Elías fær mikið lof: „Getur allt og verður söluvara fyrir Midtjylland“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júní 2020 13:00 Elías Rafn fagnar sigri með U19 liði Midtjylland á síðustu leiktíð. vísir/getty Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn, Elías Rafn Ólafsson, fær mikið lof í grein Ekstra Bladet en í þeirri grein er fjallað um þá leikmenn sem hafa skarað fram úr í 2. deildinni í Danmörku. Elías er á láni hjá Århus Fremad frá Midtjylland en hann hefur staðið sig vel í marki Árósar-liðsins sem er í toppsæti í öðrum riðlinum í 2. deildinni. Hún er þó enn í pásu vegna kórónuveirunnar og óvíst er hvenær hún fer aftur af stað. Þjálfarar liða í deildinni voru beðnir um að nefna þá leikmenn sem hafa verið bestir á leiktíðinni og í það minnsta tveir þjálfarar fóru fögrum orðum um markvörðinn hávaxna en hann er 201 sentímetrar að hæð. „Hann er mjög góður. Mikið efni. Hann er góður í teignum og það geislar af honum. Hann tekur allt það sem hann á að taka og aðeins meira en það. Það er sjaldan sem maður sér markvörð gera það þegar hann er ekki eldri en þetta,“ sagði Tom Sojberg, þjálfari Brabrand. Vi er helt enige og vi glæder os til at se Elias holde 6 nye clean sheets resten af sæsonen Læs her lidt talenterne i @EkstraBladet Sport 2. division #dsng #forzafremad #6k6phttps://t.co/EM7ZM3oJr8— Aarhus Fremad (@Aarhus_Fremad) June 6, 2020 „Hann er hávaxinn markvörður en hagar sér ekki þannig. Hann hefur mikinn sprengikraft og hann er eitt mesta efnið,“ bætti Tom við. Bo Zinck, þjálfari Jammerbrugt, tekur í sama streng. „Hann er góður. Hann er besti markvörðurinn í 2. deildinni. Hann getur allt: Spilað með fótunum, rólegur og með góð viðbrögð. Hann hefur allt til þess að spila í úrvalsdeildinni og meira til. Hans pakki dugar í það minnsta að spila í úrvalsdeildinni,“ sagði Bo. „Hann verður stærri og sterkari á hverri einustu æfingu. Hann verður skrímsli í Superligunni ef þeir fá hann þangað inn. Hann verður efni til þess að selja fyrir Midtjylland.“ Danski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Sjá meira
Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn, Elías Rafn Ólafsson, fær mikið lof í grein Ekstra Bladet en í þeirri grein er fjallað um þá leikmenn sem hafa skarað fram úr í 2. deildinni í Danmörku. Elías er á láni hjá Århus Fremad frá Midtjylland en hann hefur staðið sig vel í marki Árósar-liðsins sem er í toppsæti í öðrum riðlinum í 2. deildinni. Hún er þó enn í pásu vegna kórónuveirunnar og óvíst er hvenær hún fer aftur af stað. Þjálfarar liða í deildinni voru beðnir um að nefna þá leikmenn sem hafa verið bestir á leiktíðinni og í það minnsta tveir þjálfarar fóru fögrum orðum um markvörðinn hávaxna en hann er 201 sentímetrar að hæð. „Hann er mjög góður. Mikið efni. Hann er góður í teignum og það geislar af honum. Hann tekur allt það sem hann á að taka og aðeins meira en það. Það er sjaldan sem maður sér markvörð gera það þegar hann er ekki eldri en þetta,“ sagði Tom Sojberg, þjálfari Brabrand. Vi er helt enige og vi glæder os til at se Elias holde 6 nye clean sheets resten af sæsonen Læs her lidt talenterne i @EkstraBladet Sport 2. division #dsng #forzafremad #6k6phttps://t.co/EM7ZM3oJr8— Aarhus Fremad (@Aarhus_Fremad) June 6, 2020 „Hann er hávaxinn markvörður en hagar sér ekki þannig. Hann hefur mikinn sprengikraft og hann er eitt mesta efnið,“ bætti Tom við. Bo Zinck, þjálfari Jammerbrugt, tekur í sama streng. „Hann er góður. Hann er besti markvörðurinn í 2. deildinni. Hann getur allt: Spilað með fótunum, rólegur og með góð viðbrögð. Hann hefur allt til þess að spila í úrvalsdeildinni og meira til. Hans pakki dugar í það minnsta að spila í úrvalsdeildinni,“ sagði Bo. „Hann verður stærri og sterkari á hverri einustu æfingu. Hann verður skrímsli í Superligunni ef þeir fá hann þangað inn. Hann verður efni til þess að selja fyrir Midtjylland.“
Danski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Sjá meira