Yfir 2.500 manns kosið utan kjörfundar Andri Eysteinsson skrifar 2. júní 2020 14:00 Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Smáralind Vísir/Vilhelm Yfir 2.500 manns hafa greitt atkvæði í forsetakosningunum utan kjörfundar samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu. Bergþóra Sigmundsdóttir hjá Sýslumannsembættinu segir aðsókn hafa verið meiri en undanfarnar kosningar. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 25. maí síðastliðinn hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í Smáralind. Tveir eru í framboði í kosningunum sem munu fara fram 27. Júní næstkomandi en það eru þeir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson. Bergþóra segir að á landinu öllu hafi 147 greitt atkvæði í dag en á sama tíma fyrir síðustu kosningar höfðu alls 753 greitt atkvæði utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu. Bergþóra segir aðsókn hafa verið jafna undanfarna daga en mögulega sé hægt að skýra mikla aðsókn í utankjörfundaratkvæðagreiðslu til þess að líklega verði helgin 27.-28. Júní mikil ferðahelgi. Þá sé sá háttur hafður á að atkvæðagreiðslan hefur ekki farið fram á skrifstofu embættisins heldur í Smáralind. Bergþóra segir að í fyrri kosningum hafi kjörstaður ekki verið færður úr skrifstofu embættisins fyrr en seinna í ferlinu. Aðsókn hafi aukist verulega þegar opnað er fyrir kjörstað í Perlunni. Atkvæðagreiðslan mun í fyrstu eingöngu fara fram á 1. hæð í Smáralind frá 25. maí til og með 14. júní næstkomandi. Kjörstaðir verða opnir frá klukkan 10-19 dag hvern fyrir utan sunnudaginn 31. maí og mánudaginn 1. júní en þá verða kjörstaðir lokaðir. Frá og með 15. júní til og með 26. júní fer atkvæðagreiðslan fram á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á 1. hæð í Smáralind, 2. hæð í Smáralind og undir stúkunni á Laugardalsvelli. Þar verður opið alla daga milli 10 og 22 nema miðvikudaginn 17. júní en þá verður lokað. Á kjördag sjálfan, laugardaginn 27. júní verður eingöngu opið á 1. hæð í Smáralind milli klukkan 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins. Á landsbyggðinni fer atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fram hjá sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Lista yfir kjörstaði má sjá á vef sýslumanna. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Yfir 2.500 manns hafa greitt atkvæði í forsetakosningunum utan kjörfundar samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu. Bergþóra Sigmundsdóttir hjá Sýslumannsembættinu segir aðsókn hafa verið meiri en undanfarnar kosningar. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 25. maí síðastliðinn hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í Smáralind. Tveir eru í framboði í kosningunum sem munu fara fram 27. Júní næstkomandi en það eru þeir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson. Bergþóra segir að á landinu öllu hafi 147 greitt atkvæði í dag en á sama tíma fyrir síðustu kosningar höfðu alls 753 greitt atkvæði utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu. Bergþóra segir aðsókn hafa verið jafna undanfarna daga en mögulega sé hægt að skýra mikla aðsókn í utankjörfundaratkvæðagreiðslu til þess að líklega verði helgin 27.-28. Júní mikil ferðahelgi. Þá sé sá háttur hafður á að atkvæðagreiðslan hefur ekki farið fram á skrifstofu embættisins heldur í Smáralind. Bergþóra segir að í fyrri kosningum hafi kjörstaður ekki verið færður úr skrifstofu embættisins fyrr en seinna í ferlinu. Aðsókn hafi aukist verulega þegar opnað er fyrir kjörstað í Perlunni. Atkvæðagreiðslan mun í fyrstu eingöngu fara fram á 1. hæð í Smáralind frá 25. maí til og með 14. júní næstkomandi. Kjörstaðir verða opnir frá klukkan 10-19 dag hvern fyrir utan sunnudaginn 31. maí og mánudaginn 1. júní en þá verða kjörstaðir lokaðir. Frá og með 15. júní til og með 26. júní fer atkvæðagreiðslan fram á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á 1. hæð í Smáralind, 2. hæð í Smáralind og undir stúkunni á Laugardalsvelli. Þar verður opið alla daga milli 10 og 22 nema miðvikudaginn 17. júní en þá verður lokað. Á kjördag sjálfan, laugardaginn 27. júní verður eingöngu opið á 1. hæð í Smáralind milli klukkan 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins. Á landsbyggðinni fer atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fram hjá sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Lista yfir kjörstaði má sjá á vef sýslumanna.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira