Hugmynd um bátastrætó „of góð til að prófa hana ekki“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júní 2020 20:30 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/vilhelm Borgarstjóri kynnti í dag aðgerðaráætlunina „Græna planið“ sem snýr að því að allar aðgerðir borgarinnar verði umhverfisvænar. Markmið er að öll hverfi borgarinnar verði sjálfbær auk þess sem nýstárlegar hugmyndir á borð við bátastrætó eru á lofti. Græna planið er víðtæk áætlun um fjárfestingar, framkvæmdir og atvinnusköpun í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að borgin taki forystu í aðgerðum til að bregðast við efnahagslegum samdrætti og vaxandi atvinnuleysi eftir heimsfaraldur. Aðgerðir skulu vera í samræmi við framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag. Í þessu felst að allar aðgerðir borgarinnar verði grænar. „En líka áætlun um nýsköpun og fjölbreytt atvinnulíf. Síðast en ekki síst áætlun um það að allar ákvarðanir okkar séu jafnframt ákvarðanir sem miða að markmiðum í loftslagsmálum. Markmiðum um góða borg með hámarks lífsgæðum,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Næsti áratugur verði því áratugur aðgerða í loftslagsmálum hjá Reykjavíkurborg. Markmiðið er öll hverfi borgarinnar verði sjálfbær. Hluti af grænum samgönguinnviðum er meðal annars tilraunaverkefni með bátastrætó. „Þetta er hugmynd sem var sett fram þegar sýnin um fríríki frumkvöðla í Gufunesi kom fram. Okkur finnst spennandi að tengja Gufunesið, bryggjuhverfið, kannski Viðey en alla vega miðborgina með bátastrætó. Við erum ekki búin að útfæra hana en þetta er eiginlega of góð hugmynd til að prófa hana ekki,“ sagði Dagur. Græna planið var kynnt á blaðamannafundi klukkan 13 í dag. Elisabet Inga Gert er ráð fyrir að átak í uppbyggingu húsnæðis haldi áfram auk þess sem grænum svæðum verði fjölgað. Á næstu vikum mun borgarstjóri efna til samráðs með fyrirtækjum í borginni, aðilum vinnumarkaðarins og eiga viðræður við ríkisstjórnina um græna atvinnusköpum. Reykjavík Borgarstjórn Loftslagsmál Umhverfismál Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Græna planið Með Græna planinu erum við að gera loftslagsmálin að leiðarstefi við alla ákvarðanatöku. 2. júní 2020 17:00 Græn svæði fegruð og tengd með grænu neti í Græna planinu Reykjavíkurborg hyggst taka forystu í aðgerðum til að bregðast við efnahagssamdrætti og vaxandi atvinnuleysi eftir heimsfaraldur og mun tryggja að aðgerðirnar verði í samræmi við framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag og metnaðarfull loftslagsmarkmið borgarinnar. 2. júní 2020 14:07 Bein útsending: Borgarstjóri kynnir „Græna planið“ Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson mun klukkan 13:00 kynna Græna planið svokallaða sem er víðtæk áætlun um fjárfestingar, framkvæmdir og atvinnusköpun í Reykjavík. 2. júní 2020 12:42 Allar aðgerðir borgarinnar verði grænar Aðgerðaráætlun um grænt plan verður tekin fyrir á borgarstjórnarfundi í dag. Í því felst að allar aðgerðir borgarinnar verða grænar. 2. júní 2020 12:11 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Borgarstjóri kynnti í dag aðgerðaráætlunina „Græna planið“ sem snýr að því að allar aðgerðir borgarinnar verði umhverfisvænar. Markmið er að öll hverfi borgarinnar verði sjálfbær auk þess sem nýstárlegar hugmyndir á borð við bátastrætó eru á lofti. Græna planið er víðtæk áætlun um fjárfestingar, framkvæmdir og atvinnusköpun í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að borgin taki forystu í aðgerðum til að bregðast við efnahagslegum samdrætti og vaxandi atvinnuleysi eftir heimsfaraldur. Aðgerðir skulu vera í samræmi við framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag. Í þessu felst að allar aðgerðir borgarinnar verði grænar. „En líka áætlun um nýsköpun og fjölbreytt atvinnulíf. Síðast en ekki síst áætlun um það að allar ákvarðanir okkar séu jafnframt ákvarðanir sem miða að markmiðum í loftslagsmálum. Markmiðum um góða borg með hámarks lífsgæðum,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Næsti áratugur verði því áratugur aðgerða í loftslagsmálum hjá Reykjavíkurborg. Markmiðið er öll hverfi borgarinnar verði sjálfbær. Hluti af grænum samgönguinnviðum er meðal annars tilraunaverkefni með bátastrætó. „Þetta er hugmynd sem var sett fram þegar sýnin um fríríki frumkvöðla í Gufunesi kom fram. Okkur finnst spennandi að tengja Gufunesið, bryggjuhverfið, kannski Viðey en alla vega miðborgina með bátastrætó. Við erum ekki búin að útfæra hana en þetta er eiginlega of góð hugmynd til að prófa hana ekki,“ sagði Dagur. Græna planið var kynnt á blaðamannafundi klukkan 13 í dag. Elisabet Inga Gert er ráð fyrir að átak í uppbyggingu húsnæðis haldi áfram auk þess sem grænum svæðum verði fjölgað. Á næstu vikum mun borgarstjóri efna til samráðs með fyrirtækjum í borginni, aðilum vinnumarkaðarins og eiga viðræður við ríkisstjórnina um græna atvinnusköpum.
Reykjavík Borgarstjórn Loftslagsmál Umhverfismál Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Græna planið Með Græna planinu erum við að gera loftslagsmálin að leiðarstefi við alla ákvarðanatöku. 2. júní 2020 17:00 Græn svæði fegruð og tengd með grænu neti í Græna planinu Reykjavíkurborg hyggst taka forystu í aðgerðum til að bregðast við efnahagssamdrætti og vaxandi atvinnuleysi eftir heimsfaraldur og mun tryggja að aðgerðirnar verði í samræmi við framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag og metnaðarfull loftslagsmarkmið borgarinnar. 2. júní 2020 14:07 Bein útsending: Borgarstjóri kynnir „Græna planið“ Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson mun klukkan 13:00 kynna Græna planið svokallaða sem er víðtæk áætlun um fjárfestingar, framkvæmdir og atvinnusköpun í Reykjavík. 2. júní 2020 12:42 Allar aðgerðir borgarinnar verði grænar Aðgerðaráætlun um grænt plan verður tekin fyrir á borgarstjórnarfundi í dag. Í því felst að allar aðgerðir borgarinnar verða grænar. 2. júní 2020 12:11 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Græna planið Með Græna planinu erum við að gera loftslagsmálin að leiðarstefi við alla ákvarðanatöku. 2. júní 2020 17:00
Græn svæði fegruð og tengd með grænu neti í Græna planinu Reykjavíkurborg hyggst taka forystu í aðgerðum til að bregðast við efnahagssamdrætti og vaxandi atvinnuleysi eftir heimsfaraldur og mun tryggja að aðgerðirnar verði í samræmi við framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag og metnaðarfull loftslagsmarkmið borgarinnar. 2. júní 2020 14:07
Bein útsending: Borgarstjóri kynnir „Græna planið“ Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson mun klukkan 13:00 kynna Græna planið svokallaða sem er víðtæk áætlun um fjárfestingar, framkvæmdir og atvinnusköpun í Reykjavík. 2. júní 2020 12:42
Allar aðgerðir borgarinnar verði grænar Aðgerðaráætlun um grænt plan verður tekin fyrir á borgarstjórnarfundi í dag. Í því felst að allar aðgerðir borgarinnar verða grænar. 2. júní 2020 12:11