Fótbolti

Telur lið sitt hafa breytt landslagi enska boltans

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Neil Warnock er alveg sama hvernig fótbolta Pochettino spilar.
Neil Warnock er alveg sama hvernig fótbolta Pochettino spilar. vísir/getty

Hinn argentíski Maurico Pochettino, fyrrum þjálfari Tottenham Hotspur og Southampton, telur sig og lið sitt hafa breytt landslagi enska boltans árin 2013 og 2014. Þetta sagði Pochettino í viðtali við Guillem Balague sem sýnt var á Sky Sport í gær.

Pochettino tók við Nigel Adkins sem þjálfari Southampton í janúar árið 2013 og segir að leikstíll liðsins hafi hreinlega breytt því hvernig fótbolti var spilaður á Englandi.

„Fótbolti á Englandi breyttist í kjölfar þess sem Southampton gerði leiktíðina 2013 til 2014, það var ekkert annað lið sem breytti hugarfari jafn mikið,“ sagði Pochettino í viðtalinu.

„Við fengum leyfi til að breyta því sem þurfti að breyta hjá félaginu og leikmennirnir tóku vel í það. Þeir vildu ólmir læra og ungir leikmenn fengu traustið, bæði hjá Southampton og víðar.“

Pochettini, sem er ítrekað orðaður við þjálfarastöðuna hjá Manchester United sem og Newcastle United, sagði einnig í viðtalinu að undir stjórn hans stjórn hefði Espanyol byrjað að spila út frá markverði Eitthvað sem nær öll lið Evrópu gera í dag.

Pochettino náði frábærum árangri með Espanyol, Southampton og Tottenham er í dag eins og áður sagði án félags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×