Fótbolti

Hjörtur hélt hreinu í fyrsta leiknum eftir langt hlé

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörtur og félagar í hringnum fyrir leik kvöldsins.
Hjörtur og félagar í hringnum fyrir leik kvöldsins. vísir/getty

Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Bröndby og spilaði allan leikinn er liðið vann 1-0 sigur á SönderjyskE á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

SönderjyskE fékk hættulegasta færi fyrir hálfleiks en Martin Schwabe varði meistaralega og staðan var markalaus í hálfleik.

Fyrsta og eina mark leiksins gerði hinn ungi og efnilegi Jesper Lindström en hann kom inn á sem varamaður í hálfleik og þakkaði traustið.

Eftir sigurinn er Bröndby komið aftur upp í 4. sæti deildarinnar með 42 stig en SönderjyskE er í 11. sæti deildarinnar með 26 stig. Eggert Gunnþór Jónsson var í leikbanni hjá þeim en Ísak Óli Ólafsson ekki í leikmannahópnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.