Innlent

Fjöl­menni á sam­stöðu­mót­mælum á Austur­velli

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild og Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins fylgjast með samstöðufundinum.
Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild og Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins fylgjast með samstöðufundinum. Vísir/Egill

Mörghundruð manns hafa nú safnast saman á samstöðumótmælum á Austurvelli sem hófust klukkan 16:30. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd.

Blaðamaður Vísis á mótmælunum telur að yfir þúsund manns séu samankomnir á Austurvelli nú á sjötta tímanum. Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum hér heima um ástandið í Bandaríkjunum og fjölmargir Íslendingar lýst yfir stuðningi við mótmælendur á einn eða annan hátt.

Frá mótmælunum á Austurvelli.Vísir/Sylvía

Þá kveðst lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur eftirlit með mótmælunum, sýna samstöðu, að því er fram kemur í Facebook-færslu lögreglu sem birt var nú síðdegis. 

Hér að neðan má sjá beina útsendingu Reykjavík Grapevine af mótmælunum.

Og í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndband frá mótmælunum skömmu eftir að þau byrjuðu á fimmta tímanum.

Fleiri myndir af samstöðufundinum má svo finna hér fyrir neðan.

Margir mótmælendur báru grímur.Vísir/Sylvía
Mörghundruð manns söfnuðust saman á Austurvelli.Vísir/Sylvía
Mótmælendur hlýða á ræðumenn.Vísir/Egill


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×