Innlent

Harður árekstur í Hvalfjarðargöngunum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hvalfjarðargöngin eru lokuð.
Hvalfjarðargöngin eru lokuð. Vísir/Vilhelm

Hvalfjarðargöng eru lokuð eftir harðan árekstur í göngunum á sjötta tímanum í kvöld. Ekki urðu mikil slys á fólki í árekstrinum.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru þrír um borð í bílunum og kennir einn sér meins í öxl eftir áreksturinn, allir með meðvitund. Viðbragðsáætlun vegna slyss í göngunum hefur verið virkjuð og er þess vegna mikill viðbúnaður við göngin.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu verða göngin lokuð um óákveðin tíma vegna slyssins.

Uppfært klukkan 20.45: Búið er að opna göngin á nýjan leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.