Óskar eftir skýringum á framgöngu sérsveitarinnar í útkalli í Kjósinni Atli Ísleifsson skrifar 4. júní 2020 14:22 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur óskað eftir skýringum á handtöku sérsveitar ríkislögreglustjóra á eldri manni í Kjós á sunnudaginn og sagt var frá á forsíðu Fréttablaðsins í gær. Í fréttinni segir að sérsveitin hafi handtekið „fatlaðan mann á áttræðisaldri“ eftir að hann hafi lagfært girðingu á landi sem hann deilir um við nágranna sinn. Átti lögreglan að hafa fengið upplýsingar um ógnandi hegðun mannsins frá umræddum nágranna. Áslaug Arna greinir frá því á Twitter-síðu sinni að hún hafi óskað eftir skýringum á málinu. ég hef óskað eftir skýringum um þetta mál.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) June 4, 2020 Í fréttinni er meðal annars haft eftir hinum handtekna að lögregla hafi brotist inn í hús dóttur sinnar og tekið rússneskan, óvirkan riffil sem hékk uppi á vegg. Maðurinn hafi verið handtekinn, fluttur á lögreglustöðina við Hlemm þar sem hann var vistaður í sex tíma og sleppt að lokinni skýrslutöku. Fréttablaðið ræðir sömuleiðis við Karl Magnús Kristjánsson, oddvita Kjósarhrepps, sem segir að fólk hafi orðið vitni af handtökunni þar sem skammbyssu á að hafa verið miðað á hinn handtekna. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig um einstök mál, en að almennt gildi það að lögreglan kalli til sérsveitina þegar vopnum er beitt eða hótað er að beita þeim. Þetta er ofbeldi. Hreint og beint. Að rífa aldraðan, fatlaðan mann niður og skilja hann svo eftir allslausan í Reykjavík, þar sem hann átti í vandræðum með að koma sér heim aftur. https://t.co/D1iF0wYm8y— Kratababe93 (@ingabbjarna) June 3, 2020 Kjósarhreppur Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur óskað eftir skýringum á handtöku sérsveitar ríkislögreglustjóra á eldri manni í Kjós á sunnudaginn og sagt var frá á forsíðu Fréttablaðsins í gær. Í fréttinni segir að sérsveitin hafi handtekið „fatlaðan mann á áttræðisaldri“ eftir að hann hafi lagfært girðingu á landi sem hann deilir um við nágranna sinn. Átti lögreglan að hafa fengið upplýsingar um ógnandi hegðun mannsins frá umræddum nágranna. Áslaug Arna greinir frá því á Twitter-síðu sinni að hún hafi óskað eftir skýringum á málinu. ég hef óskað eftir skýringum um þetta mál.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) June 4, 2020 Í fréttinni er meðal annars haft eftir hinum handtekna að lögregla hafi brotist inn í hús dóttur sinnar og tekið rússneskan, óvirkan riffil sem hékk uppi á vegg. Maðurinn hafi verið handtekinn, fluttur á lögreglustöðina við Hlemm þar sem hann var vistaður í sex tíma og sleppt að lokinni skýrslutöku. Fréttablaðið ræðir sömuleiðis við Karl Magnús Kristjánsson, oddvita Kjósarhrepps, sem segir að fólk hafi orðið vitni af handtökunni þar sem skammbyssu á að hafa verið miðað á hinn handtekna. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig um einstök mál, en að almennt gildi það að lögreglan kalli til sérsveitina þegar vopnum er beitt eða hótað er að beita þeim. Þetta er ofbeldi. Hreint og beint. Að rífa aldraðan, fatlaðan mann niður og skilja hann svo eftir allslausan í Reykjavík, þar sem hann átti í vandræðum með að koma sér heim aftur. https://t.co/D1iF0wYm8y— Kratababe93 (@ingabbjarna) June 3, 2020
Kjósarhreppur Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira