Fótbolti

Fékk morðhótanir eftir æfingaleik í Grindavík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Júlíus er framvæmdarstjóri Grindavíkur en hann tók við því embætti á dögunum.
Jón Júlíus er framvæmdarstjóri Grindavíkur en hann tók við því embætti á dögunum. vísir/s2s

Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdarstjóri Grindavíkur, segist hafa fengið morðhótun erlendis frá, frá erlendum veðmálaspilurum, eftir æfingaleik Grindavíkur og ÍR í fótbolta á dögunum.

Grindavíkur og ÍR mættust í æfingaleik suður með sjó og var leikurinn á erlendum veðmálasíðum. Jón Júlíus segir að háum fjárhæðum hafi verið veðjað á leikinn en einhverjum tókst illa að komast á snoðir um úrslit leiksins. Menn tóku því mis illa.

„Við vorum að spila gegn ÍR á dögunum og var þetta fyrsti æfingarleikurinn eftir COVID. Þetta var ekki á neinum vefmiðlum eins og gengur og gerist með æfingaleiki en við fengum gríðarlega margar eftirspurnir frá erlendum knattspyrnuáhugamönnum varðandi úrslit leiksins,“ sagði Jón Júlíus.

„Það sýndi okkur að það var veðjað ansi stíft á þennan leik á erlendum síðum sem kom okkur á óvart. Því miður var maður ekki nægilega snöggur að svara sumum fyrirspurnum svo einhverjir voru ósáttir og sendu manni einhverjar pillur. Morðhótanir og slíkt en ég tek því ekki alvarlega.“

Hann segir að pósthólfið hjá honum fyllist reglulega ekki með fyrirspurningum erlendis frá eftir leiki hér á landi því þeir sem veðja á leikina geta auðveldlega fundið úrslit úr opinberum leikjum hér á landi.

„Þegar svona leikir sem er ekki verið að fylgjast sérstaklega vel með, þá eykst áhuginn á þeim sem eru að veðja á leikinn að fá upplýsingar um úrslit og annað en almennt séð er vel haldið utan um úrslit leikja á Íslandi, á erlendum veðmálasíðum.“

„Það er meira veðjað á íslenska knattspyrnu en margir gera sér grein fyrir. Allt niður í yngri flokka og það er umhugsunarvert.“

Grindavík vann leikinn 2-0.

Klippa: Sportpakkinn - Jón Júlíus


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.