Ríkasti fótboltamaður heims spilar með varaliði Leicester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2020 11:30 Faiq Bolkiah í leik með unglingaliði Leicester City i Meistaradeild ungmannaliða. Getty/Plumb Images Knattspyrnugoðin Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru báðir búnir að vera lengi með gríðarlegar háar tekjur og þeir eru líka með fjölda mjög hagstæðra auglýsingasamninga. Þeir hafa því báðir byggt um mikið ríkidæmi. Það hjálpar þeim þó ekki til að ná efsta sætinu á listanum yfir ríkustu fótboltamenn heimsins í dag. Spænska íþróttablaðið Marca tók listann saman og niðurstaðan er athyglisverð. Það er nefnilega 22 ára miðjumaður hjá varaliði Leicester City sem ber höfuð og herðar yfir aðra fótboltamenn heims þegar kemur að ríkidæmi. Leikmaðurinn er Faiq Bolkiah og hefur verið hjá Leicester City frá árinu 2016. Hann á þó enn eftir að spila leik fyrir aðallið félagsins. Faiq Bolkiah er aftur á móti fyrirliði landsliðsins en hann kemur frá Brúnei sem er smáríki á eyjunni Borneó í Suðaustur-Asíu. ?? 10. Paul Pogba ($85m)?? 6. Wayne Rooney ($160m)?? 4. Zlatan Ibrahimovic ($190m)Lionel Messi and Cristiano Ronaldo miss out to a guy worth $20 billion ??https://t.co/zEYGnrJUZB— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 8, 2020 Bolkiah er langt frá því að vera óbreyttur í heimalandi sínu því hann er frændi soldánsins Hassanal Bolkiah og eigur hans eru metnar á 20 milljarða Bandaríkjadala eða meira en 2659 milljarða íslenskra króna. Það er reyndar ekki alveg á hreinu hvað Faiq á mikið sjálfur og því er það svolítið ósvífið hjá Marca mönnum að setja hann í efsta sætið. Það er hins vegar alveg pottþétt að hann hefur aðgengi að gríðarlegum fjármunum hjá fjölskyldu sinni. Faðir Jefri Bolkiah er sagður eiga að minnsta kosti 2300 bíla og þá var frægt þegar hann borgaði fjórtán milljónir evra, yfir tvo milljarða íslenskra króna, til að fá Michael Jackson skemmta í fimmtugsafmælinu sínu. Marca segir meðal annars frá því að eitt aðaláhugamál Faiq Bolkiah, sem er fæddur í Los Angeles, er að leika sér í fótbolta með gæludýri sínu sem er tígrisdýr. Cristiano Ronaldo er í öðru sæti en hans eigur eru metnar á 450 milljónir Bandaríkjadala, langt fyrir neðan umræddan Faiq Bolkiah en 50 milljónum á undan Lionel Messi sem er í þriðja sætinu. Næstu menn eru síðan Zlatan Ibrahimovic og Neymar en þeir Wayne Rooney og Gareth Bale eru síðan í sjötta og sjöunda sæti á listanum en tíu efstu menn má sjá hér fyrir neðan. Tíu ríkustu fótboltamenn heims samkvæmt Marca: 10. Paul Pogba, Man Utd (85 milljónir Bandaríkjadala) 9. Eden Hazard, Real Madrid (100 milljónir Bandaríkjadala) 8. Andres Iniesta, Vissel Kobe (120 milljónir Bandaríkjadala) 7. Gareth Bale, Real Madrid (125 milljónir Bandaríkjadala) 6. Wayne Rooney, Derby County (160 milljónir Bandaríkjadala) 5. Neymar, Paris Saint-Germain (185 milljónir Bandaríkjadala) 4. Zlatan Ibrahimovic, AC Milan (190milljónir Bandaríkjadala) 3. Lionel Messi, Barcelona (400 milljónir Bandaríkjadala) 2. Cristiano Ronaldo, Juventus (450 milljónir Bandaríkjadala) 1. Faiq Bolkiah, Leicester (20 milljarðar Bandaríkjadala) Fótbolti Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Sjá meira
Knattspyrnugoðin Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru báðir búnir að vera lengi með gríðarlegar háar tekjur og þeir eru líka með fjölda mjög hagstæðra auglýsingasamninga. Þeir hafa því báðir byggt um mikið ríkidæmi. Það hjálpar þeim þó ekki til að ná efsta sætinu á listanum yfir ríkustu fótboltamenn heimsins í dag. Spænska íþróttablaðið Marca tók listann saman og niðurstaðan er athyglisverð. Það er nefnilega 22 ára miðjumaður hjá varaliði Leicester City sem ber höfuð og herðar yfir aðra fótboltamenn heims þegar kemur að ríkidæmi. Leikmaðurinn er Faiq Bolkiah og hefur verið hjá Leicester City frá árinu 2016. Hann á þó enn eftir að spila leik fyrir aðallið félagsins. Faiq Bolkiah er aftur á móti fyrirliði landsliðsins en hann kemur frá Brúnei sem er smáríki á eyjunni Borneó í Suðaustur-Asíu. ?? 10. Paul Pogba ($85m)?? 6. Wayne Rooney ($160m)?? 4. Zlatan Ibrahimovic ($190m)Lionel Messi and Cristiano Ronaldo miss out to a guy worth $20 billion ??https://t.co/zEYGnrJUZB— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 8, 2020 Bolkiah er langt frá því að vera óbreyttur í heimalandi sínu því hann er frændi soldánsins Hassanal Bolkiah og eigur hans eru metnar á 20 milljarða Bandaríkjadala eða meira en 2659 milljarða íslenskra króna. Það er reyndar ekki alveg á hreinu hvað Faiq á mikið sjálfur og því er það svolítið ósvífið hjá Marca mönnum að setja hann í efsta sætið. Það er hins vegar alveg pottþétt að hann hefur aðgengi að gríðarlegum fjármunum hjá fjölskyldu sinni. Faðir Jefri Bolkiah er sagður eiga að minnsta kosti 2300 bíla og þá var frægt þegar hann borgaði fjórtán milljónir evra, yfir tvo milljarða íslenskra króna, til að fá Michael Jackson skemmta í fimmtugsafmælinu sínu. Marca segir meðal annars frá því að eitt aðaláhugamál Faiq Bolkiah, sem er fæddur í Los Angeles, er að leika sér í fótbolta með gæludýri sínu sem er tígrisdýr. Cristiano Ronaldo er í öðru sæti en hans eigur eru metnar á 450 milljónir Bandaríkjadala, langt fyrir neðan umræddan Faiq Bolkiah en 50 milljónum á undan Lionel Messi sem er í þriðja sætinu. Næstu menn eru síðan Zlatan Ibrahimovic og Neymar en þeir Wayne Rooney og Gareth Bale eru síðan í sjötta og sjöunda sæti á listanum en tíu efstu menn má sjá hér fyrir neðan. Tíu ríkustu fótboltamenn heims samkvæmt Marca: 10. Paul Pogba, Man Utd (85 milljónir Bandaríkjadala) 9. Eden Hazard, Real Madrid (100 milljónir Bandaríkjadala) 8. Andres Iniesta, Vissel Kobe (120 milljónir Bandaríkjadala) 7. Gareth Bale, Real Madrid (125 milljónir Bandaríkjadala) 6. Wayne Rooney, Derby County (160 milljónir Bandaríkjadala) 5. Neymar, Paris Saint-Germain (185 milljónir Bandaríkjadala) 4. Zlatan Ibrahimovic, AC Milan (190milljónir Bandaríkjadala) 3. Lionel Messi, Barcelona (400 milljónir Bandaríkjadala) 2. Cristiano Ronaldo, Juventus (450 milljónir Bandaríkjadala) 1. Faiq Bolkiah, Leicester (20 milljarðar Bandaríkjadala)
Tíu ríkustu fótboltamenn heims samkvæmt Marca: 10. Paul Pogba, Man Utd (85 milljónir Bandaríkjadala) 9. Eden Hazard, Real Madrid (100 milljónir Bandaríkjadala) 8. Andres Iniesta, Vissel Kobe (120 milljónir Bandaríkjadala) 7. Gareth Bale, Real Madrid (125 milljónir Bandaríkjadala) 6. Wayne Rooney, Derby County (160 milljónir Bandaríkjadala) 5. Neymar, Paris Saint-Germain (185 milljónir Bandaríkjadala) 4. Zlatan Ibrahimovic, AC Milan (190milljónir Bandaríkjadala) 3. Lionel Messi, Barcelona (400 milljónir Bandaríkjadala) 2. Cristiano Ronaldo, Juventus (450 milljónir Bandaríkjadala) 1. Faiq Bolkiah, Leicester (20 milljarðar Bandaríkjadala)
Fótbolti Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Sjá meira