Erlent

Segja að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Joe Exotic og Carole Baskin hafa lengi eldað grátt silfur saman.
Joe Exotic og Carole Baskin hafa lengi eldað grátt silfur saman. AP/Netflix

Umboðsmannateymi á bak við Joe Exotic, sem einnig er þekktur sem Tígrísdýrakonungurinn, segir að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin, sem nýverið vann mál á hendur Exotic með þeim afleiðingum að hún eignaðist dýragarð sem áður var í hans eigu.

Alríkisdómari í Bandaríkjunum úrskuðaði í þessum mánuði að félag í eigu Baskin skyldi eignast dýragarð sem áður var í eigu Exotic. Þar var að finna fjölda framandi dýra, en ber þar helst að nefna stór kattardýr á borð við ljón og tígrisdýr. Exotic vakti mikla athygli í heimildaþáttunum Tiger King, sem fjölluðu um rekstur dýragarðsins og deilur hans við Baskin. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa ráðið leigumorðingja til að koma Baskin fyrir kattarnef.

„Á meðan við viðurkennum að nú sé tími til að biðja fyrir fjölskyldu George Floyd og endi á kerfisbundnum kynþáttafordómum verðum við að beina sjónum okkar að svikum Carole Baskin áður en það þau hverfa úr umræðunni,“ skrifaði teymi hans á Twitter.

Lengri yfirlýsingu er að finna á vefsíðu sem tileinkuð er baráttunni til að fá Tígrisdýrakonunginn frelsaðan. Þar segir að lögmannateymi Exotic, hvers raunverulega nafn er Joseph Maldonado-Passage, sé að vinna í að áfrýja máli hans. Á meðan vinnur almannatengslateymi hans að því að afla stuðningi almennings við málstaðinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×