Ríkasti fótboltamaður heims spilar með varaliði Leicester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2020 11:30 Faiq Bolkiah í leik með unglingaliði Leicester City i Meistaradeild ungmannaliða. Getty/Plumb Images Knattspyrnugoðin Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru báðir búnir að vera lengi með gríðarlegar háar tekjur og þeir eru líka með fjölda mjög hagstæðra auglýsingasamninga. Þeir hafa því báðir byggt um mikið ríkidæmi. Það hjálpar þeim þó ekki til að ná efsta sætinu á listanum yfir ríkustu fótboltamenn heimsins í dag. Spænska íþróttablaðið Marca tók listann saman og niðurstaðan er athyglisverð. Það er nefnilega 22 ára miðjumaður hjá varaliði Leicester City sem ber höfuð og herðar yfir aðra fótboltamenn heims þegar kemur að ríkidæmi. Leikmaðurinn er Faiq Bolkiah og hefur verið hjá Leicester City frá árinu 2016. Hann á þó enn eftir að spila leik fyrir aðallið félagsins. Faiq Bolkiah er aftur á móti fyrirliði landsliðsins en hann kemur frá Brúnei sem er smáríki á eyjunni Borneó í Suðaustur-Asíu. ?? 10. Paul Pogba ($85m)?? 6. Wayne Rooney ($160m)?? 4. Zlatan Ibrahimovic ($190m)Lionel Messi and Cristiano Ronaldo miss out to a guy worth $20 billion ??https://t.co/zEYGnrJUZB— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 8, 2020 Bolkiah er langt frá því að vera óbreyttur í heimalandi sínu því hann er frændi soldánsins Hassanal Bolkiah og eigur hans eru metnar á 20 milljarða Bandaríkjadala eða meira en 2659 milljarða íslenskra króna. Það er reyndar ekki alveg á hreinu hvað Faiq á mikið sjálfur og því er það svolítið ósvífið hjá Marca mönnum að setja hann í efsta sætið. Það er hins vegar alveg pottþétt að hann hefur aðgengi að gríðarlegum fjármunum hjá fjölskyldu sinni. Faðir Jefri Bolkiah er sagður eiga að minnsta kosti 2300 bíla og þá var frægt þegar hann borgaði fjórtán milljónir evra, yfir tvo milljarða íslenskra króna, til að fá Michael Jackson skemmta í fimmtugsafmælinu sínu. Marca segir meðal annars frá því að eitt aðaláhugamál Faiq Bolkiah, sem er fæddur í Los Angeles, er að leika sér í fótbolta með gæludýri sínu sem er tígrisdýr. Cristiano Ronaldo er í öðru sæti en hans eigur eru metnar á 450 milljónir Bandaríkjadala, langt fyrir neðan umræddan Faiq Bolkiah en 50 milljónum á undan Lionel Messi sem er í þriðja sætinu. Næstu menn eru síðan Zlatan Ibrahimovic og Neymar en þeir Wayne Rooney og Gareth Bale eru síðan í sjötta og sjöunda sæti á listanum en tíu efstu menn má sjá hér fyrir neðan. Tíu ríkustu fótboltamenn heims samkvæmt Marca: 10. Paul Pogba, Man Utd (85 milljónir Bandaríkjadala) 9. Eden Hazard, Real Madrid (100 milljónir Bandaríkjadala) 8. Andres Iniesta, Vissel Kobe (120 milljónir Bandaríkjadala) 7. Gareth Bale, Real Madrid (125 milljónir Bandaríkjadala) 6. Wayne Rooney, Derby County (160 milljónir Bandaríkjadala) 5. Neymar, Paris Saint-Germain (185 milljónir Bandaríkjadala) 4. Zlatan Ibrahimovic, AC Milan (190milljónir Bandaríkjadala) 3. Lionel Messi, Barcelona (400 milljónir Bandaríkjadala) 2. Cristiano Ronaldo, Juventus (450 milljónir Bandaríkjadala) 1. Faiq Bolkiah, Leicester (20 milljarðar Bandaríkjadala) Fótbolti Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Knattspyrnugoðin Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru báðir búnir að vera lengi með gríðarlegar háar tekjur og þeir eru líka með fjölda mjög hagstæðra auglýsingasamninga. Þeir hafa því báðir byggt um mikið ríkidæmi. Það hjálpar þeim þó ekki til að ná efsta sætinu á listanum yfir ríkustu fótboltamenn heimsins í dag. Spænska íþróttablaðið Marca tók listann saman og niðurstaðan er athyglisverð. Það er nefnilega 22 ára miðjumaður hjá varaliði Leicester City sem ber höfuð og herðar yfir aðra fótboltamenn heims þegar kemur að ríkidæmi. Leikmaðurinn er Faiq Bolkiah og hefur verið hjá Leicester City frá árinu 2016. Hann á þó enn eftir að spila leik fyrir aðallið félagsins. Faiq Bolkiah er aftur á móti fyrirliði landsliðsins en hann kemur frá Brúnei sem er smáríki á eyjunni Borneó í Suðaustur-Asíu. ?? 10. Paul Pogba ($85m)?? 6. Wayne Rooney ($160m)?? 4. Zlatan Ibrahimovic ($190m)Lionel Messi and Cristiano Ronaldo miss out to a guy worth $20 billion ??https://t.co/zEYGnrJUZB— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 8, 2020 Bolkiah er langt frá því að vera óbreyttur í heimalandi sínu því hann er frændi soldánsins Hassanal Bolkiah og eigur hans eru metnar á 20 milljarða Bandaríkjadala eða meira en 2659 milljarða íslenskra króna. Það er reyndar ekki alveg á hreinu hvað Faiq á mikið sjálfur og því er það svolítið ósvífið hjá Marca mönnum að setja hann í efsta sætið. Það er hins vegar alveg pottþétt að hann hefur aðgengi að gríðarlegum fjármunum hjá fjölskyldu sinni. Faðir Jefri Bolkiah er sagður eiga að minnsta kosti 2300 bíla og þá var frægt þegar hann borgaði fjórtán milljónir evra, yfir tvo milljarða íslenskra króna, til að fá Michael Jackson skemmta í fimmtugsafmælinu sínu. Marca segir meðal annars frá því að eitt aðaláhugamál Faiq Bolkiah, sem er fæddur í Los Angeles, er að leika sér í fótbolta með gæludýri sínu sem er tígrisdýr. Cristiano Ronaldo er í öðru sæti en hans eigur eru metnar á 450 milljónir Bandaríkjadala, langt fyrir neðan umræddan Faiq Bolkiah en 50 milljónum á undan Lionel Messi sem er í þriðja sætinu. Næstu menn eru síðan Zlatan Ibrahimovic og Neymar en þeir Wayne Rooney og Gareth Bale eru síðan í sjötta og sjöunda sæti á listanum en tíu efstu menn má sjá hér fyrir neðan. Tíu ríkustu fótboltamenn heims samkvæmt Marca: 10. Paul Pogba, Man Utd (85 milljónir Bandaríkjadala) 9. Eden Hazard, Real Madrid (100 milljónir Bandaríkjadala) 8. Andres Iniesta, Vissel Kobe (120 milljónir Bandaríkjadala) 7. Gareth Bale, Real Madrid (125 milljónir Bandaríkjadala) 6. Wayne Rooney, Derby County (160 milljónir Bandaríkjadala) 5. Neymar, Paris Saint-Germain (185 milljónir Bandaríkjadala) 4. Zlatan Ibrahimovic, AC Milan (190milljónir Bandaríkjadala) 3. Lionel Messi, Barcelona (400 milljónir Bandaríkjadala) 2. Cristiano Ronaldo, Juventus (450 milljónir Bandaríkjadala) 1. Faiq Bolkiah, Leicester (20 milljarðar Bandaríkjadala)
Tíu ríkustu fótboltamenn heims samkvæmt Marca: 10. Paul Pogba, Man Utd (85 milljónir Bandaríkjadala) 9. Eden Hazard, Real Madrid (100 milljónir Bandaríkjadala) 8. Andres Iniesta, Vissel Kobe (120 milljónir Bandaríkjadala) 7. Gareth Bale, Real Madrid (125 milljónir Bandaríkjadala) 6. Wayne Rooney, Derby County (160 milljónir Bandaríkjadala) 5. Neymar, Paris Saint-Germain (185 milljónir Bandaríkjadala) 4. Zlatan Ibrahimovic, AC Milan (190milljónir Bandaríkjadala) 3. Lionel Messi, Barcelona (400 milljónir Bandaríkjadala) 2. Cristiano Ronaldo, Juventus (450 milljónir Bandaríkjadala) 1. Faiq Bolkiah, Leicester (20 milljarðar Bandaríkjadala)
Fótbolti Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira