7 dagar í Pepsi Max: Silfur-Blikar hafa beðið í áratug eftir gullinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2020 10:00 Bikar fagna marki á móti Val í Pepsi Max deild karla í fyrrasumar. Vísir/Bára Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 7 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Breiðablik hefur unnið fjögur silfurverðlaun á Íslandsmóti karla undanfarin átta tímabil en Íslandsmeistaratitilinn hefur látið bíða eftir sér í Smáranum í heilan áratug. Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina skiptið undir stjórn Ólafs Kristjánssonar sumarið 2010. Blikar urðu í öðru sæti í deildinni 2012, 2015 og svo á síðustu tveimur tímabilum undir stjórn Ágúst Þórs Gylfasonar. Ágúst fékk ekki að halda áfram með Kópavogsliðið sem mætir nú til leiks undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Blikar hafa verið mjög langt á eftir Íslandsmeisturunum á tveimur þessar fjögurra tímabila. Þeir voru þrettán stigum á eftir FH 2012 og svo fjórtán stigum á eftir Íslandsmeisturum KR síðasta haust. Það munaði mun minna á þeim og Íslandsmeisturunum á hinum silfursumrunum því Blikar voru tveimur stigum á eftir bæði Íslandsmeisturum FH 2015 og meisturum Vals 2018. Síðasta lið til að vinna tvö silfur í röð og fylgja því eftir með Íslandsmeistaratitli var lið FH sumarið 2015. FH hafði þá endaði í öðru sæti á eftir KR (2013) og Stjörnunni (2014) tímabilin á undan en varð Íslandsmeistari haustið 2015. FH endurtók þá leikinn frá 2012 þegar liðið fylgdi eftir silfurtímabilum 2010 og 2011 með Íslandsmeistaratitli. Stjörnumenn unnu tvö silfurverðlaun í röð 2016 og 2017 en tókst ekki að fylgja því eftir og hefur dottið niður um eitt sæti á síðustu tveimur leiktíðum. Stjarnan varð í 3. sæti 2018 og svo í fjórða sætinu í fyrra. Flest silfurverðlaun á síðustu átta tímabilum 4 - Breiðablik (2012, 2015, 2018, 2019) 2 - Stjarnan (2016, 2017) 2 - FH (2013, 2014) Þriðja tímabilið eftir tvö silfurverðlaun í röð: (Í nútíma bolta frá 1977-2019) Breiðablik 2020 - ??. sæti Stjarnan 2018 - 3. sæti FH 2015 - Íslandsmeistari FH 2012 - Íslandsmeistari KR 1997 - 5. sæti FH 1995 - 9. sæti og fall Fram 1982 - 9. sæti og fall ÍA 1980 - 3. sæti Fram 1977 - 8. sæti Breiðablik Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 7 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Breiðablik hefur unnið fjögur silfurverðlaun á Íslandsmóti karla undanfarin átta tímabil en Íslandsmeistaratitilinn hefur látið bíða eftir sér í Smáranum í heilan áratug. Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina skiptið undir stjórn Ólafs Kristjánssonar sumarið 2010. Blikar urðu í öðru sæti í deildinni 2012, 2015 og svo á síðustu tveimur tímabilum undir stjórn Ágúst Þórs Gylfasonar. Ágúst fékk ekki að halda áfram með Kópavogsliðið sem mætir nú til leiks undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Blikar hafa verið mjög langt á eftir Íslandsmeisturunum á tveimur þessar fjögurra tímabila. Þeir voru þrettán stigum á eftir FH 2012 og svo fjórtán stigum á eftir Íslandsmeisturum KR síðasta haust. Það munaði mun minna á þeim og Íslandsmeisturunum á hinum silfursumrunum því Blikar voru tveimur stigum á eftir bæði Íslandsmeisturum FH 2015 og meisturum Vals 2018. Síðasta lið til að vinna tvö silfur í röð og fylgja því eftir með Íslandsmeistaratitli var lið FH sumarið 2015. FH hafði þá endaði í öðru sæti á eftir KR (2013) og Stjörnunni (2014) tímabilin á undan en varð Íslandsmeistari haustið 2015. FH endurtók þá leikinn frá 2012 þegar liðið fylgdi eftir silfurtímabilum 2010 og 2011 með Íslandsmeistaratitli. Stjörnumenn unnu tvö silfurverðlaun í röð 2016 og 2017 en tókst ekki að fylgja því eftir og hefur dottið niður um eitt sæti á síðustu tveimur leiktíðum. Stjarnan varð í 3. sæti 2018 og svo í fjórða sætinu í fyrra. Flest silfurverðlaun á síðustu átta tímabilum 4 - Breiðablik (2012, 2015, 2018, 2019) 2 - Stjarnan (2016, 2017) 2 - FH (2013, 2014) Þriðja tímabilið eftir tvö silfurverðlaun í röð: (Í nútíma bolta frá 1977-2019) Breiðablik 2020 - ??. sæti Stjarnan 2018 - 3. sæti FH 2015 - Íslandsmeistari FH 2012 - Íslandsmeistari KR 1997 - 5. sæti FH 1995 - 9. sæti og fall Fram 1982 - 9. sæti og fall ÍA 1980 - 3. sæti Fram 1977 - 8. sæti
Flest silfurverðlaun á síðustu átta tímabilum 4 - Breiðablik (2012, 2015, 2018, 2019) 2 - Stjarnan (2016, 2017) 2 - FH (2013, 2014) Þriðja tímabilið eftir tvö silfurverðlaun í röð: (Í nútíma bolta frá 1977-2019) Breiðablik 2020 - ??. sæti Stjarnan 2018 - 3. sæti FH 2015 - Íslandsmeistari FH 2012 - Íslandsmeistari KR 1997 - 5. sæti FH 1995 - 9. sæti og fall Fram 1982 - 9. sæti og fall ÍA 1980 - 3. sæti Fram 1977 - 8. sæti
Breiðablik Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira