Fótbolti

Sigur­vin um gengi KA á síðustu leik­tíð: „Blekkjandi niður­staða“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óli Stefán er á leið inn í sitt annað tímabil með KA.
Óli Stefán er á leið inn í sitt annað tímabil með KA. vísir/bára

Sigurvin Ólafsson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna, segir að niðurstaða KA á síðustu leiktíð í Pepsi Max-deildinni hafi verið blekkjandi en liðið endaði í 5. sæti deildarinnar.

Óli Stefán Flóventsson tók við KA fyrir síðustu leiktíð og skilaði liðinu í 5. sæti eftir frábæran endasprett en framan af leiktíð barðist liðið í neðri hluta deildarinnar. Sigurvin segir að Óli Stefán megi ekki vera of sáttur við síðustu leiktíð.

„Eins og ég sé þetta þá má hann ekki vera of sáttur við þetta. Að mínu mati er þetta blekkjandi niðurstaða. Ef þú horfir á tímabilið hjá þeim allt sumarið þá eru þeir í fallsæti í fjórar til sex umferðir og ná þessu „runni“ í lokin og snúa þessu við,“ sagði Sigurvin og hélt áfram.

„Þegar tvær umferðir eru eftir þá eru þeir í fallbaráttu og voru aldrei öruggir. Þeir enda í 5. sæti sem er besta árangur í 30 ár eða eitthvað. Spilamennskan ekki þannig, finnst mér, að þetta hafi verið eðlileg niðurstaða. Stigin ráða þessu og allt það.“

„Taflan lýgur ekki en þeir eru búnir að vera í deildinni í þrjú ár og þetta ereiginlega slakasta árið hvað það varðar að vera í fallbaráttu. Þeir voru ekki í fallbaráttu hin tvö árin,“ sagði Sigurvin.

Klippa: Sigurvin um KA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.