Innlent

Mikið kvartað undan háværum samkvæmum og „mannabein“ reyndust úr hundi

Kjartan Kjartansson skrifar
Alls komu 102 mál inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17:00 síðdegis í gær til klukkan 5:00 í nótt. Myndin er úr safni.
Alls komu 102 mál inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17:00 síðdegis í gær til klukkan 5:00 í nótt. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust margar kvartanir um hávaða frá samkvæmum í og við heimahús í gærkvöldi og nótt. Í Hafnarfirði var tilkynnt um hugsanlegan funda á mannabeinum en þau reyndust líklega vera úr hundi.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að í flestum tilfellum hafi gengið vel að fá fólk til þess að lækka í sér og virða næturró annarra. Þá bárust nokkrar tilkynningar um skemmtanaglatt fólk sem hafði kveikt varðelda í og við borgina.

Í Heiðmörk sátu fimmtán manns við varðeld en enginn þeirra kannaðist við að hafa kveikt hann. Í Elliðaárdal kveiktu ungmenni sem fögnuðu próflokum eld í nótt en þau fengu „föðurlegt tiltal“ og fræðslu um eldhættu, að sögn lögreglunnar.

Skömmu fyrir klukkan sjö í gærkvöldi barst tilkynning um að mannabein hefðu hugsanlega fundist við gröft í garð í Hafnarfirði. Við nánari athugun hafi verið talið að beinin væru úr hundi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.