Lögregluþjónum vikið úr starfi fyrir að hrinda gömlum manni sem þeir sögðu hafa hrasað Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2020 11:44 Maðurinn er sagður hafa slasast alvarlega við fallið, sem lögreglan sagði fyrst hafa gerst eftir að hann hrasaði. Tveimur lögregluþjónum í Buffalo í New York ríki hefur verið vikið úr starfi fyrir að ýta 75 ára gömlum manni í jörðina. Myndband af atvikinu, sem tekið var af fréttamanni útvarpsstöðvarinnar WBFO, sýnir manninn ganga að röð lögregluþjóna í óeirðabúningum og þjóðvarðliða. Einn lögregluþjónn ýtti manninum afturábak með kylfu og annar með annarri hendinni. Maðurinn féll aftur fyrir sig og skall höfuð hans í gangstéttina. Blóð lak frá höfði mannsins. Í fyrstu sagði lögreglan að maðurinn hafi „hrasað og dottið“ en það breyttist eftir að áðurnefnt myndband var birt. Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, sagði í nótt að maðurinn væri alvarlega slasaður en í stöðugu ástandi. Í yfirlýsingu sem borgarstjórinn sendi frá sér segir hann atvikið alvarlegt og að hann hafi fyrirskipað að það yrði rannsakað. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sló á svipaða strengi og Brown og sagði framferði lögregluþjónanna óréttlætanlegt og skammarlegt. This incident is wholly unjustified and utterly disgraceful.I've spoken with Buffalo @MayorByronBrown and we agree that the officers involved should be immediately suspended pending a formal investigation.Police Officers must enforce — NOT ABUSE — the law. https://t.co/EYIbTlXnPt— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) June 5, 2020 Upprunalega sagði lögreglan, samkvæmt frétt WBFO, að maðurinn hefði hrasað og dottið. Það kom fram í yfirlýsingu frá talsmanni lögreglunnar skömmu eftir atvikið. Í henni stóð að maður hafi verið handtekinn og ákærður fyrir óspektir. Í átökum við þann mótmælenda hafði annar maður slasast þegar hann hrasaði og datt. Nokkrum mínútum síðar birti WBFO myndband af atvikinu á Twitter og við það breyttist tónninn í yfirmönnum lögreglunnar hratt. Hér má sjá annað sjónarhorn. Mótmæli og óreirðir undanfarna daga hafa snúist um dauða George Floyd, sem handtekinn var fyrir að framvísa fölsuðum seðli í Minneapolis í síðustu viku. Hann dó þegar lögregluþjón hélt hné sínu á hálsi hans í tæpar níu mínútur. Sá lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir morð og aðrir sem voru einnig viðstaddir hafa sömuleiðis verið ákærðir. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13 „Takið hnén á ykkur af hálsunum á okkur“ Hné lögreglumannsins á hálsi George Floyd er myndlíking fyrir þann raunveruleika sem þeldökkir Bandaríkjamenn glíma við á hverjum degi að mati séra Al Sharpton. 4. júní 2020 23:30 George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45 Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Tveimur lögregluþjónum í Buffalo í New York ríki hefur verið vikið úr starfi fyrir að ýta 75 ára gömlum manni í jörðina. Myndband af atvikinu, sem tekið var af fréttamanni útvarpsstöðvarinnar WBFO, sýnir manninn ganga að röð lögregluþjóna í óeirðabúningum og þjóðvarðliða. Einn lögregluþjónn ýtti manninum afturábak með kylfu og annar með annarri hendinni. Maðurinn féll aftur fyrir sig og skall höfuð hans í gangstéttina. Blóð lak frá höfði mannsins. Í fyrstu sagði lögreglan að maðurinn hafi „hrasað og dottið“ en það breyttist eftir að áðurnefnt myndband var birt. Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, sagði í nótt að maðurinn væri alvarlega slasaður en í stöðugu ástandi. Í yfirlýsingu sem borgarstjórinn sendi frá sér segir hann atvikið alvarlegt og að hann hafi fyrirskipað að það yrði rannsakað. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sló á svipaða strengi og Brown og sagði framferði lögregluþjónanna óréttlætanlegt og skammarlegt. This incident is wholly unjustified and utterly disgraceful.I've spoken with Buffalo @MayorByronBrown and we agree that the officers involved should be immediately suspended pending a formal investigation.Police Officers must enforce — NOT ABUSE — the law. https://t.co/EYIbTlXnPt— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) June 5, 2020 Upprunalega sagði lögreglan, samkvæmt frétt WBFO, að maðurinn hefði hrasað og dottið. Það kom fram í yfirlýsingu frá talsmanni lögreglunnar skömmu eftir atvikið. Í henni stóð að maður hafi verið handtekinn og ákærður fyrir óspektir. Í átökum við þann mótmælenda hafði annar maður slasast þegar hann hrasaði og datt. Nokkrum mínútum síðar birti WBFO myndband af atvikinu á Twitter og við það breyttist tónninn í yfirmönnum lögreglunnar hratt. Hér má sjá annað sjónarhorn. Mótmæli og óreirðir undanfarna daga hafa snúist um dauða George Floyd, sem handtekinn var fyrir að framvísa fölsuðum seðli í Minneapolis í síðustu viku. Hann dó þegar lögregluþjón hélt hné sínu á hálsi hans í tæpar níu mínútur. Sá lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir morð og aðrir sem voru einnig viðstaddir hafa sömuleiðis verið ákærðir.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13 „Takið hnén á ykkur af hálsunum á okkur“ Hné lögreglumannsins á hálsi George Floyd er myndlíking fyrir þann raunveruleika sem þeldökkir Bandaríkjamenn glíma við á hverjum degi að mati séra Al Sharpton. 4. júní 2020 23:30 George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45 Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13
„Takið hnén á ykkur af hálsunum á okkur“ Hné lögreglumannsins á hálsi George Floyd er myndlíking fyrir þann raunveruleika sem þeldökkir Bandaríkjamenn glíma við á hverjum degi að mati séra Al Sharpton. 4. júní 2020 23:30
George Floyd minnst í Minneapolis Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. 4. júní 2020 18:45
Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08