Vill sjá aukið eftirlit með kaupum ungmenna á orkudrykkjum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2020 20:00 Álfgeir Kristjánsson, dósent við Vestur-Virginíuháskólann í Bandaríkjunum. Vísir/Sigurjón Dósent við Vestur Virginíuháskóla vill sjá aukið eftirlit með kaupum ungmenna á orkudrykkjum. Mikil röskun er á svefni ungmenna og gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja meðal barna. Rannsóknir og greining framkvæmdu nýlega ítarlega rannsókn á svefni ungmenna í áttunda til tíunda bekk. Þar kemur fram að enn sofi börn of lítið og hefur koffínneysla og skjátími neikvæð áhrif. „Það er ýmislegt því miður sem bendir til þess að aukningin sé líka að verða meðal yngri krakka,“ sagði Álfgeir Logi Kristjánsson, dósent við Vestur Virginíuháskólann í Bandaríkjunum. „Það hefur verið mjög mikil vitundavakning að mér finnst síðustu ár um mikilvægi svefns og þess vegna finnst manni leiðinlegt að sjá að þessar tölur séu enn svona. Að það sé svona stór hluti ungmenna sem er að sofa allt of lítið,“ sagði Erla Björnsdóttir, doktor og sérfræðingur í svefnrannsóknum. Erla Björnsdóttir er sérfræðingur í svefnrannsóknum.EINAR ÁRNASON Grípa þurfi til markvissra aðgerða. Neysla orkudrykkja hafi aukist um 150 prósent hjá ungu fólki. „Það er mjög auðvelt að sjá svona hver er markhópurinn þegar maður skoðar þessa drykki. Þeir eru litríkir og fallegir og þetta kallar á auga ungs fólks og það eru fyrirmyndir og afreksíþróttafólk sem auglýsir þessa drykki. Þannig maður skilur kannski að ungt fólk leiti í þetta,“ sagði Erla. Fráhvarfseinkenni koffíns séu skaðleg heilsunni og geta einkennin verið mjög hörð. „Svo er bara spurning hvort fólki finnist allt í lagi að stór hluti unglinga í samfélaginu neyti koffíns og fari í gegnum fráhvarfseinkenni þess á milli. Persónulega finnst mér það alls ekki í lagi,“ sagði Álfgeir. Gríðarleg aukning hefur orðið á notkun svefnlyfja meðal barna og ungmenna. „Íslensk börn eru að taka mikið af svefnlyfjum og mun meira heldur en gengur og gerist hjá börnum hjá okkar nágrannaþjóðum og það hefur orðið rosaleg aukning bara síðasta áratuginn á svefnlyfjanotkun barna og þarna erum við að tala um börn alveg niður í yngsta aldurshópinn og mér finnst þetta mjög mikið áhyggjuefni,“ sagði Erla. Ofneysla orkudrykkja hefur verið tengd við svefnleysi. Kennarar hafa talið þá stuðla að agaleysi í skólastofunni.Vísir/Getty Aldurstakmark er á kaupum á orkudrykkjunum. Álfgeir vill sjá aukið eftirlit með kaupum á þeim. „Eftirlitið með kaupum á þessum drykkjum, því er ekkert ofboðslega vel fylgt eftir. Eins og staðan er í dag er þetta ekki flokkur sem virðist vera í neinum sérstökum forgangi Heilsa Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Orkudrykkir Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Dósent við Vestur Virginíuháskóla vill sjá aukið eftirlit með kaupum ungmenna á orkudrykkjum. Mikil röskun er á svefni ungmenna og gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja meðal barna. Rannsóknir og greining framkvæmdu nýlega ítarlega rannsókn á svefni ungmenna í áttunda til tíunda bekk. Þar kemur fram að enn sofi börn of lítið og hefur koffínneysla og skjátími neikvæð áhrif. „Það er ýmislegt því miður sem bendir til þess að aukningin sé líka að verða meðal yngri krakka,“ sagði Álfgeir Logi Kristjánsson, dósent við Vestur Virginíuháskólann í Bandaríkjunum. „Það hefur verið mjög mikil vitundavakning að mér finnst síðustu ár um mikilvægi svefns og þess vegna finnst manni leiðinlegt að sjá að þessar tölur séu enn svona. Að það sé svona stór hluti ungmenna sem er að sofa allt of lítið,“ sagði Erla Björnsdóttir, doktor og sérfræðingur í svefnrannsóknum. Erla Björnsdóttir er sérfræðingur í svefnrannsóknum.EINAR ÁRNASON Grípa þurfi til markvissra aðgerða. Neysla orkudrykkja hafi aukist um 150 prósent hjá ungu fólki. „Það er mjög auðvelt að sjá svona hver er markhópurinn þegar maður skoðar þessa drykki. Þeir eru litríkir og fallegir og þetta kallar á auga ungs fólks og það eru fyrirmyndir og afreksíþróttafólk sem auglýsir þessa drykki. Þannig maður skilur kannski að ungt fólk leiti í þetta,“ sagði Erla. Fráhvarfseinkenni koffíns séu skaðleg heilsunni og geta einkennin verið mjög hörð. „Svo er bara spurning hvort fólki finnist allt í lagi að stór hluti unglinga í samfélaginu neyti koffíns og fari í gegnum fráhvarfseinkenni þess á milli. Persónulega finnst mér það alls ekki í lagi,“ sagði Álfgeir. Gríðarleg aukning hefur orðið á notkun svefnlyfja meðal barna og ungmenna. „Íslensk börn eru að taka mikið af svefnlyfjum og mun meira heldur en gengur og gerist hjá börnum hjá okkar nágrannaþjóðum og það hefur orðið rosaleg aukning bara síðasta áratuginn á svefnlyfjanotkun barna og þarna erum við að tala um börn alveg niður í yngsta aldurshópinn og mér finnst þetta mjög mikið áhyggjuefni,“ sagði Erla. Ofneysla orkudrykkja hefur verið tengd við svefnleysi. Kennarar hafa talið þá stuðla að agaleysi í skólastofunni.Vísir/Getty Aldurstakmark er á kaupum á orkudrykkjunum. Álfgeir vill sjá aukið eftirlit með kaupum á þeim. „Eftirlitið með kaupum á þessum drykkjum, því er ekkert ofboðslega vel fylgt eftir. Eins og staðan er í dag er þetta ekki flokkur sem virðist vera í neinum sérstökum forgangi
Heilsa Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Orkudrykkir Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira