sauðárkróki.“ Vísir ræddi jafnframt við Davíð Snorrason sem kaus á þessu stigi máls að tjá sig ekki um málið nema hann sagði: „Ég er allaveganna ekki að fara norður.“
Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Slökkvilið Byggðamál Skagafjörður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira