Innlent

Sveiflaði hníf og hrelldi fólk

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglusstöð.
Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglusstöð. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um síðustu helgi karlmann í annarlegu ástandi sem var að sveifla hníf og hrella fólk.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Segir að maðurinn hafi verið vistaður í klefa á lögreglustöð.

Í tilkynningunni segir ennfremur að kona hafi fallið út úr hópferðabifreið í umdæminu og slasast á fæti. Þá hafi karlmaður fallið í tröppum og slasast á höfði.

Einnig segir frá því að bíl hafi verið ekið á steinvegg í Keflavík með þeim afleiðingum að öryggisloftpúðar hafi sprungið út, en ökumaðurinn sloppið án meiðsla.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×