Ríkasti fótboltamaður heims spilar með varaliði Leicester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2020 11:30 Faiq Bolkiah í leik með unglingaliði Leicester City i Meistaradeild ungmannaliða. Getty/Plumb Images Knattspyrnugoðin Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru báðir búnir að vera lengi með gríðarlegar háar tekjur og þeir eru líka með fjölda mjög hagstæðra auglýsingasamninga. Þeir hafa því báðir byggt um mikið ríkidæmi. Það hjálpar þeim þó ekki til að ná efsta sætinu á listanum yfir ríkustu fótboltamenn heimsins í dag. Spænska íþróttablaðið Marca tók listann saman og niðurstaðan er athyglisverð. Það er nefnilega 22 ára miðjumaður hjá varaliði Leicester City sem ber höfuð og herðar yfir aðra fótboltamenn heims þegar kemur að ríkidæmi. Leikmaðurinn er Faiq Bolkiah og hefur verið hjá Leicester City frá árinu 2016. Hann á þó enn eftir að spila leik fyrir aðallið félagsins. Faiq Bolkiah er aftur á móti fyrirliði landsliðsins en hann kemur frá Brúnei sem er smáríki á eyjunni Borneó í Suðaustur-Asíu. ?? 10. Paul Pogba ($85m)?? 6. Wayne Rooney ($160m)?? 4. Zlatan Ibrahimovic ($190m)Lionel Messi and Cristiano Ronaldo miss out to a guy worth $20 billion ??https://t.co/zEYGnrJUZB— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 8, 2020 Bolkiah er langt frá því að vera óbreyttur í heimalandi sínu því hann er frændi soldánsins Hassanal Bolkiah og eigur hans eru metnar á 20 milljarða Bandaríkjadala eða meira en 2659 milljarða íslenskra króna. Það er reyndar ekki alveg á hreinu hvað Faiq á mikið sjálfur og því er það svolítið ósvífið hjá Marca mönnum að setja hann í efsta sætið. Það er hins vegar alveg pottþétt að hann hefur aðgengi að gríðarlegum fjármunum hjá fjölskyldu sinni. Faðir Jefri Bolkiah er sagður eiga að minnsta kosti 2300 bíla og þá var frægt þegar hann borgaði fjórtán milljónir evra, yfir tvo milljarða íslenskra króna, til að fá Michael Jackson skemmta í fimmtugsafmælinu sínu. Marca segir meðal annars frá því að eitt aðaláhugamál Faiq Bolkiah, sem er fæddur í Los Angeles, er að leika sér í fótbolta með gæludýri sínu sem er tígrisdýr. Cristiano Ronaldo er í öðru sæti en hans eigur eru metnar á 450 milljónir Bandaríkjadala, langt fyrir neðan umræddan Faiq Bolkiah en 50 milljónum á undan Lionel Messi sem er í þriðja sætinu. Næstu menn eru síðan Zlatan Ibrahimovic og Neymar en þeir Wayne Rooney og Gareth Bale eru síðan í sjötta og sjöunda sæti á listanum en tíu efstu menn má sjá hér fyrir neðan. Tíu ríkustu fótboltamenn heims samkvæmt Marca: 10. Paul Pogba, Man Utd (85 milljónir Bandaríkjadala) 9. Eden Hazard, Real Madrid (100 milljónir Bandaríkjadala) 8. Andres Iniesta, Vissel Kobe (120 milljónir Bandaríkjadala) 7. Gareth Bale, Real Madrid (125 milljónir Bandaríkjadala) 6. Wayne Rooney, Derby County (160 milljónir Bandaríkjadala) 5. Neymar, Paris Saint-Germain (185 milljónir Bandaríkjadala) 4. Zlatan Ibrahimovic, AC Milan (190milljónir Bandaríkjadala) 3. Lionel Messi, Barcelona (400 milljónir Bandaríkjadala) 2. Cristiano Ronaldo, Juventus (450 milljónir Bandaríkjadala) 1. Faiq Bolkiah, Leicester (20 milljarðar Bandaríkjadala) Fótbolti Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
Knattspyrnugoðin Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru báðir búnir að vera lengi með gríðarlegar háar tekjur og þeir eru líka með fjölda mjög hagstæðra auglýsingasamninga. Þeir hafa því báðir byggt um mikið ríkidæmi. Það hjálpar þeim þó ekki til að ná efsta sætinu á listanum yfir ríkustu fótboltamenn heimsins í dag. Spænska íþróttablaðið Marca tók listann saman og niðurstaðan er athyglisverð. Það er nefnilega 22 ára miðjumaður hjá varaliði Leicester City sem ber höfuð og herðar yfir aðra fótboltamenn heims þegar kemur að ríkidæmi. Leikmaðurinn er Faiq Bolkiah og hefur verið hjá Leicester City frá árinu 2016. Hann á þó enn eftir að spila leik fyrir aðallið félagsins. Faiq Bolkiah er aftur á móti fyrirliði landsliðsins en hann kemur frá Brúnei sem er smáríki á eyjunni Borneó í Suðaustur-Asíu. ?? 10. Paul Pogba ($85m)?? 6. Wayne Rooney ($160m)?? 4. Zlatan Ibrahimovic ($190m)Lionel Messi and Cristiano Ronaldo miss out to a guy worth $20 billion ??https://t.co/zEYGnrJUZB— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 8, 2020 Bolkiah er langt frá því að vera óbreyttur í heimalandi sínu því hann er frændi soldánsins Hassanal Bolkiah og eigur hans eru metnar á 20 milljarða Bandaríkjadala eða meira en 2659 milljarða íslenskra króna. Það er reyndar ekki alveg á hreinu hvað Faiq á mikið sjálfur og því er það svolítið ósvífið hjá Marca mönnum að setja hann í efsta sætið. Það er hins vegar alveg pottþétt að hann hefur aðgengi að gríðarlegum fjármunum hjá fjölskyldu sinni. Faðir Jefri Bolkiah er sagður eiga að minnsta kosti 2300 bíla og þá var frægt þegar hann borgaði fjórtán milljónir evra, yfir tvo milljarða íslenskra króna, til að fá Michael Jackson skemmta í fimmtugsafmælinu sínu. Marca segir meðal annars frá því að eitt aðaláhugamál Faiq Bolkiah, sem er fæddur í Los Angeles, er að leika sér í fótbolta með gæludýri sínu sem er tígrisdýr. Cristiano Ronaldo er í öðru sæti en hans eigur eru metnar á 450 milljónir Bandaríkjadala, langt fyrir neðan umræddan Faiq Bolkiah en 50 milljónum á undan Lionel Messi sem er í þriðja sætinu. Næstu menn eru síðan Zlatan Ibrahimovic og Neymar en þeir Wayne Rooney og Gareth Bale eru síðan í sjötta og sjöunda sæti á listanum en tíu efstu menn má sjá hér fyrir neðan. Tíu ríkustu fótboltamenn heims samkvæmt Marca: 10. Paul Pogba, Man Utd (85 milljónir Bandaríkjadala) 9. Eden Hazard, Real Madrid (100 milljónir Bandaríkjadala) 8. Andres Iniesta, Vissel Kobe (120 milljónir Bandaríkjadala) 7. Gareth Bale, Real Madrid (125 milljónir Bandaríkjadala) 6. Wayne Rooney, Derby County (160 milljónir Bandaríkjadala) 5. Neymar, Paris Saint-Germain (185 milljónir Bandaríkjadala) 4. Zlatan Ibrahimovic, AC Milan (190milljónir Bandaríkjadala) 3. Lionel Messi, Barcelona (400 milljónir Bandaríkjadala) 2. Cristiano Ronaldo, Juventus (450 milljónir Bandaríkjadala) 1. Faiq Bolkiah, Leicester (20 milljarðar Bandaríkjadala)
Tíu ríkustu fótboltamenn heims samkvæmt Marca: 10. Paul Pogba, Man Utd (85 milljónir Bandaríkjadala) 9. Eden Hazard, Real Madrid (100 milljónir Bandaríkjadala) 8. Andres Iniesta, Vissel Kobe (120 milljónir Bandaríkjadala) 7. Gareth Bale, Real Madrid (125 milljónir Bandaríkjadala) 6. Wayne Rooney, Derby County (160 milljónir Bandaríkjadala) 5. Neymar, Paris Saint-Germain (185 milljónir Bandaríkjadala) 4. Zlatan Ibrahimovic, AC Milan (190milljónir Bandaríkjadala) 3. Lionel Messi, Barcelona (400 milljónir Bandaríkjadala) 2. Cristiano Ronaldo, Juventus (450 milljónir Bandaríkjadala) 1. Faiq Bolkiah, Leicester (20 milljarðar Bandaríkjadala)
Fótbolti Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira