Yfir 2.500 manns kosið utan kjörfundar Andri Eysteinsson skrifar 2. júní 2020 14:00 Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Smáralind Vísir/Vilhelm Yfir 2.500 manns hafa greitt atkvæði í forsetakosningunum utan kjörfundar samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu. Bergþóra Sigmundsdóttir hjá Sýslumannsembættinu segir aðsókn hafa verið meiri en undanfarnar kosningar. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 25. maí síðastliðinn hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í Smáralind. Tveir eru í framboði í kosningunum sem munu fara fram 27. Júní næstkomandi en það eru þeir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson. Bergþóra segir að á landinu öllu hafi 147 greitt atkvæði í dag en á sama tíma fyrir síðustu kosningar höfðu alls 753 greitt atkvæði utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu. Bergþóra segir aðsókn hafa verið jafna undanfarna daga en mögulega sé hægt að skýra mikla aðsókn í utankjörfundaratkvæðagreiðslu til þess að líklega verði helgin 27.-28. Júní mikil ferðahelgi. Þá sé sá háttur hafður á að atkvæðagreiðslan hefur ekki farið fram á skrifstofu embættisins heldur í Smáralind. Bergþóra segir að í fyrri kosningum hafi kjörstaður ekki verið færður úr skrifstofu embættisins fyrr en seinna í ferlinu. Aðsókn hafi aukist verulega þegar opnað er fyrir kjörstað í Perlunni. Atkvæðagreiðslan mun í fyrstu eingöngu fara fram á 1. hæð í Smáralind frá 25. maí til og með 14. júní næstkomandi. Kjörstaðir verða opnir frá klukkan 10-19 dag hvern fyrir utan sunnudaginn 31. maí og mánudaginn 1. júní en þá verða kjörstaðir lokaðir. Frá og með 15. júní til og með 26. júní fer atkvæðagreiðslan fram á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á 1. hæð í Smáralind, 2. hæð í Smáralind og undir stúkunni á Laugardalsvelli. Þar verður opið alla daga milli 10 og 22 nema miðvikudaginn 17. júní en þá verður lokað. Á kjördag sjálfan, laugardaginn 27. júní verður eingöngu opið á 1. hæð í Smáralind milli klukkan 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins. Á landsbyggðinni fer atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fram hjá sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Lista yfir kjörstaði má sjá á vef sýslumanna. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Rof á lögn olli óalgengum leka Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira
Yfir 2.500 manns hafa greitt atkvæði í forsetakosningunum utan kjörfundar samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu. Bergþóra Sigmundsdóttir hjá Sýslumannsembættinu segir aðsókn hafa verið meiri en undanfarnar kosningar. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 25. maí síðastliðinn hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í Smáralind. Tveir eru í framboði í kosningunum sem munu fara fram 27. Júní næstkomandi en það eru þeir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson. Bergþóra segir að á landinu öllu hafi 147 greitt atkvæði í dag en á sama tíma fyrir síðustu kosningar höfðu alls 753 greitt atkvæði utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu. Bergþóra segir aðsókn hafa verið jafna undanfarna daga en mögulega sé hægt að skýra mikla aðsókn í utankjörfundaratkvæðagreiðslu til þess að líklega verði helgin 27.-28. Júní mikil ferðahelgi. Þá sé sá háttur hafður á að atkvæðagreiðslan hefur ekki farið fram á skrifstofu embættisins heldur í Smáralind. Bergþóra segir að í fyrri kosningum hafi kjörstaður ekki verið færður úr skrifstofu embættisins fyrr en seinna í ferlinu. Aðsókn hafi aukist verulega þegar opnað er fyrir kjörstað í Perlunni. Atkvæðagreiðslan mun í fyrstu eingöngu fara fram á 1. hæð í Smáralind frá 25. maí til og með 14. júní næstkomandi. Kjörstaðir verða opnir frá klukkan 10-19 dag hvern fyrir utan sunnudaginn 31. maí og mánudaginn 1. júní en þá verða kjörstaðir lokaðir. Frá og með 15. júní til og með 26. júní fer atkvæðagreiðslan fram á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á 1. hæð í Smáralind, 2. hæð í Smáralind og undir stúkunni á Laugardalsvelli. Þar verður opið alla daga milli 10 og 22 nema miðvikudaginn 17. júní en þá verður lokað. Á kjördag sjálfan, laugardaginn 27. júní verður eingöngu opið á 1. hæð í Smáralind milli klukkan 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins. Á landsbyggðinni fer atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fram hjá sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Lista yfir kjörstaði má sjá á vef sýslumanna.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Rof á lögn olli óalgengum leka Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira