Ríkasti fótboltamaður heims spilar með varaliði Leicester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2020 11:30 Faiq Bolkiah í leik með unglingaliði Leicester City i Meistaradeild ungmannaliða. Getty/Plumb Images Knattspyrnugoðin Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru báðir búnir að vera lengi með gríðarlegar háar tekjur og þeir eru líka með fjölda mjög hagstæðra auglýsingasamninga. Þeir hafa því báðir byggt um mikið ríkidæmi. Það hjálpar þeim þó ekki til að ná efsta sætinu á listanum yfir ríkustu fótboltamenn heimsins í dag. Spænska íþróttablaðið Marca tók listann saman og niðurstaðan er athyglisverð. Það er nefnilega 22 ára miðjumaður hjá varaliði Leicester City sem ber höfuð og herðar yfir aðra fótboltamenn heims þegar kemur að ríkidæmi. Leikmaðurinn er Faiq Bolkiah og hefur verið hjá Leicester City frá árinu 2016. Hann á þó enn eftir að spila leik fyrir aðallið félagsins. Faiq Bolkiah er aftur á móti fyrirliði landsliðsins en hann kemur frá Brúnei sem er smáríki á eyjunni Borneó í Suðaustur-Asíu. ?? 10. Paul Pogba ($85m)?? 6. Wayne Rooney ($160m)?? 4. Zlatan Ibrahimovic ($190m)Lionel Messi and Cristiano Ronaldo miss out to a guy worth $20 billion ??https://t.co/zEYGnrJUZB— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 8, 2020 Bolkiah er langt frá því að vera óbreyttur í heimalandi sínu því hann er frændi soldánsins Hassanal Bolkiah og eigur hans eru metnar á 20 milljarða Bandaríkjadala eða meira en 2659 milljarða íslenskra króna. Það er reyndar ekki alveg á hreinu hvað Faiq á mikið sjálfur og því er það svolítið ósvífið hjá Marca mönnum að setja hann í efsta sætið. Það er hins vegar alveg pottþétt að hann hefur aðgengi að gríðarlegum fjármunum hjá fjölskyldu sinni. Faðir Jefri Bolkiah er sagður eiga að minnsta kosti 2300 bíla og þá var frægt þegar hann borgaði fjórtán milljónir evra, yfir tvo milljarða íslenskra króna, til að fá Michael Jackson skemmta í fimmtugsafmælinu sínu. Marca segir meðal annars frá því að eitt aðaláhugamál Faiq Bolkiah, sem er fæddur í Los Angeles, er að leika sér í fótbolta með gæludýri sínu sem er tígrisdýr. Cristiano Ronaldo er í öðru sæti en hans eigur eru metnar á 450 milljónir Bandaríkjadala, langt fyrir neðan umræddan Faiq Bolkiah en 50 milljónum á undan Lionel Messi sem er í þriðja sætinu. Næstu menn eru síðan Zlatan Ibrahimovic og Neymar en þeir Wayne Rooney og Gareth Bale eru síðan í sjötta og sjöunda sæti á listanum en tíu efstu menn má sjá hér fyrir neðan. Tíu ríkustu fótboltamenn heims samkvæmt Marca: 10. Paul Pogba, Man Utd (85 milljónir Bandaríkjadala) 9. Eden Hazard, Real Madrid (100 milljónir Bandaríkjadala) 8. Andres Iniesta, Vissel Kobe (120 milljónir Bandaríkjadala) 7. Gareth Bale, Real Madrid (125 milljónir Bandaríkjadala) 6. Wayne Rooney, Derby County (160 milljónir Bandaríkjadala) 5. Neymar, Paris Saint-Germain (185 milljónir Bandaríkjadala) 4. Zlatan Ibrahimovic, AC Milan (190milljónir Bandaríkjadala) 3. Lionel Messi, Barcelona (400 milljónir Bandaríkjadala) 2. Cristiano Ronaldo, Juventus (450 milljónir Bandaríkjadala) 1. Faiq Bolkiah, Leicester (20 milljarðar Bandaríkjadala) Fótbolti Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira
Knattspyrnugoðin Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru báðir búnir að vera lengi með gríðarlegar háar tekjur og þeir eru líka með fjölda mjög hagstæðra auglýsingasamninga. Þeir hafa því báðir byggt um mikið ríkidæmi. Það hjálpar þeim þó ekki til að ná efsta sætinu á listanum yfir ríkustu fótboltamenn heimsins í dag. Spænska íþróttablaðið Marca tók listann saman og niðurstaðan er athyglisverð. Það er nefnilega 22 ára miðjumaður hjá varaliði Leicester City sem ber höfuð og herðar yfir aðra fótboltamenn heims þegar kemur að ríkidæmi. Leikmaðurinn er Faiq Bolkiah og hefur verið hjá Leicester City frá árinu 2016. Hann á þó enn eftir að spila leik fyrir aðallið félagsins. Faiq Bolkiah er aftur á móti fyrirliði landsliðsins en hann kemur frá Brúnei sem er smáríki á eyjunni Borneó í Suðaustur-Asíu. ?? 10. Paul Pogba ($85m)?? 6. Wayne Rooney ($160m)?? 4. Zlatan Ibrahimovic ($190m)Lionel Messi and Cristiano Ronaldo miss out to a guy worth $20 billion ??https://t.co/zEYGnrJUZB— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 8, 2020 Bolkiah er langt frá því að vera óbreyttur í heimalandi sínu því hann er frændi soldánsins Hassanal Bolkiah og eigur hans eru metnar á 20 milljarða Bandaríkjadala eða meira en 2659 milljarða íslenskra króna. Það er reyndar ekki alveg á hreinu hvað Faiq á mikið sjálfur og því er það svolítið ósvífið hjá Marca mönnum að setja hann í efsta sætið. Það er hins vegar alveg pottþétt að hann hefur aðgengi að gríðarlegum fjármunum hjá fjölskyldu sinni. Faðir Jefri Bolkiah er sagður eiga að minnsta kosti 2300 bíla og þá var frægt þegar hann borgaði fjórtán milljónir evra, yfir tvo milljarða íslenskra króna, til að fá Michael Jackson skemmta í fimmtugsafmælinu sínu. Marca segir meðal annars frá því að eitt aðaláhugamál Faiq Bolkiah, sem er fæddur í Los Angeles, er að leika sér í fótbolta með gæludýri sínu sem er tígrisdýr. Cristiano Ronaldo er í öðru sæti en hans eigur eru metnar á 450 milljónir Bandaríkjadala, langt fyrir neðan umræddan Faiq Bolkiah en 50 milljónum á undan Lionel Messi sem er í þriðja sætinu. Næstu menn eru síðan Zlatan Ibrahimovic og Neymar en þeir Wayne Rooney og Gareth Bale eru síðan í sjötta og sjöunda sæti á listanum en tíu efstu menn má sjá hér fyrir neðan. Tíu ríkustu fótboltamenn heims samkvæmt Marca: 10. Paul Pogba, Man Utd (85 milljónir Bandaríkjadala) 9. Eden Hazard, Real Madrid (100 milljónir Bandaríkjadala) 8. Andres Iniesta, Vissel Kobe (120 milljónir Bandaríkjadala) 7. Gareth Bale, Real Madrid (125 milljónir Bandaríkjadala) 6. Wayne Rooney, Derby County (160 milljónir Bandaríkjadala) 5. Neymar, Paris Saint-Germain (185 milljónir Bandaríkjadala) 4. Zlatan Ibrahimovic, AC Milan (190milljónir Bandaríkjadala) 3. Lionel Messi, Barcelona (400 milljónir Bandaríkjadala) 2. Cristiano Ronaldo, Juventus (450 milljónir Bandaríkjadala) 1. Faiq Bolkiah, Leicester (20 milljarðar Bandaríkjadala)
Tíu ríkustu fótboltamenn heims samkvæmt Marca: 10. Paul Pogba, Man Utd (85 milljónir Bandaríkjadala) 9. Eden Hazard, Real Madrid (100 milljónir Bandaríkjadala) 8. Andres Iniesta, Vissel Kobe (120 milljónir Bandaríkjadala) 7. Gareth Bale, Real Madrid (125 milljónir Bandaríkjadala) 6. Wayne Rooney, Derby County (160 milljónir Bandaríkjadala) 5. Neymar, Paris Saint-Germain (185 milljónir Bandaríkjadala) 4. Zlatan Ibrahimovic, AC Milan (190milljónir Bandaríkjadala) 3. Lionel Messi, Barcelona (400 milljónir Bandaríkjadala) 2. Cristiano Ronaldo, Juventus (450 milljónir Bandaríkjadala) 1. Faiq Bolkiah, Leicester (20 milljarðar Bandaríkjadala)
Fótbolti Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira