Innlent

Búið að opna Hvalfjarðargöng eftir árekstur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Einn var fluttur á sjúkrahús en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg.
Einn var fluttur á sjúkrahús en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Vísir/Vilhelm

Búið er að opna Hvalfjarðargöng á nýjan leik eftir þriggja bíla árekstur á sjötta tímanum í dag.

Einn var fluttur á sjúkrahús eftir áreksturinn sem var harður, en meiðsli viðkomandi eru ekki talin alvarleg. 

Mikill viðbúnaður var vegna slyssins og voru göngin lokuð í um þrjá tíma á meðan unnið var á vettvangi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×