Óttast að fíkniefnabangsarnir finnist víða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júní 2020 19:16 Stefán Vagn Stefánsson er yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni eru í umferð á Norðurlandi vestra. Óttast er að bangsarnir séu víðar á landinu. Ekki hefur fundist bein tenging við hlaupbangsamálið á Suðurnesjum. Lögreglan á Norðurlandi vestra greindi frá málinu á Facebook í dag og biður fólk að vera á varðbergi gagnvart þessum ófögnuði. Málið er í rannsókn og verið er að skoða þær fjölmörgu vísbendingar sem bárust eftir að tilkynning var sett í loftið. Engin liggur undir grun eins og er og ekki hefur tekist að leggja hald á hlaupbangsana. Athæfið sé talið sérstaklega hættulegt þar sem hlaupbangsar eru sælgæti, markaðssett fyrir börn. Fíkniefni í sælgæti er þekkt erlendis en Bandaríska alríkislögreglan varar reglulega við athæfinu. Slíkt sé þó nýtt hérlendis. „Ég man nú í fljótu bragði ekki eftir því að vera með svona mál í höndunum þar sem verið er að sprauta fíkniefnum eða ólöglegum efnum inn í sælgæti sem ætlað er í flestum tilvikum fyrir börn þannig þetta er nýtt því miður. Þessi þróun er ekki góð og við þurfum saman lögreglan, íbúar og samfélagið að bregðast við þessu og stoppa þetta áður en þetta nær einhverju flugi,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Hann segir ljóst að auðvelt sé að sprauta hvaða efnum sem er í sælgætið. „Það er hægt að sprauta hverju sem er í þetta og ég held að fólk hafi ekki hugmynd um hvað það er að innbyrða. Við höfum ekki fengið þessa bangsa í hendurnar en við vitum að lagt var hald á þetta í öðru umdæmi hér fyrir stuttu síðan þannig það má ætlað að þetta séu svipuð efni,“ sagði Stefán Vagn. Lögreglan á Norðurlandi vestra segir heimildir fyrir því að hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni séu í dreifingu á svæðinu.Vísir/Einar Greint var frá því í lok maí mánaðar að tvær unglingsstúlkur á Suðurnesjum hefðu veikst hastaralega eftir að hafa borðað hlaupbangsa sem innihéldu kannabisefni og morfín. Stúlkurnar stóðu í þeirri trú að bangsarnir væru hefðbundið sælgæti og þáðu það af ungum manni. Maðurinn sem handtekinn var vegna gruns um að hafa selt hlaupbangsana á Suðurnesjum hefur játað sök og fundust tól og tæki til fíkniefnaframleiðslu á heimili hans. Stefán Vagn segir að engar upplýsingar séu um að sami aðili hafi framleitt efnin á Suðurnesjum og á Norðurlandi Vestra. Hann óttast að sælgæti fyllt af fíkniefnum gætu verið víðar á landinu. „Fyrst að þetta er komið hingað þá má færa rök fyrir því að þetta sé komið miklu miklu víðar en bara hingað þannig já því miður er þetta það sem menn óttast - að þetta sé komið víðar en hingað og á Suðurlandið,“ sagði Stefán Vagn. Lögreglumál Fíkn Sælgæti Tengdar fréttir Fíkniefnahlaup á Norðurlandi vestra Lögreglan á Norðurlandi vestra segir áreiðanlegar upplýsingar hafa borist þess efnis að hlaupabangsar eða hlaupkubbar sem innihalda fíkniefni séu í umferð á svæðinu. 5. júní 2020 11:57 Hlaupbjarnabófi játaði sök Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn á Suðurnesjum í gær vegna gruns um að hann hefði selt hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni. 3. júní 2020 17:08 Telja sig hafa fundið manninn sem afhenti unglingspilti hlaupbangsana Lögreglan á Suðurnesjum telur sig hafa haft uppi á eldri manninum sem mun hafa afhent unglingspilti hlaupbangsa sem innihéldu kannabisefni og morfín. 25. maí 2020 21:13 Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni eru í umferð á Norðurlandi vestra. Óttast er að bangsarnir séu víðar á landinu. Ekki hefur fundist bein tenging við hlaupbangsamálið á Suðurnesjum. Lögreglan á Norðurlandi vestra greindi frá málinu á Facebook í dag og biður fólk að vera á varðbergi gagnvart þessum ófögnuði. Málið er í rannsókn og verið er að skoða þær fjölmörgu vísbendingar sem bárust eftir að tilkynning var sett í loftið. Engin liggur undir grun eins og er og ekki hefur tekist að leggja hald á hlaupbangsana. Athæfið sé talið sérstaklega hættulegt þar sem hlaupbangsar eru sælgæti, markaðssett fyrir börn. Fíkniefni í sælgæti er þekkt erlendis en Bandaríska alríkislögreglan varar reglulega við athæfinu. Slíkt sé þó nýtt hérlendis. „Ég man nú í fljótu bragði ekki eftir því að vera með svona mál í höndunum þar sem verið er að sprauta fíkniefnum eða ólöglegum efnum inn í sælgæti sem ætlað er í flestum tilvikum fyrir börn þannig þetta er nýtt því miður. Þessi þróun er ekki góð og við þurfum saman lögreglan, íbúar og samfélagið að bregðast við þessu og stoppa þetta áður en þetta nær einhverju flugi,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Hann segir ljóst að auðvelt sé að sprauta hvaða efnum sem er í sælgætið. „Það er hægt að sprauta hverju sem er í þetta og ég held að fólk hafi ekki hugmynd um hvað það er að innbyrða. Við höfum ekki fengið þessa bangsa í hendurnar en við vitum að lagt var hald á þetta í öðru umdæmi hér fyrir stuttu síðan þannig það má ætlað að þetta séu svipuð efni,“ sagði Stefán Vagn. Lögreglan á Norðurlandi vestra segir heimildir fyrir því að hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni séu í dreifingu á svæðinu.Vísir/Einar Greint var frá því í lok maí mánaðar að tvær unglingsstúlkur á Suðurnesjum hefðu veikst hastaralega eftir að hafa borðað hlaupbangsa sem innihéldu kannabisefni og morfín. Stúlkurnar stóðu í þeirri trú að bangsarnir væru hefðbundið sælgæti og þáðu það af ungum manni. Maðurinn sem handtekinn var vegna gruns um að hafa selt hlaupbangsana á Suðurnesjum hefur játað sök og fundust tól og tæki til fíkniefnaframleiðslu á heimili hans. Stefán Vagn segir að engar upplýsingar séu um að sami aðili hafi framleitt efnin á Suðurnesjum og á Norðurlandi Vestra. Hann óttast að sælgæti fyllt af fíkniefnum gætu verið víðar á landinu. „Fyrst að þetta er komið hingað þá má færa rök fyrir því að þetta sé komið miklu miklu víðar en bara hingað þannig já því miður er þetta það sem menn óttast - að þetta sé komið víðar en hingað og á Suðurlandið,“ sagði Stefán Vagn.
Lögreglumál Fíkn Sælgæti Tengdar fréttir Fíkniefnahlaup á Norðurlandi vestra Lögreglan á Norðurlandi vestra segir áreiðanlegar upplýsingar hafa borist þess efnis að hlaupabangsar eða hlaupkubbar sem innihalda fíkniefni séu í umferð á svæðinu. 5. júní 2020 11:57 Hlaupbjarnabófi játaði sök Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn á Suðurnesjum í gær vegna gruns um að hann hefði selt hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni. 3. júní 2020 17:08 Telja sig hafa fundið manninn sem afhenti unglingspilti hlaupbangsana Lögreglan á Suðurnesjum telur sig hafa haft uppi á eldri manninum sem mun hafa afhent unglingspilti hlaupbangsa sem innihéldu kannabisefni og morfín. 25. maí 2020 21:13 Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Fíkniefnahlaup á Norðurlandi vestra Lögreglan á Norðurlandi vestra segir áreiðanlegar upplýsingar hafa borist þess efnis að hlaupabangsar eða hlaupkubbar sem innihalda fíkniefni séu í umferð á svæðinu. 5. júní 2020 11:57
Hlaupbjarnabófi játaði sök Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn á Suðurnesjum í gær vegna gruns um að hann hefði selt hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni. 3. júní 2020 17:08
Telja sig hafa fundið manninn sem afhenti unglingspilti hlaupbangsana Lögreglan á Suðurnesjum telur sig hafa haft uppi á eldri manninum sem mun hafa afhent unglingspilti hlaupbangsa sem innihéldu kannabisefni og morfín. 25. maí 2020 21:13
Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23