Fótbolti

Kvarta yfir löngu undirbúningstímabili sem er engu lengra en við erum vön hér á landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þeir Óskar Örn Hauksson og Guðjón Pétur Lýðsson hafa farið í gegnum ófá undirbúningstímabil hér á landi.
Þeir Óskar Örn Hauksson og Guðjón Pétur Lýðsson hafa farið í gegnum ófá undirbúningstímabil hér á landi. Vísir/Bára

Sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið frestað vegna kórónufaraldursins. Stefnt er að því hefja leik í Svíþjóð þann 14. júní sem þýðir að undirbúningstímabilið hefur staðið yfir í hálft ár. Þykir það heldur langt þar í landi en á Íslandi myndi þetta eingöngu flokkast sem hefðbundið undirbúningstímabil.

Upphaflega átti sænska úrvalsdeildin að fara af stað 4. apríl en var líkt og öðrum íþróttaviðburðum frestað sökum faraldursins. Þann 29. maí var loks staðfest að deildin myndi hefjast um miðjan júní segir í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC.

Andrew Mills, markvörður Östursunds FK, segir í viðtalinu að undirbúningstímabilið sé á lengd við fjögur til fimm undirbúningstímabil í Englandi. Meðal undirbúningstímabil á Íslandi hjá liðum í efstu deild er um það bil sex mánuðir en liðin hefja æfingar í nóvember þó Íslandsmótið fari ekki af stað fyrr en undir lok apríl mánaðar.

Sökum kórónufaraldursins hefjast Pepsi Max deildir karla og kvenna ekki fyrr en 12. og 13. júní sem þýðir að lengsta undirbúningstímabil í heimi varð enn lengra.

Fyrsta umferð Pepsi Max deildar kvenna fer fram föstudaginn 12. júní þegar Valur fær KR í heimsókn og degi síðar fer fyrsta umferð Pepsi Max deildar karla fram en þar fær Valur einnig KR í heimsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×