Lögregluþjónum vikið úr starfi fyrir að hrinda gömlum manni sem þeir sögðu hafa hrasað Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2020 11:44 Maðurinn er sagður hafa slasast alvarlega við fallið, sem lögreglan sagði fyrst hafa gerst eftir að hann hrasaði. Tveimur lögregluþjónum í Buffalo í New York ríki hefur verið vikið úr starfi fyrir að ýta 75 ára gömlum manni í jörðina. Myndband af atvikinu, sem tekið var af fréttamanni útvarpsstöðvarinnar WBFO, sýnir manninn ganga að röð lögregluþjóna í óeirðabúningum og þjóðvarðliða. Einn lögregluþjónn ýtti manninum afturábak með kylfu og annar með annarri hendinni. Maðurinn féll aftur fyrir sig og skall höfuð hans í gangstéttina. Blóð lak frá höfði mannsins. Í fyrstu sagði lögreglan að maðurinn hafi „hrasað og dottið“ en það breyttist eftir að áðurnefnt myndband var birt. Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, sagði í nótt að maðurinn væri alvarlega slasaður en í stöðugu ástandi. Í yfirlýsingu sem borgarstjórinn sendi frá sér segir hann atvikið alvarlegt og að hann hafi fyrirskipað að það yrði rannsakað. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sló á svipaða strengi og Brown og sagði framferði lögregluþjónanna óréttlætanlegt og skammarlegt. This incident is wholly unjustified and utterly disgraceful.I've spoken with Buffalo @MayorByronBrown and we agree that the officers involved should be immediately suspended pending a formal investigation.Police Officers must enforce — NOT ABUSE — the law. https://t.co/EYIbTlXnPt— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) June 5, 2020 Upprunalega sagði lögreglan, samkvæmt frétt WBFO, að maðurinn hefði hrasað og dottið. Það kom fram í yfirlýsingu frá talsmanni lögreglunnar skömmu eftir atvikið. Í henni stóð að maður hafi verið handtekinn og ákærður fyrir óspektir. Í átökum við þann mótmælenda hafði annar maður slasast þegar hann hrasaði og datt. Nokkrum mínútum síðar birti WBFO myndband af atvikinu á Twitter og við það breyttist tónninn í yfirmönnum lögreglunnar hratt. Hér má sjá annað sjónarhorn. Mótmæli og óreirðir undanfarna daga hafa snúist um dauða George Floyd, sem handtekinn var fyrir að framvísa fölsuðum seðli í Minneapolis í síðustu viku. Hann dó þegar lögregluþjón hélt hné sínu á hálsi hans í tæpar níu mínútur. Sá lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir morð og aðrir sem voru einnig viðstaddir hafa sömuleiðis verið ákærðir. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13 „Takið hnén á ykkur af hálsunum á okkur“ Hné lögreglumannsins á hálsi George Floyd er myndlíking fyrir þann raunveruleika sem þeldökkir Bandaríkjamenn glíma við á hverjum degi að mati séra Al Sharpton. 4. júní 2020 23:30 George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45 Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Tveimur lögregluþjónum í Buffalo í New York ríki hefur verið vikið úr starfi fyrir að ýta 75 ára gömlum manni í jörðina. Myndband af atvikinu, sem tekið var af fréttamanni útvarpsstöðvarinnar WBFO, sýnir manninn ganga að röð lögregluþjóna í óeirðabúningum og þjóðvarðliða. Einn lögregluþjónn ýtti manninum afturábak með kylfu og annar með annarri hendinni. Maðurinn féll aftur fyrir sig og skall höfuð hans í gangstéttina. Blóð lak frá höfði mannsins. Í fyrstu sagði lögreglan að maðurinn hafi „hrasað og dottið“ en það breyttist eftir að áðurnefnt myndband var birt. Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, sagði í nótt að maðurinn væri alvarlega slasaður en í stöðugu ástandi. Í yfirlýsingu sem borgarstjórinn sendi frá sér segir hann atvikið alvarlegt og að hann hafi fyrirskipað að það yrði rannsakað. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sló á svipaða strengi og Brown og sagði framferði lögregluþjónanna óréttlætanlegt og skammarlegt. This incident is wholly unjustified and utterly disgraceful.I've spoken with Buffalo @MayorByronBrown and we agree that the officers involved should be immediately suspended pending a formal investigation.Police Officers must enforce — NOT ABUSE — the law. https://t.co/EYIbTlXnPt— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) June 5, 2020 Upprunalega sagði lögreglan, samkvæmt frétt WBFO, að maðurinn hefði hrasað og dottið. Það kom fram í yfirlýsingu frá talsmanni lögreglunnar skömmu eftir atvikið. Í henni stóð að maður hafi verið handtekinn og ákærður fyrir óspektir. Í átökum við þann mótmælenda hafði annar maður slasast þegar hann hrasaði og datt. Nokkrum mínútum síðar birti WBFO myndband af atvikinu á Twitter og við það breyttist tónninn í yfirmönnum lögreglunnar hratt. Hér má sjá annað sjónarhorn. Mótmæli og óreirðir undanfarna daga hafa snúist um dauða George Floyd, sem handtekinn var fyrir að framvísa fölsuðum seðli í Minneapolis í síðustu viku. Hann dó þegar lögregluþjón hélt hné sínu á hálsi hans í tæpar níu mínútur. Sá lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir morð og aðrir sem voru einnig viðstaddir hafa sömuleiðis verið ákærðir.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13 „Takið hnén á ykkur af hálsunum á okkur“ Hné lögreglumannsins á hálsi George Floyd er myndlíking fyrir þann raunveruleika sem þeldökkir Bandaríkjamenn glíma við á hverjum degi að mati séra Al Sharpton. 4. júní 2020 23:30 George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45 Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13
„Takið hnén á ykkur af hálsunum á okkur“ Hné lögreglumannsins á hálsi George Floyd er myndlíking fyrir þann raunveruleika sem þeldökkir Bandaríkjamenn glíma við á hverjum degi að mati séra Al Sharpton. 4. júní 2020 23:30
George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45
Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08