Innlent

Greiddi ekki fargjaldið að fullu og reif áklæði í bílnum

Sylvía Hall skrifar
Atvikið átti sér stað í október á síðasta ári.
Atvikið átti sér stað í október á síðasta ári. Vísir/Getty

Karlmaður á fertugsaldri var í gær dæmdur í sextíu daga fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fjársvik og eignaspjöll. Maðurinn hafði tekið leigubíl en greiddi aðeins fargjaldið að hluta og vann skemmdarverk á framsætisæti bílsins.

Atvikið átti sér stað þann 12. október á síðasta ári en maðurinn hafði tekið leigubíl frá Laugavegi í miðbæ Reykjavíkur. Þegar hann átti að greiða fyrir farið greiddi hann aðeins hluta upphæðarinnar og reif áklæði af framsæti leigubílsins með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á áklæðinu.

Maðurinn á að baki langan sakaferil og segir í forsendum dómsins að hann hafi hlotið tíu refsidóma frá átján ára aldri. Í ljósi afbrotaferils mannsins þótti ekki unnt að skilorðsbinda refsingu hans og þótti hæfileg refsing vera sextíu daga fangelsi.

Þá var maðurinn dæmdur til greiðslu 321.150 króna í skaðabætur auk vaxta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.