Fótbolti

Ragnar áfram utan hóps hjá FCK

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnar Sigurðsson í æfingaleik áður en danska úrvalsdeildin fór aftur af stað.
Ragnar Sigurðsson í æfingaleik áður en danska úrvalsdeildin fór aftur af stað. VÍSIR/GETTY

Ragnar Sigurðsson er áfram utan hóps hjá dönsku meisturunum í FCK en þeir spila á morgun sinn annan leik eftir kórónuveiruhléið.

Ragnar var ekki í leikmannahópi FCK í 4-1 sigrinum á Lyngby í fyrsta leiknum eftir kórónuveirufaraldurinn og hann verður heldur ekki í leikmannahópnum gegn Randers á heimavelli á morgun en samningur Ragnars við félagið rennur út eftir tímabilið.

Ståle Solbakken, þjálfari, er með þrjá miðverði í hópnum en þeir Sotirios Papagiannopoulos, Victor Nelsson og Andreas Bjelland voru valdir fram yfir Ragnar. Nelsson og Bjelland byrjuðu leikinn gegn Lyngby.

FCK minnkaði forskot Midtjylland niður í níu stig með sigri á Lyngby um síðustu helgi en Midtjylland tapaði á sama tíma fyrir Horsens. Midtjylland spilar við ungt og sprækt lið Nordsjælland á morgun er síðasta umferð deildarkeppninnar fer fram áður en deildinni verður skipt í úrslitakeppni og svo tvo fallriðla.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.