Rúnar Páll: Veigar fór í FH og fékk samning lífs síns á þessum aldri Anton Ingi Leifsson skrifar 3. júní 2020 21:00 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, og Veigar Páll Gunnarsson í bakgrunni. vísir/bára Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segist ekki hafa verið of harður við eldri og reyndari leikmenn Stjörnunnar eins og Veigar Pál Gunnarsson og Garðar Jóhannsson sem hann hleypti frá félaginu. Báðir eru þeir miklar goðsagnir í Garðabænum. Veigar Páll gekk í raðir FH árið 2017 og spilaði einnig með Víkingi en árið áður fór Garðar í Fylki og þaðan í KR. Rúnar Páll sér ekki eftir þessum ákvörðunum en hann ræddi þær meðal annars í samtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. „Það er enginn stærri en félagið. Það þarf að koma fram við félagið sitt á réttan hátt. Það er ekkert hægt að hafa leikmenn bara af því bara. Garðar var búinn að vera mikið meiddur og var á góðum launum hjá okkur. Ætlarðu að endursemja við Garðar á sömu kjörum ef hann er meiddur áfram? Nei, það var ekki hægt. Þetta var komið fínt og hann stóð sig vel. Hans tími var liðinn hjá okkur. Hann spilaði eitt ár hjá KR og var líka mikið meiddur þar. Tók ég rétta ákvörðun? Já, ég held ég hafi tekið rétta ákvörðun þar,“ sagði Rúnar Páll. „Veigar Páll. Átti hann mikið eftir? Nei. Hann fór í FH og fékk samning lífs síns þar á þessum aldri. Þetta var komið fínt hjá honum og hann stóð sig vel fyrir okkur. Ég var algjörlega heiðarlegur við bæði Garðar og Veigar. Við töluðum íslensku og ekkert vesen og síðan fær Veigar mjög góðan samning hjá FH. Frábært hjá honum en hann fer svo í Víking og það fjaraði svo út. Var það rétt ákvörðun hjá mér? Já, ég vil meina það.“ Rúnar Páll var einnig spurður út í Ólaf Karl Finsen sem yfirgaf Stjörnuna fyrir tímabilið 2018 og gekk í raðir Vals þar sem hann varð svo Íslandsmeistari. „Óli Kalli. Það er hægt að skrifa bók um það,“ sagði Rúnar í léttum tón. „Það var rétt fyrir hann að skipta um umhverfi. Honum var farið að líða ekkert alltof vel þarna og það var gott fyrir hann að finna sér nýtt umhverfi og sjá hvernig honum gengur þar. Hefði ég viljað hafa Óla áfram? Að sjálfsögðu og við erum fínir mátar,“ sagði Rúnar og bætti við að dyrnar fyrir Ólaf Karl væru opnar vildi hann koma heim á ný. Dr. Football Podcast · Doc spjallar við topp 6 í boði Lemon - Rúnar Páll Sigmundsson (4/6) Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segist ekki hafa verið of harður við eldri og reyndari leikmenn Stjörnunnar eins og Veigar Pál Gunnarsson og Garðar Jóhannsson sem hann hleypti frá félaginu. Báðir eru þeir miklar goðsagnir í Garðabænum. Veigar Páll gekk í raðir FH árið 2017 og spilaði einnig með Víkingi en árið áður fór Garðar í Fylki og þaðan í KR. Rúnar Páll sér ekki eftir þessum ákvörðunum en hann ræddi þær meðal annars í samtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. „Það er enginn stærri en félagið. Það þarf að koma fram við félagið sitt á réttan hátt. Það er ekkert hægt að hafa leikmenn bara af því bara. Garðar var búinn að vera mikið meiddur og var á góðum launum hjá okkur. Ætlarðu að endursemja við Garðar á sömu kjörum ef hann er meiddur áfram? Nei, það var ekki hægt. Þetta var komið fínt og hann stóð sig vel. Hans tími var liðinn hjá okkur. Hann spilaði eitt ár hjá KR og var líka mikið meiddur þar. Tók ég rétta ákvörðun? Já, ég held ég hafi tekið rétta ákvörðun þar,“ sagði Rúnar Páll. „Veigar Páll. Átti hann mikið eftir? Nei. Hann fór í FH og fékk samning lífs síns þar á þessum aldri. Þetta var komið fínt hjá honum og hann stóð sig vel fyrir okkur. Ég var algjörlega heiðarlegur við bæði Garðar og Veigar. Við töluðum íslensku og ekkert vesen og síðan fær Veigar mjög góðan samning hjá FH. Frábært hjá honum en hann fer svo í Víking og það fjaraði svo út. Var það rétt ákvörðun hjá mér? Já, ég vil meina það.“ Rúnar Páll var einnig spurður út í Ólaf Karl Finsen sem yfirgaf Stjörnuna fyrir tímabilið 2018 og gekk í raðir Vals þar sem hann varð svo Íslandsmeistari. „Óli Kalli. Það er hægt að skrifa bók um það,“ sagði Rúnar í léttum tón. „Það var rétt fyrir hann að skipta um umhverfi. Honum var farið að líða ekkert alltof vel þarna og það var gott fyrir hann að finna sér nýtt umhverfi og sjá hvernig honum gengur þar. Hefði ég viljað hafa Óla áfram? Að sjálfsögðu og við erum fínir mátar,“ sagði Rúnar og bætti við að dyrnar fyrir Ólaf Karl væru opnar vildi hann koma heim á ný. Dr. Football Podcast · Doc spjallar við topp 6 í boði Lemon - Rúnar Páll Sigmundsson (4/6)
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira