Fótbolti

Dortmund hélt sér á lífi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emre Can fagnar sigurmarkinu í dag.
Emre Can fagnar sigurmarkinu í dag. vísir/getty

Dortmund heldur enn í vonina um að ná Bayern Munchen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Herthu Berlín á heimavelli í dag.

Eftir nokkuð rólegan fyrri hálfleik kom fyrsta og eina mark leiksins á 57. mínútu er Emre Can skoraði eftir laglegt samspil hjá Sancho og Brandt. Miðjumaðurinn Can kláraði svo færið vel.

Bayern München vann í dag 4-1 sigur á Bayer Leverkusen en Dortmund náði með sigrinum gegn Herthu í dag að minnka bilið aftur niður í sjö stig er fjórar umferðir eru eftir. Erfitt en þó tölfræðilega mögulegt. Hertha er í 9. sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.